Mikil vonbrigði í Mosó með áframhaldandi urðun í bakgarðinum Atli Ísleifsson skrifar 15. september 2022 14:23 Urðunarstað Sorpu í Álfsnesi átti að loka fyrir árs 2023. Ljóst er að það mun ekki ganga eftir. Sorpa Ljóst er að ekki verður hægt að loka urðunarstað Sorpu í Álfsnesi fyrir lok árs 2023 líkt og samið var um fyrir tveimur árum. Viðræður Sorpu við sveitarfélög um framtíðarurðunarstað fyrir höfuðborgarsvæðið hefur enn engan árangur borið. Þetta segir Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu, í samtali við Vísi. Hann sótti ásamt fleiri fulltrúum Sorpu fund með bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála er varða urðun í Álfsnesi. Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir í bókun yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi tekist að finna viðunandi framtíðarlausn varðandi urðunarstað fyrir höfuðborgarsvæðið, sér í ljósi þess að bæjarfélagið hafi nú þegar í tvígang, fyrst 2018 og aftur 2020, fallist á áframhaldandi urðun í Álfsnesi í góðri trú um að unnið væri að lokun. Jón Viggó Gunnarsson er framkvæmdastjóri Sorpu.Sorpa Jón Viggó tekur undir bókun bæjarfulltrúa og segist harma þá stöðu sem uppi sé, en í viðauka við eigendasamkomulag Sorpu frá í júlí 2020 um lokun urðunarstaðarins í Álfsnesi var kveðið á um að áætlun um aðgerðir sem lokuninni tengjast skulu liggja fyrir í árslok 2022 og að urðunarstaðnum yrði lokað fyrir lok árs 2023. Jón Viggó segir ljóst að ekki verði hægt að loka urðunarstaðnum fyrr en búið sé að opna nýja. Því sé ljóst að ráðast þurfi í gerð nýs viðauka um áframhaldandi starfsemi í Álfsnesi, enda muni taka fjögur til fimm ár að opna urðunarstað eftir að búið er að fá land. „Það hefur enn ekki tekist. Magnið hefur hrætt og viðræður við sveitarfélög hafa ekki gengið. Það virðist ekki vera mikill áhugi hjá þeim að leggja landsvæði undir urðunarstað, en samtalið heldur áfram,“ segir Jón Viggó og bætir við að viðræður hafi einnig átt sér stað milli Sorpu og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Sorpa muni þó ná að hætta að urða lífrænum úrgangi fyrir lok árs 2023 svo að ekki ætti að berast sama lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi líkt og verið hefur. Urðunarstaðurinn í Álfsnesi er í landi Reykjavíkur, en ekki fjarri íbúabyggð í Mosfellsbæ. Sorpa Mosfellsbær Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 15. desember 2021 11:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Þetta segir Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu, í samtali við Vísi. Hann sótti ásamt fleiri fulltrúum Sorpu fund með bæjarráði Mosfellsbæjar í morgun þar sem farið var yfir stöðu mála er varða urðun í Álfsnesi. Bæjarráð Mosfellsbæjar lýsir í bókun yfir miklum vonbrigðum með að ekki hafi tekist að finna viðunandi framtíðarlausn varðandi urðunarstað fyrir höfuðborgarsvæðið, sér í ljósi þess að bæjarfélagið hafi nú þegar í tvígang, fyrst 2018 og aftur 2020, fallist á áframhaldandi urðun í Álfsnesi í góðri trú um að unnið væri að lokun. Jón Viggó Gunnarsson er framkvæmdastjóri Sorpu.Sorpa Jón Viggó tekur undir bókun bæjarfulltrúa og segist harma þá stöðu sem uppi sé, en í viðauka við eigendasamkomulag Sorpu frá í júlí 2020 um lokun urðunarstaðarins í Álfsnesi var kveðið á um að áætlun um aðgerðir sem lokuninni tengjast skulu liggja fyrir í árslok 2022 og að urðunarstaðnum yrði lokað fyrir lok árs 2023. Jón Viggó segir ljóst að ekki verði hægt að loka urðunarstaðnum fyrr en búið sé að opna nýja. Því sé ljóst að ráðast þurfi í gerð nýs viðauka um áframhaldandi starfsemi í Álfsnesi, enda muni taka fjögur til fimm ár að opna urðunarstað eftir að búið er að fá land. „Það hefur enn ekki tekist. Magnið hefur hrætt og viðræður við sveitarfélög hafa ekki gengið. Það virðist ekki vera mikill áhugi hjá þeim að leggja landsvæði undir urðunarstað, en samtalið heldur áfram,“ segir Jón Viggó og bætir við að viðræður hafi einnig átt sér stað milli Sorpu og sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að Sorpa muni þó ná að hætta að urða lífrænum úrgangi fyrir lok árs 2023 svo að ekki ætti að berast sama lykt frá urðunarstaðnum í Álfsnesi líkt og verið hefur. Urðunarstaðurinn í Álfsnesi er í landi Reykjavíkur, en ekki fjarri íbúabyggð í Mosfellsbæ.
Sorpa Mosfellsbær Reykjavík Umhverfismál Tengdar fréttir Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 15. desember 2021 11:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Vilja tugmilljarða króna úrgangsbrennslu á Álfsnes Hefja þarf undirbúning að byggingu hátækniúrgangsbrennslu á Íslandi að sögn ritstjóra nýrrar skýrslu um framtíðarlausnir í úrgangi. Álfsnesið virðist fýsilegur staður en brennslan gæti kostað allt að 35 milljörðum króna. 15. desember 2021 11:22