Myndband af rússneska auðjöfrinum Yevgeny Prigozhin bjóða föngum náðun fyrir að ganga til liðs við málaliðahópinn sem kallast Wagner Group var birt á netinu í gær. Þar má sjá auðjöfurinn segja föngunum að gangi þeir til liðs við Wagner muni þeir aldrei fara aftur í fangelsi. Annað hvort muni þeir deyja í Úkraínu eða vera lausir allra mála eftir sex mánuði. „Ef þið þjónið í sex mánuði, eru þið frjálsir. Ef þið farið til Úkraínu og ákveðið að þetta sé ekki fyrir ykkur, tökum við ykkur að lífi,“ sagði Prigozhin við fangana og gaf hann þeim fimm mínútur til að ákveða sig. Prigozhin segir föngunum að hann sé að ræða við þá á vegum málaliðafyrirtækisins Wagner og að hann ætti fyrirtækið. Undanfarin ár hefur hann og ríkisstjórn Rússlands þvertekið fyrir að Prigozhin tengist Wagner á nokkurn hátt og að Wagner tengist yfirvöldum í Rússlandi. PMC Wagner Group Evgeny Prigozhin is at a penal colony looking for new assault infantry to join his company. Refers to some of those who served 30 years in prison and died in battle as "heroes". pic.twitter.com/Gp3IOVHuAq— Dmitri (@wartranslated) September 14, 2022 Finna má myndbandið í fullri lengd hér á Telegram. Prigozhin hefur lengi verið talinn fjármagna málaliðahópinn en hann tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum og hefur um árabil verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Auðjöfurinn er eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta hans af forsetakosningunum þar 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Wagner group hefur verið kallaður „Skuggaher Rússlands“ og hefur hópurinn verið virkur í Mið-Austurlöndum og Afríku. Evrópusambandið segir Wagner Group hafa verið stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi hermanni frá Rússlandi, sem er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Sjá einnig: Rússneskur málaliði myndaði aðra pynta, myrða, afhöfða og brenna fanga Prigozhin fæddist í Pétursborg og ólst þar upp en Pútín var um tíma ráðgjafi borgarstjóra þar. Auðjöfurinn sat um tíma í fangelsi í Rússlandi fyrir ýmsa glæpi en slapp árið 1990. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant. Pútín hefur snætt þar með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hefur forsetinn haldið upp á afmæli sitt þar minnst einu sinni. Fjármagnaður af ríkinu Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Prigozhin sé áhrifamikill í olíuiðnaði Rússland og hann hafi jafnvel fengið prósentu af olíuhagnaði Sýrlands í stað þess að starfsmenn eins fyrirtækis hans hafi verndað olíulindir landsins. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Bannað að hörfa, neyta fíkniefna og hafa mök við „hvað sem er“ Auðjöfurinn sagði föngunum að stríðið væri erfitt. Mun erfiðara en stríðið í Téténíu og að mun meiri skotfæri væru notuð en í baráttunni um Stalíngrad í seinni heimsstyrjöldinni. Þá nefni hann þrjár mikilvægar reglur sem fangarnir þyrftu að fara eftir, tækju þeir þá ákvörðun að ganga til liðs við Wagner. Fyrsta reglan er að þeir mega aldrei hörfa undan óvinum þeirra og aldrei gefast upp. Þeir muni fá sérstakar handsprengjur sem þeir eiga að nota til að sprengja sig í loft upp, frekar en að vera handsamaðir. Önnur reglan snýst um að þeir megi ekki neyta áfengis eða fíkniefna í þá sex mánuði sem þeir eru á samningi við Wagner. Samkvæmt þriðju reglunni mega þeir ekki hafa mök við „konur, plöntur, dýr, menn, hvað sem er“ eins og Prigozhin orðaði það samkvæmt þýðingu. Þarf sérstaklega fótgönguliða Prigozhin sagði að meðlimir Wagner þyrftu að vera eldri en 22 ára og að hámarksaldurinn væri um það bil fimmtíu ára en það færi eftir formi viðkomandi manna. Þá væri einnig hægt að ráða menn sem væru yngri en 22 ára en þá þyrfti bréf frá nánustu ættingjum þeirra. Prigozhin sagðist sérstaklega vera að leita að fótgönguliðum en tók fram að Wagner hefði stórskotalið, skriðdreka og orrustuþotur. Hann sagðist aðallega vilja menn sem myndu sækja fram af mikilli hörku. Það væru þeir sem lifðu frekar af. Hann tók þó fram að ef fangarnir féllu í átökunum í Úkraínu yrðu þeir jarðaðir í heimabæjum sínum eða við kapellu Wagner. Ef þeir lifðu af yrðu þeir frjálsir eftir sex mánuði eða þeir gætu haldið áfram að vinna fyrir Wagner. Rússneski miðillinn Insider segir myndbandið tekið upp í fangelsi nærri borginni Yoshkar-Ola. Eins og áður segir gaf hann föngunum fimm mínútur til að ákveða sig en ekki liggur fyrir hve margir þeirra gengu til liðs við Wagner. Yevgeny Prigozhin í Pétursborg árið 2016. Hann er eftirlýstur af Alríkislögreglu Bandaríkjanna.Getty/Mikhail Svetlov Prigozhin andlit stríðsins Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir að Prigozhin sé að verða nokkurs konar andlit innrásar Rússa í Úkraínu. Vinsælir herbloggarar og aðrir áhrifamenn hafi farið fögrum orðum um auðjöfurinn og aðgerðir Wagner í stríðinu. Nú sé hann að hjálpa til að fjölga hermönnum með öðrum leiðum en herkvaðningu. Stungið hefur verið upp á því að Prigozhin ætti að taka við stöðu varnarmálaráðherra af Sergey Shoigu, sem hefur verið harðlega gagnrýndur af áðurnefndum bloggurum og í rússneskum fjölmiðlum. Þessir bloggarar eru tiltölulega vinsælir í Rússlandi og hafa verið gagnrýnir á stríðsrekstur Rússa. Þeir hafa ekki gagnrýnt að innrásin hafi verið gerð heldur hefur gagnrýni þeirra nánast eingöngu verið á þann veg að Rússar hafi ekki gengið nógu hart fram gegn Úkraínumönnum og að réttast hefði verið að fara í almenna herkvaðningu við upphaf innrásarinnar. Einn vinsæll bloggari sagði nýverið frá því að hann hefði rætt við Prigozhin um stríðið og þykir það til marks um að ráðamenn í Rússlandi séu mögulega að vinna að því að auka áhrif auðjöfursins á kostnað Shoigu. Sprengdu höfuðstöðvar Wagner í Donbas Úkraínumenn gerðu í síðasta mánuði árás á höfuðstöðvar Wagner í austurhluta Úkraínu, eftir að mynd af Prigozhin í höfuðstöðvunum var birt á samfélagsmiðlasíðum sem tengjast málaliðahópnum. Þeir sem tóku og birtu myndina gerðu engar tilraunir til að reyna að fela hvar hún væri tekin og mátti meira að segja sjá heimilisfang á henni. Í fyrstu var talið mögulegt að Prigozhin hefði fallið í árásinni en svo reyndist augljóslega ekki vera. Hafa ekki áhyggjur af mannfalli Rússneski herinn hefur átt í manneklu frá því innrásin hófst. Frá því Rússar hörfuðu frá Kænugarði og byrjuðu að einbeita sér að því að hernema Donbas-svæðið hafa málaliðar Wagner orðið Rússum sífellt mikilvægari. Sjá einnig: Alvarlegir gallar á rússneska hernum Ráðamenn og fjölmiðlar í Rússlandi þvertóku í upphafi innrásarinnar að málaliðar Wagner tækju þátt í átökum í Úkraínu en það breyttist í sumar. Í frétt Wall Street Journal frá því í síðasta mánuði var til að mynda farið yfir það hvernig Úkraínumenn segja að þann árangur sem Rússar náðu á undanförnum mánuðum í Luhansk og Donetsk, sem saman mynda Donbas-svæðið, hafi að mestu mátt rekja til Wagner. Samhliða þeim árangri hafi málaliðar Wagner verið hylltir í rússneskum fjölmiðlum og Prigozhin sjálfur hafi nýverið fengið eina æðstu orðu Rússlands. Wagner hefur opnað fjölmargar ráðningarstöðvar víðsvegar um Rússland og hefur sömuleiðis leitað til fangelsa eftir nýliðum. WSJ vitnar í Igor Girkin, fyrrverandi rússneskan ofursta sem átti virkan þátt í upphafi átakanna í austurhluta Úkraínu árið 2014, og hefur eftir honum að árangur Wagner byggi á því að þeir nái markmiðum sínum án tillits til mannfalls. Girkin lýsti hópnum við Totenkopf-herdeild SS sveita Þýskalands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og gantaðist með að leiðtogar Wagner myndu líta á þá samlíkingu sem hrós. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Vladimír Pútín Fréttaskýringar Tengdar fréttir Vill bregðast við væntanlegri orkukreppu með umfangsmiklum aðgerðum Stríðið í Úkraínu og loftslagsbreytingar hafa haft gríðarleg áhrif í Evrópu og stefnir allt í orkukreppu í vetur. Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins hefur lagt til ýmsar aðgerðir til að bregðast við, þær stærstu muni skila meðlimaríkjum um 140 milljörðum evra. 14. september 2022 19:30 Pútín sjái ekki bjálkann í eigin auga Kanslari Þýskalands segir Pútín neita að átta sig á því að hann hafi gert mistök með innrásinni í Úkraínu. Hann sjái ekki bjálkann í eigin auga og hafi ekki breytt afstöðu sinni að neinu leyti. 14. september 2022 23:35 Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Reuters segist hafa heimildir fyrir því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi hafnað samningi sem aðalsendifullrúi hans í málefnum Úkraínu hafði náð við stjórnvöld í Kænugarði um að Úkraínumenn gengju ekki í Atlantshafsbandalagið. 14. september 2022 07:46 Skipulögðu sóknina með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta Undirbúningur fyrir gagnárásir Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðri og Kharkív-héraði í norðri hefur tekið nokkra mánuði og hafa bæði Bandaríkjamenn og Bretar aðstoðað við hann. Fyrstu ætlanir Úkraínumanna þóttu ekki líklegar til árangurs en þær gerðu ráð fyrir því að eingöngu yrði sótt fram í Kherson. 13. september 2022 15:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent
„Ef þið þjónið í sex mánuði, eru þið frjálsir. Ef þið farið til Úkraínu og ákveðið að þetta sé ekki fyrir ykkur, tökum við ykkur að lífi,“ sagði Prigozhin við fangana og gaf hann þeim fimm mínútur til að ákveða sig. Prigozhin segir föngunum að hann sé að ræða við þá á vegum málaliðafyrirtækisins Wagner og að hann ætti fyrirtækið. Undanfarin ár hefur hann og ríkisstjórn Rússlands þvertekið fyrir að Prigozhin tengist Wagner á nokkurn hátt og að Wagner tengist yfirvöldum í Rússlandi. PMC Wagner Group Evgeny Prigozhin is at a penal colony looking for new assault infantry to join his company. Refers to some of those who served 30 years in prison and died in battle as "heroes". pic.twitter.com/Gp3IOVHuAq— Dmitri (@wartranslated) September 14, 2022 Finna má myndbandið í fullri lengd hér á Telegram. Prigozhin hefur lengi verið talinn fjármagna málaliðahópinn en hann tengist Vladimír Pútín, forseta Rússlands, nánum böndum og hefur um árabil verið kallaður „kokkur Pútíns“. Hann er einnig sagður fjármagna rekstur Internet Research Agency sem er gjarnan þekkt sem tröllaverksmiðja Rússlands. Auðjöfurinn er eftirlýstur í Bandaríkjunum vegna afskipta hans af forsetakosningunum þar 2016. Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Wagner group hefur verið kallaður „Skuggaher Rússlands“ og hefur hópurinn verið virkur í Mið-Austurlöndum og Afríku. Evrópusambandið segir Wagner Group hafa verið stofnað af Dmitry Utkin, fyrrverandi hermanni frá Rússlandi, sem er skreyttur nasista-húðflúrum. Þá er málaliðahópurinn sagður vera kallaður Wagner Group vegna þess að Richard Wagner hafi verið eitt af uppáhalds tónskáldum Adolfs Hitler. Utkin er meðal annars sakaður um að hafa fyrirskipað pyntingu og morð á sýrlenskum liðhlaupa. Sjá einnig: Rússneskur málaliði myndaði aðra pynta, myrða, afhöfða og brenna fanga Prigozhin fæddist í Pétursborg og ólst þar upp en Pútín var um tíma ráðgjafi borgarstjóra þar. Auðjöfurinn sat um tíma í fangelsi í Rússlandi fyrir ýmsa glæpi en slapp árið 1990. Á tíunda áratug síðustu aldar opnaði hann veitingastaði í Pétursborg og þar á meðal veitingastaðinn New Island Reustaurant. Pútín hefur snætt þar með erlendum erindrekum og stjórnmálamönnum eins og Jacques Chirac, fyrrverandi forseta Frakklands, og George W. Bush, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Þá hefur forsetinn haldið upp á afmæli sitt þar minnst einu sinni. Fjármagnaður af ríkinu Í gegnum árin hefur Prigozhin gert umfangsmikla samninga við rússneska ríkið og fæðir hann skólabörn í Moskvu og jafnvel rússneska hermenn. Frá árinu 2012 er talið að Prigozhin hafi gert samninga við ríkið sem verðmetnir eru á minnst 3,1 milljarð dala. Þá hafa einnig borist fregnir af því að Prigozhin sé áhrifamikill í olíuiðnaði Rússland og hann hafi jafnvel fengið prósentu af olíuhagnaði Sýrlands í stað þess að starfsmenn eins fyrirtækis hans hafi verndað olíulindir landsins. Sjá einnig: Hermenn og rússneskir málaliðar tóku hundruð af lífi í Malí Bannað að hörfa, neyta fíkniefna og hafa mök við „hvað sem er“ Auðjöfurinn sagði föngunum að stríðið væri erfitt. Mun erfiðara en stríðið í Téténíu og að mun meiri skotfæri væru notuð en í baráttunni um Stalíngrad í seinni heimsstyrjöldinni. Þá nefni hann þrjár mikilvægar reglur sem fangarnir þyrftu að fara eftir, tækju þeir þá ákvörðun að ganga til liðs við Wagner. Fyrsta reglan er að þeir mega aldrei hörfa undan óvinum þeirra og aldrei gefast upp. Þeir muni fá sérstakar handsprengjur sem þeir eiga að nota til að sprengja sig í loft upp, frekar en að vera handsamaðir. Önnur reglan snýst um að þeir megi ekki neyta áfengis eða fíkniefna í þá sex mánuði sem þeir eru á samningi við Wagner. Samkvæmt þriðju reglunni mega þeir ekki hafa mök við „konur, plöntur, dýr, menn, hvað sem er“ eins og Prigozhin orðaði það samkvæmt þýðingu. Þarf sérstaklega fótgönguliða Prigozhin sagði að meðlimir Wagner þyrftu að vera eldri en 22 ára og að hámarksaldurinn væri um það bil fimmtíu ára en það færi eftir formi viðkomandi manna. Þá væri einnig hægt að ráða menn sem væru yngri en 22 ára en þá þyrfti bréf frá nánustu ættingjum þeirra. Prigozhin sagðist sérstaklega vera að leita að fótgönguliðum en tók fram að Wagner hefði stórskotalið, skriðdreka og orrustuþotur. Hann sagðist aðallega vilja menn sem myndu sækja fram af mikilli hörku. Það væru þeir sem lifðu frekar af. Hann tók þó fram að ef fangarnir féllu í átökunum í Úkraínu yrðu þeir jarðaðir í heimabæjum sínum eða við kapellu Wagner. Ef þeir lifðu af yrðu þeir frjálsir eftir sex mánuði eða þeir gætu haldið áfram að vinna fyrir Wagner. Rússneski miðillinn Insider segir myndbandið tekið upp í fangelsi nærri borginni Yoshkar-Ola. Eins og áður segir gaf hann föngunum fimm mínútur til að ákveða sig en ekki liggur fyrir hve margir þeirra gengu til liðs við Wagner. Yevgeny Prigozhin í Pétursborg árið 2016. Hann er eftirlýstur af Alríkislögreglu Bandaríkjanna.Getty/Mikhail Svetlov Prigozhin andlit stríðsins Bandaríska hugveitan Institute for the study of war segir að Prigozhin sé að verða nokkurs konar andlit innrásar Rússa í Úkraínu. Vinsælir herbloggarar og aðrir áhrifamenn hafi farið fögrum orðum um auðjöfurinn og aðgerðir Wagner í stríðinu. Nú sé hann að hjálpa til að fjölga hermönnum með öðrum leiðum en herkvaðningu. Stungið hefur verið upp á því að Prigozhin ætti að taka við stöðu varnarmálaráðherra af Sergey Shoigu, sem hefur verið harðlega gagnrýndur af áðurnefndum bloggurum og í rússneskum fjölmiðlum. Þessir bloggarar eru tiltölulega vinsælir í Rússlandi og hafa verið gagnrýnir á stríðsrekstur Rússa. Þeir hafa ekki gagnrýnt að innrásin hafi verið gerð heldur hefur gagnrýni þeirra nánast eingöngu verið á þann veg að Rússar hafi ekki gengið nógu hart fram gegn Úkraínumönnum og að réttast hefði verið að fara í almenna herkvaðningu við upphaf innrásarinnar. Einn vinsæll bloggari sagði nýverið frá því að hann hefði rætt við Prigozhin um stríðið og þykir það til marks um að ráðamenn í Rússlandi séu mögulega að vinna að því að auka áhrif auðjöfursins á kostnað Shoigu. Sprengdu höfuðstöðvar Wagner í Donbas Úkraínumenn gerðu í síðasta mánuði árás á höfuðstöðvar Wagner í austurhluta Úkraínu, eftir að mynd af Prigozhin í höfuðstöðvunum var birt á samfélagsmiðlasíðum sem tengjast málaliðahópnum. Þeir sem tóku og birtu myndina gerðu engar tilraunir til að reyna að fela hvar hún væri tekin og mátti meira að segja sjá heimilisfang á henni. Í fyrstu var talið mögulegt að Prigozhin hefði fallið í árásinni en svo reyndist augljóslega ekki vera. Hafa ekki áhyggjur af mannfalli Rússneski herinn hefur átt í manneklu frá því innrásin hófst. Frá því Rússar hörfuðu frá Kænugarði og byrjuðu að einbeita sér að því að hernema Donbas-svæðið hafa málaliðar Wagner orðið Rússum sífellt mikilvægari. Sjá einnig: Alvarlegir gallar á rússneska hernum Ráðamenn og fjölmiðlar í Rússlandi þvertóku í upphafi innrásarinnar að málaliðar Wagner tækju þátt í átökum í Úkraínu en það breyttist í sumar. Í frétt Wall Street Journal frá því í síðasta mánuði var til að mynda farið yfir það hvernig Úkraínumenn segja að þann árangur sem Rússar náðu á undanförnum mánuðum í Luhansk og Donetsk, sem saman mynda Donbas-svæðið, hafi að mestu mátt rekja til Wagner. Samhliða þeim árangri hafi málaliðar Wagner verið hylltir í rússneskum fjölmiðlum og Prigozhin sjálfur hafi nýverið fengið eina æðstu orðu Rússlands. Wagner hefur opnað fjölmargar ráðningarstöðvar víðsvegar um Rússland og hefur sömuleiðis leitað til fangelsa eftir nýliðum. WSJ vitnar í Igor Girkin, fyrrverandi rússneskan ofursta sem átti virkan þátt í upphafi átakanna í austurhluta Úkraínu árið 2014, og hefur eftir honum að árangur Wagner byggi á því að þeir nái markmiðum sínum án tillits til mannfalls. Girkin lýsti hópnum við Totenkopf-herdeild SS sveita Þýskalands á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og gantaðist með að leiðtogar Wagner myndu líta á þá samlíkingu sem hrós.
Vill bregðast við væntanlegri orkukreppu með umfangsmiklum aðgerðum Stríðið í Úkraínu og loftslagsbreytingar hafa haft gríðarleg áhrif í Evrópu og stefnir allt í orkukreppu í vetur. Forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins hefur lagt til ýmsar aðgerðir til að bregðast við, þær stærstu muni skila meðlimaríkjum um 140 milljörðum evra. 14. september 2022 19:30
Pútín sjái ekki bjálkann í eigin auga Kanslari Þýskalands segir Pútín neita að átta sig á því að hann hafi gert mistök með innrásinni í Úkraínu. Hann sjái ekki bjálkann í eigin auga og hafi ekki breytt afstöðu sinni að neinu leyti. 14. september 2022 23:35
Segja Pútín hafa hafnað málamiðlun og stefnt ótrauðan á innlimun Reuters segist hafa heimildir fyrir því að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hafi hafnað samningi sem aðalsendifullrúi hans í málefnum Úkraínu hafði náð við stjórnvöld í Kænugarði um að Úkraínumenn gengju ekki í Atlantshafsbandalagið. 14. september 2022 07:46
Skipulögðu sóknina með aðstoð Bandaríkjamanna og Breta Undirbúningur fyrir gagnárásir Úkraínumanna í Kherson-héraði í suðri og Kharkív-héraði í norðri hefur tekið nokkra mánuði og hafa bæði Bandaríkjamenn og Bretar aðstoðað við hann. Fyrstu ætlanir Úkraínumanna þóttu ekki líklegar til árangurs en þær gerðu ráð fyrir því að eingöngu yrði sótt fram í Kherson. 13. september 2022 15:00