Skoðun

Bergið, headspace. And­leg heilsa unga fólksins

Guðmundur Fylkisson skrifar

Bergið headspace er lágþröskulda og gjaldfrjáls þjónusta sem nú hefur verið veitt í 3 ár. 17.september er dagur Bergsins og munum við fagna þeim degi þar sem stefnt er að hópgöngu 500 einstaklinga, en upp undir 1000 ungmenni hafa sótt þjónustu í Bergið frá stofnun. Að baki Berginu standa félagasamtök um rekstur þess og er reksturinn fjármagnaður með söfnunarfé og framlagi frá ríki og eftir atvikum sveitarfélögum.

Undirritaður er í stjórn Bergsins og hef verið það frá því undirbúningsstjórn að stofnun þess var sett á laggirnar. Í Berginu starfa félagsráðgjafar, sálfræðingur og náms og starfsráðgjafi og taka þeir viðtöl við þjónustuþegana. Ekki þarf að liggja fyrir einhver greining til að koma í þjónustu Bergsins, aðeins þarf að hafa samband og panta tíma. Eins er hægt að koma gangandi inn af götunni en auðvitað er með þessa starfssemi eins og aðra, betra er að fá smá fyrirvara svo hægt sé að undirbúa og skipuleggja. Í upphafi þegar verið var að undirbúa stofnun Bergsins þá voru uppi ákveðnar hugmyndir um hverjir yrðu þjónustuþegar en þegar starfseminn var komin í gang kom í ljós hópur sem ekki hafði verið sérstaklega búist við og er það nokkuð stór hópur. Það er hópur af ungmennum sem eru í námi, eru ekki að glíma við fíkn eða slík vandamál heldur hafa veikt bakland. Þar getur verið um að ræða langveika foreldra eða systkini sem taka alla athygli frá foreldrum. Þar getur verið um að ræða fíknisjúka einstaklinga, þ.e. foreldrar eða systkini, andlega eða líkamlega veik. Ungmennin fá því ekki þann stuðning sem þau þurfa. Þau þurfa að geta talað við einhvern, sem er til í að hlusta og veita ráð, leiðbeina ef þörf er á frekar aðstoð og slíkt. 

17. september n.k. munum við fagna afmæli Bergsins og höfum boðið ungmennum til viðburðar, gleðigöngu sem endar í tónlistarviðburði í Vatnsmýrinni.

#Bunga17, #Bunga1709, #Bunga170922, #Bergið

Höfundur er lögreglumaður og stjórnarmaður í Berginu.




Skoðun

Skoðun

BRCA

Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar

Sjá meira


×