Erlent

Lyga­sjúki þing­maðurinn skilur við eigin­mann sinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Søren Pape Poulsen ásamt Josue Medina Vasquez. Poulsen tilkynnti í morgun að þeir væru að skilja.
Søren Pape Poulsen ásamt Josue Medina Vasquez. Poulsen tilkynnti í morgun að þeir væru að skilja. Getty/Ole Jensen

Formaður danska Íhaldsflokksins, Søren Pape Poulsen, er að skilja við eiginmann sinn Josue Medina Vasquez. Poulsen hefur síðustu ár verið staðinn að ítrekuðum lygum um Vasquez og hét því nýlega að einungis segja sannleikann héðan í frá.

Vísir fjallaði um málefni Poulsen og Vasquez um helgina en þar kom fram að Poulsen hafi meðal annars logið til um að eiginmaður hans væri frændi forseta Dóminíska lýðveldisins en Vasquez er frá Dóminíska lýðveldinu og að Vasquez væri gyðingur.

Ekstra Bladet afsannaði báðar þessar yfirlýsingar Poulsen í síðustu viku og lofaði hann eftir það að segja einungis sannleikann. Hann meira að segja kenndi eiginmanni sínum um og sagði hann hafa sagt sér ósatt.

Í morgun greindi Poulsen svo frá því að þeir væru að skilja. Poulsen er í miðri kosningabaráttu og er forsætisráðherraefni Íhaldsflokksins en talið er að þetta hafi ekki áhrif á líkur hans til að verða næsti forsætisráðherra landsins.

Fjölmiðlafulltrúi Íhaldsflokksins segir að skilnaðurinn sé ekki tengdur afhjúpun Ekstra Bladet.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×