ASÍ hefur lengst af verið vettvangur átaka Heimir Már Pétursson skrifar 14. september 2022 12:09 Drífa Snædal var kjörin forseti ASÍ á þingi sambandsins árið 2018 og tók við af Gylfa Arnbjörnssyni sem mikill styr hafði staðið um nokkur síðustu ár hans í forsetaembætti. Vísir/Vilhelm Sagnfræðingur segir ekki nýtt að átök séu um forystu og stefnu Alþýðusambandsins þótt tiltölulega friðsamt hafi verið innan samtakanna þar til nýverið. Formaður Verkalýðsfélagins Hlífar er vongóður um að sambandið nái vopnum sínum og samstaða náist um nýja forystu á komandi þingi ASÍ. Alþýðusamband Íslands er með allra elstu félagasamtökum á Íslandi, stofnað árið 1916, eða fyrir 106 árum. Drífa Snædal forseti sambandsins sagði af sér embætti nýverið vegna deilna innan hreyfinigarinnar. Framundan er þing sambandsins dagana 10. - 12. október þar sem ný forysta verður kjörin. Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur og dósent í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands skrifaði sögu ASÍ sem kom út í kring um hundrað ára afmæli hreyfingarinnar. Hann segir ekki nýtt að átök séu innan hreyfingarinnar. Sumarliði R. Ísleifsson skrifaði sögu Alþýðusambandsins.ASÍ „Það hafa verið átök um Alþýðusambandið nánast frá upphafi. Sérstaklega þó á fjórða áratugnum á milli kommúnista og jafnaðarmanna,“ segir Sumarliði. Þeim átökum hafi meira og minna lokið þegar bein tengsl milli Alþýðuflokksins og ASÍ voru rofin árið 1940. Fljótlega uppúr seinna stíði hafi átök þó blossað upp aftur á milli sósíalista og jafnaðarmanna og bandamanna þeirra. „Þessi átök standa nánast linnulaust fram á sjöunda áratug síðustu aldar.“ Tekist hafi verið á um stefnu Alþýðusambandsins og hversu hart verklýðshreyfingin ætti að ganga fram. ASÍ er meðal elstu samtaka í landinu stofnuð árið 2016.ASÍ „Svo er þetta bara barátta um völd yfir hreyfingunni. Á fjórða áratugnum er þetta barátta um völd milli hinna róttæku og jafnaðarmanna. Eftir seinni heimsstyrjöld einkennist þetta af átökum kalda stríðsins og er nátengt hörðum deilum á milli stjórnmálaflokka á þessum tíma,“ segir Sumarliði. Átökin nú væru óvenju harkaleg og póluðust um önnur mál en fyrri deilur. Þá væru deilurnar nú óvenju persónulegar. Þrátt fyrir þetta er Eyþór Þ. Árnason formaður Hlífar í Hafnarfirði, sem er með stærri félögum innan ASÍ, bjartsýnn fyrir þing ASÍ í næsta mánuði. Eyþór Þ. Árnason formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði.Facebook síða „Það hafa áður verið ýfingar innan ASÍ en við höfum alltaf náð lendingu. Fyrir þingið get ég ég ekki séð annað en að við erum alla vega ekki á förum úr ASÍ,“ segir formaður Hlífar. En formenn stærstu aðildarfélaganna innan ASÍ þau Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hafa sagt að skoða þyrfti sjálfan tilverugrundvöll Alþýðusambandsins. Ragnar hefur þó sagt að hann íhugi framboð til forseta sambandsinis ef hann skynji stuðning við sig utan VR og Eflingar. Heldur þú að hann njóti stuðnings einmitt utan þessarra tveggja félaga? „Já, já. Ég gæti alveg trúað því að hann eigi stuðning utan þessarra tveggja félaga. Það kæmi mér ekkert á óvart. Hversu víðtækur hann er skal ég ekki segja um,“ segir Eyþór Þ. Árnason. ASÍ Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill sameina ASÍ að baki sér Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, getur hugsað sér að verða næsti forseti Alþýðusambandsins ef vilji er innan aðildarfélaga þess til að sameinast um mikilvæg verkefni. VR íhugar nú alvarlega hvort framtíð þess sé betur borgið utan sambandsins ef ekki næst að sætta ólíkar blokkir þess. 13. september 2022 15:24 Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13 Slær framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa neinn áhuga á bjóða sig fram í forsetaembætti ASÍ. Hún spyr af hverju stéttir verka- og láglaunafólks ættu að vera áfram innan vébanda ASÍ takist ekki að ná fram ákveðnum breytingum á sambandinu. 25. ágúst 2022 09:55 Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ. 19. ágúst 2022 13:46 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Alþýðusamband Íslands er með allra elstu félagasamtökum á Íslandi, stofnað árið 1916, eða fyrir 106 árum. Drífa Snædal forseti sambandsins sagði af sér embætti nýverið vegna deilna innan hreyfinigarinnar. Framundan er þing sambandsins dagana 10. - 12. október þar sem ný forysta verður kjörin. Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur og dósent í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands skrifaði sögu ASÍ sem kom út í kring um hundrað ára afmæli hreyfingarinnar. Hann segir ekki nýtt að átök séu innan hreyfingarinnar. Sumarliði R. Ísleifsson skrifaði sögu Alþýðusambandsins.ASÍ „Það hafa verið átök um Alþýðusambandið nánast frá upphafi. Sérstaklega þó á fjórða áratugnum á milli kommúnista og jafnaðarmanna,“ segir Sumarliði. Þeim átökum hafi meira og minna lokið þegar bein tengsl milli Alþýðuflokksins og ASÍ voru rofin árið 1940. Fljótlega uppúr seinna stíði hafi átök þó blossað upp aftur á milli sósíalista og jafnaðarmanna og bandamanna þeirra. „Þessi átök standa nánast linnulaust fram á sjöunda áratug síðustu aldar.“ Tekist hafi verið á um stefnu Alþýðusambandsins og hversu hart verklýðshreyfingin ætti að ganga fram. ASÍ er meðal elstu samtaka í landinu stofnuð árið 2016.ASÍ „Svo er þetta bara barátta um völd yfir hreyfingunni. Á fjórða áratugnum er þetta barátta um völd milli hinna róttæku og jafnaðarmanna. Eftir seinni heimsstyrjöld einkennist þetta af átökum kalda stríðsins og er nátengt hörðum deilum á milli stjórnmálaflokka á þessum tíma,“ segir Sumarliði. Átökin nú væru óvenju harkaleg og póluðust um önnur mál en fyrri deilur. Þá væru deilurnar nú óvenju persónulegar. Þrátt fyrir þetta er Eyþór Þ. Árnason formaður Hlífar í Hafnarfirði, sem er með stærri félögum innan ASÍ, bjartsýnn fyrir þing ASÍ í næsta mánuði. Eyþór Þ. Árnason formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði.Facebook síða „Það hafa áður verið ýfingar innan ASÍ en við höfum alltaf náð lendingu. Fyrir þingið get ég ég ekki séð annað en að við erum alla vega ekki á förum úr ASÍ,“ segir formaður Hlífar. En formenn stærstu aðildarfélaganna innan ASÍ þau Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hafa sagt að skoða þyrfti sjálfan tilverugrundvöll Alþýðusambandsins. Ragnar hefur þó sagt að hann íhugi framboð til forseta sambandsinis ef hann skynji stuðning við sig utan VR og Eflingar. Heldur þú að hann njóti stuðnings einmitt utan þessarra tveggja félaga? „Já, já. Ég gæti alveg trúað því að hann eigi stuðning utan þessarra tveggja félaga. Það kæmi mér ekkert á óvart. Hversu víðtækur hann er skal ég ekki segja um,“ segir Eyþór Þ. Árnason.
ASÍ Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vill sameina ASÍ að baki sér Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, getur hugsað sér að verða næsti forseti Alþýðusambandsins ef vilji er innan aðildarfélaga þess til að sameinast um mikilvæg verkefni. VR íhugar nú alvarlega hvort framtíð þess sé betur borgið utan sambandsins ef ekki næst að sætta ólíkar blokkir þess. 13. september 2022 15:24 Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13 Slær framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa neinn áhuga á bjóða sig fram í forsetaembætti ASÍ. Hún spyr af hverju stéttir verka- og láglaunafólks ættu að vera áfram innan vébanda ASÍ takist ekki að ná fram ákveðnum breytingum á sambandinu. 25. ágúst 2022 09:55 Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ. 19. ágúst 2022 13:46 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Vill sameina ASÍ að baki sér Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, getur hugsað sér að verða næsti forseti Alþýðusambandsins ef vilji er innan aðildarfélaga þess til að sameinast um mikilvæg verkefni. VR íhugar nú alvarlega hvort framtíð þess sé betur borgið utan sambandsins ef ekki næst að sætta ólíkar blokkir þess. 13. september 2022 15:24
Kristján Þórður býður sig ekki fram til forseta ASÍ Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands og formaður Rafiðnaðarsambandsins, mun ekki bjóða sig fram til forseta Alþýðusambandsins á þingi þess sem fram fer þann 10. til 12. október næstkomandi. 5. september 2022 10:13
Slær framboð til forseta ASÍ alveg út af borðinu Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segist ekki hafa neinn áhuga á bjóða sig fram í forsetaembætti ASÍ. Hún spyr af hverju stéttir verka- og láglaunafólks ættu að vera áfram innan vébanda ASÍ takist ekki að ná fram ákveðnum breytingum á sambandinu. 25. ágúst 2022 09:55
Vill að Ragnar Þór leiði Alþýðusamband Íslands Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ekki í hyggju að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands. Tíminn verði þó að leiða í ljós hvort hann bjóði sig fram til varaforseta sambandsins. Hann vill mjög gjarnan sjá Ragnar Þór Ingólfsson, formann VR, leiða ASÍ. 19. ágúst 2022 13:46