„Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 09:30 Tom Brady og Gisele Bündchen fögnuðu vel þegar Brady og félagar í Tama Bay Buccaneers höfðu landað NFL-meistaratitlinum í febrúar 2021. Getty/Kevin C. Cox Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. Brady hafði lýst því yfir að hann væri hættur í amerískum fótbolta en sneri þeirri ákvörðun í sumar. Gisele ræddi um málið í viðtali við tímaritið Elle en miklar vangaveltur hafa verið í bandarískum fjölmiðlum um hjónabandið eftir að Brady fékk hlé frá æfingum Tamba Bay Buccaneers í ágúst, „til að sinna einkaerindum“. Orðrómur var uppi um að ákvörðun Brady hefði valdið mikilli togstreitu í sambandinu og Gisele viðurkennir að hafa reynt að tala um fyrir eiginmanni sínum. Ofbeldisfull íþrótt og myndi vilja að hann væri meira heima „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur. Þetta er mjög ofbeldisfull íþrótt og ég er með börnin mín og myndi vilja að hann væri meira hjá okkur,“ sagði Gisele en þau Brady hafa verið gift í þrettán ár. Saman eiga þau tvö börn, 9 og 12 ára, auk þess að ala upp 15 ára son Brady úr fyrra sambandi. „Ég hef svo sannarlega átt þessi samtöl við hann aftur og aftur [um þá ákvörðun að halda áfram keppni]. En þegar allt kemur til alls þá þurfa allir að taka þá ákvörðun sem hentar þeim. Hann verður líka að elta það sem veitir honum ánægju,“ sagði Gisele. Gisele Bundchen finally has broken her silence on her husband's decision to return to football this season. #GoBucs pic.twitter.com/p7B8DsJEMW— AS USA (@English_AS) September 14, 2022 Fjölskyldan flutti frá Boston árið 2020, þar sem Brady varð sex sinnum NFL-meistari með New England Patriots, og til Tampa þar sem Brady vann svo sjöunda meistaratitilinn sinn árið 2021 en það er met. Með langan lista af hlutum til að gera Gisele segist hafa notið þess að verja tíma með börnunum sínum, eftir að hafa minnkað við sig í fyrirsætustörfunum, en ítrekar í viðtalinu við Elle að hún eigi sér sína drauma og markmið sem hún vilji enn ná. „Ég er búin að gera mitt með því að standa við bakið á Tom. Ég flutti til Boston og einbeitti mér að því að búa til öruggt og ástríkt umhverfi sem börnin mín gætu alist upp í, og að styðja við hann og hans drauma. Að sjá börnunum mínum vegna vel, og sjá hann ná árangri og því sem hann ætlaði sér á sínum ferli, hefur glatt mig. Á þessum tímapunkti í lífinu finnst mér ég hafa staðið mig vel hvað það varðar. En ég er með langan lista af hlutum sem ég verð að gera, sem ég vil gera. Verandi 42 ára gömul þá finnst mér ég betur tengd því sem ég ætla mér. Mér finnst ég mjög fullnægð, sem móðir og eiginkona, og núna er komið að mér,“ sagði Gisele. NFL Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Brady hafði lýst því yfir að hann væri hættur í amerískum fótbolta en sneri þeirri ákvörðun í sumar. Gisele ræddi um málið í viðtali við tímaritið Elle en miklar vangaveltur hafa verið í bandarískum fjölmiðlum um hjónabandið eftir að Brady fékk hlé frá æfingum Tamba Bay Buccaneers í ágúst, „til að sinna einkaerindum“. Orðrómur var uppi um að ákvörðun Brady hefði valdið mikilli togstreitu í sambandinu og Gisele viðurkennir að hafa reynt að tala um fyrir eiginmanni sínum. Ofbeldisfull íþrótt og myndi vilja að hann væri meira heima „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur. Þetta er mjög ofbeldisfull íþrótt og ég er með börnin mín og myndi vilja að hann væri meira hjá okkur,“ sagði Gisele en þau Brady hafa verið gift í þrettán ár. Saman eiga þau tvö börn, 9 og 12 ára, auk þess að ala upp 15 ára son Brady úr fyrra sambandi. „Ég hef svo sannarlega átt þessi samtöl við hann aftur og aftur [um þá ákvörðun að halda áfram keppni]. En þegar allt kemur til alls þá þurfa allir að taka þá ákvörðun sem hentar þeim. Hann verður líka að elta það sem veitir honum ánægju,“ sagði Gisele. Gisele Bundchen finally has broken her silence on her husband's decision to return to football this season. #GoBucs pic.twitter.com/p7B8DsJEMW— AS USA (@English_AS) September 14, 2022 Fjölskyldan flutti frá Boston árið 2020, þar sem Brady varð sex sinnum NFL-meistari með New England Patriots, og til Tampa þar sem Brady vann svo sjöunda meistaratitilinn sinn árið 2021 en það er met. Með langan lista af hlutum til að gera Gisele segist hafa notið þess að verja tíma með börnunum sínum, eftir að hafa minnkað við sig í fyrirsætustörfunum, en ítrekar í viðtalinu við Elle að hún eigi sér sína drauma og markmið sem hún vilji enn ná. „Ég er búin að gera mitt með því að standa við bakið á Tom. Ég flutti til Boston og einbeitti mér að því að búa til öruggt og ástríkt umhverfi sem börnin mín gætu alist upp í, og að styðja við hann og hans drauma. Að sjá börnunum mínum vegna vel, og sjá hann ná árangri og því sem hann ætlaði sér á sínum ferli, hefur glatt mig. Á þessum tímapunkti í lífinu finnst mér ég hafa staðið mig vel hvað það varðar. En ég er með langan lista af hlutum sem ég verð að gera, sem ég vil gera. Verandi 42 ára gömul þá finnst mér ég betur tengd því sem ég ætla mér. Mér finnst ég mjög fullnægð, sem móðir og eiginkona, og núna er komið að mér,“ sagði Gisele.
NFL Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira