Vill sameina ASÍ að baki sér Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. september 2022 15:24 Ragnar segist ætla að taka endanlega ákvörðun um hvort hann gefi kost á sér sem næsti forseti Alþýðusambandsins næsta fimmtudag. vísir/samsett/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, getur hugsað sér að verða næsti forseti Alþýðusambandsins ef vilji er innan aðildarfélaga þess til að sameinast um mikilvæg verkefni. VR íhugar nú alvarlega hvort framtíð þess sé betur borgið utan sambandsins ef ekki næst að sætta ólíkar blokkir þess. Framtíð Alþýðusambandsins er óljós um þessar mundir eftir gríðarlega stormasamt tímabil sem endaði með afsögn forsetans Drífu Snædal. Stærsta aðildarfélag sambandsins er VR - sem íhugar nú hvort ASÍ sé barn síns tíma, eins og formaðurinn hefur oft velt upp. „Það sem að við höfum verið að ræða í sjálfu sér innan stjórnar VR er bara fyrst og fremst hver aðkoma okkar að Alþýðusambandinu á að vera,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Skorað hefur verið á Ragnar að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Því stendur VR frammi fyrir tveimur meginvalkostum - draga sig út úr sambandinu eða sækjast forystu innan þess. Stjórnin kemur saman til fundar á morgun en Ragnar segist einnig eiga í virku samtali við forystumenn og félaga annarra aðildarfélaga um framtíðina. „Um það hvort að við eigum að rífa þetta eitthvað upp og gera þetta að því afli sem að því var upprunalega ætlað að vera. Hverju það skilar kemur í ljós mjög fljótlega,“ segir Ragnar Þór. Hann segir þetta lykilspurningu. Ef félögin séu tilbúin að fara í alvöru umbótastarf innan ASÍ og gera það að sterku sameinuðu afli geti hann hugsað sér að gefa kost á sér í embættið. „Ef að það er ekki til staðar, hugarfarið í að gera þetta, þá hef ég ekki mikinn áhuga á að eyða miklum tíma í Alþýðusambandið,“ segir Ragnar Þór. „En ef það er vilji til þess, raunverulegur vilji til að rífa þetta upp og gera eitthvað úr þessu, þá get ég alveg hugsað mér að leiða það verkefni en það kemur í ljós mjög fljótlega.“ Hann hefur raunar sett sér tímamörk. Á fimmtudaginn verður hann búinn að taka endanlega ákvörðun um hvort hann ætli fram til forseta eða hvort VR fari aðrar leiðir að sínum markmiðum. Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Framtíð Alþýðusambandsins er óljós um þessar mundir eftir gríðarlega stormasamt tímabil sem endaði með afsögn forsetans Drífu Snædal. Stærsta aðildarfélag sambandsins er VR - sem íhugar nú hvort ASÍ sé barn síns tíma, eins og formaðurinn hefur oft velt upp. „Það sem að við höfum verið að ræða í sjálfu sér innan stjórnar VR er bara fyrst og fremst hver aðkoma okkar að Alþýðusambandinu á að vera,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson. Skorað hefur verið á Ragnar að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Því stendur VR frammi fyrir tveimur meginvalkostum - draga sig út úr sambandinu eða sækjast forystu innan þess. Stjórnin kemur saman til fundar á morgun en Ragnar segist einnig eiga í virku samtali við forystumenn og félaga annarra aðildarfélaga um framtíðina. „Um það hvort að við eigum að rífa þetta eitthvað upp og gera þetta að því afli sem að því var upprunalega ætlað að vera. Hverju það skilar kemur í ljós mjög fljótlega,“ segir Ragnar Þór. Hann segir þetta lykilspurningu. Ef félögin séu tilbúin að fara í alvöru umbótastarf innan ASÍ og gera það að sterku sameinuðu afli geti hann hugsað sér að gefa kost á sér í embættið. „Ef að það er ekki til staðar, hugarfarið í að gera þetta, þá hef ég ekki mikinn áhuga á að eyða miklum tíma í Alþýðusambandið,“ segir Ragnar Þór. „En ef það er vilji til þess, raunverulegur vilji til að rífa þetta upp og gera eitthvað úr þessu, þá get ég alveg hugsað mér að leiða það verkefni en það kemur í ljós mjög fljótlega.“ Hann hefur raunar sett sér tímamörk. Á fimmtudaginn verður hann búinn að taka endanlega ákvörðun um hvort hann ætli fram til forseta eða hvort VR fari aðrar leiðir að sínum markmiðum.
Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira