Erlent

Rapparinn PnB Rock skotinn til bana

Bjarki Sigurðsson skrifar
Fjöldi fólks hefur minnst PnB Rock á samfélagsmiðlum í dag.
Fjöldi fólks hefur minnst PnB Rock á samfélagsmiðlum í dag. Getty/Amy Sussman

Bandaríski rapparinn PnB Rock var í gær skotinn til bana á veitingastað í borginni Los Angeles. Morðingjarnir reyndu að fá skartgripi rapparans áður en þeir skutu hann.

Mennirnir sem skutu PnB Rock tóku skartgripi hans eftir að hafa skotið hann, hlupu út af veitingastaðnum og keyrðu í burtu. Rapparinn Nicki Minaj telur að mennirnir hafi fundið PnB Rock eftir að hann birti mynd af sér á samfélagsmiðlum og líkti atvikinu við morðið á Pop Smoke sem var skotinn til bana árið 2020. Kærasta PnB Rock birti mynd af þeim á veitingastaðnum tuttugu mínútum áður en atvikið átti sér stað.

Fjöldi frægra tónlistarmanna hefur minnst PnB Rock á samfélagsmiðlum eftir morðið, þar á meðal Offset, Drake og Cardi B.

PnB Rock skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 þegar hann gaf út lagið Selfish. Lagið er með yfir 300 milljónir spilana á Spotify og er hans næstvinsælasta lag, á eftir laginu Cross Me sem hann gerði með Ed Sheeran og Chance the Rapper árið 2019.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×