Ég tala ekki gótt Íslensku Michelle Spinei skrifar 13. september 2022 08:30 (English below) Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr). Sem innflytjandi á Íslandi vil ég tala íslensku og tel það vera mikilvægan hlekk í því að aðlagast samfélaginu. En lærdómsferðalagið mitt í gegnum hina íslensku tungu hefur verið hlykkjóttur og grýttur malarvegur fullur af slæmum fallbeygingum. Undanfarið hefur talsvert verið rætt um innflytjendur og íslensku í tengslum við þá. Innflytjendur gætu orðið 50% af vinnuafli Íslands í náinni framtíð og Íslendingar hafa áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu, skiljanlega. Þetta ástand er ekki fullkomið fyrir neinn og ekki heldur bara eitthvað sértækt áhugamál fyrir hina íslensku menntaelítu. Að búa á Íslandi án þess að tala íslensku er meistaranám í höfnun, bæði félagslega og á atvinnumarkaðnum, með enga prófgráðu í sjónmáli. Það sem hefur ef til vill vantað í þetta samtal er sjónarhorn hins fullkomna meðalmennis í tungumálum. Tungumálanema sem leggur sig fram og vill læra, en er þó ekki endilega málfræðinörd. Það hefur tekið mig sex ár að reyna að læra tungumálið. Í brúðkaupum og öðrum boðum hef ég reynt að átta mig á því hvað í ósköpunum fólk er að tala um og ekki geta lagt orð í belg þannig að persónuleiki minn hefur virst vera álíka spennandi og soðin rófa. En það eina sem ég þurfti var tveggja vikna námskeið á Vestfjörðum til að geta sagt að loksins, loksins, gæti ég talað íslensku (nota bene, ekki vel og með hreim). Ég prófaði að læra íslensku áður en ég flutti til landsins. Íslenska er ekki í boði í Duolingo appinu og ég gat ekki nálgast alla dagskrá RÚV í Bandaríkjunum. Þannig ég reyndi í sakleysi mínu að láta tungumálið sýjast inn í hausinn á mér með því að hlusta á íslenskt útvarp á netinu. Ég valdi stöð af handahófi—Útvarp Sögu—og hlustaði á stöðina meðan ég var í vinnunni, blessunarlega ómeðvituð um að fallegu íslensku hljóðin sem ég heyrði voru í raun hatursfullur rógburður fólks gegn innflytjendum. Ég mæli ekki með þessari námsaðferð. Á fyrsta íslenskunámskeiðinu mínu í Reykjavík leið mér eins og kind í réttum. Mér var smalað inn í þröngt herbergi með of mörgum öðrum nemendum sem höfðu mjög ólíka getu. Það sem beið okkar hinum megin við skólastofudyrnar var verra en sá dauði sem býður sauðkindarinnar; það var málfræði, kennd illa og af áhugaleysi og notast var við úrelt kennsluefni. Því miður var ég þó búin að greiða fyrir allt námskeiðið fyrirfram. En þetta snýst í raun og veru ekki um peninga. Þetta snýst um tíma, því tíminn er eins og vatnið, og vatnið er kalt, svona eins og óvæginn yfirmaður sem leyfir þér ekki að skreppa úr vinnunni til að læra tungumálið því að það er aðkallandi deddlæn sem þarf að klárast strax. Eða það sem verra er, þegar þú áttar þig á því að „besta námið“ á landinu, „Íslenska sem annað tungumál“, kennt í Háskóla Íslands, er þriggja ára fullt nám sem kennir þér akademíska íslensku. Þannig að ef þú átt ekki styrktarsjóð, vellauðugan maka, eða gommu af stolinni rafmynt, gangi þér þá vel að framfleyta þér í einu dýrasta landi í heimi. Sem leiðir mig aftur til Vestfjarða. Ég skráði mig á tveggja vikna íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða eftir að fimm ára afmælið mitt á Íslandi kom og fór og samt gat ég ekki einu sinni talað eins og fimm ára barn. Fyrsta kennsludaginn sagði Óli, kennarinn okkar, að skólastofan og Ísafjarðarbær væri „dómhörkulaust svæði,“ og hvatti okkur til að gera mistök. Hann gaf okkur leyfi til að tala ófullkomna íslensku. Hér væri engin þörf á fullkomnunaráráttu, við ætluðum að klúðra og prófa okkur áfram. Hann kenndi okkur málfræði af eldmóði og blandaði henni inn í umræðu um íslenskar kvikmyndir, tónlist, og bókmenntir. Frá morgni til kvölds töluðum við, hlustuðum, lifðum og hrærðumst á íslensku. Við pöntuðum okkur „fjóra stóra bjóra“ á Dokkunni brugghúsi og hlustuðum á Mugison á uppseldum tónleikum. Á „íslensku hraðstefnumóti“ æfðum við okkur að tala við heimamenn sem hvöttu okkur áfram í tungumálaferðalaginu. Innblásin af skiltum í bænum—á kaffihúsunum, í sundlauginni, á bókasafninu—voru merktir staðir fyrir tungumálanemendur til að æfa sig í íslensku. Ég hleypti slæmu íslenskunni minni út í heiminn. Það var nóg til af örlæti á námskeiðinu: Gunna Sigga vaknaði snemma einn morguninn og bjó til pönnukökur fyrir allan bekkinn, Peter svaraði málfræðispurningum okkar með öðrum orðum en „af því bara,“ og Annska fór með okkur í gönguferð um Ísafjörð og kynnti okkur fyrir vestfirskri tónlist. Og já, við hlustuðum á fullt af Bubba. Eftir tvær vikur var ég nógu örugg til að tala íslensku og var innblásin að halda áfram að læra. Ég skil vel að það geti ekki allir stungið af til Vestfjarða í tvær vikur. En hvað annað er í stöðunni? Þar sem ríkisstjórnin er ekkert endilega að flýta sér að búa til heildstæða langtímaáætlun fyrir íslenskunám innflytjenda og verkalýðsforingjar telja þetta nám ekkert sérstakt forgangsmál er ég hrædd um að við gætum þurft á eins og einum góðum frumkvöðli að halda. Íslendingar eru jú vissulega miklir kapítalistar og ættu að sjá þetta sem hinn mesta hvalreka og gullið tækifæri til að græða smá pening. Hinn ídeal kandídati er einhver með reynslu á sviði menntunar/málvísinda eða bara einhver sem hefur lent í því að panta kleinu í bakaríi á íslensku og þurft að skipta yfir á ensku. Og hefur svo í kjölfarið skrifað um þetta atvik á Facebook og hott teik um hver örlög íslenskunnar verði eftir 100 ár. Titill innleggsins gæti t.d. verið Sótt og dauði íslenskunnar. Þannig að þjóðernishyggja hjálpar, stolt af því að vera íslenskur og kannski örlítil feimni við að afhjúpa enskukunnáttu sína. Allt þetta í bland verður hvatning til að koma umfangsmikilli íslenskukennslu í gang í Reykjavík og bæjum um allt Ísland. Nú verðum við að tala um tölur. Það eru yfir 55.000 innflytjendur á Íslandi sem eru 15% íbúanna. Hver veit síðan hversu margir þýskir ferðamenn urðu ástfangnir af Sigur Rós á 10. áratugnum og halda að ef þeir fari á íslenskunámskeið muni þeir loksins skilja hvað í ósköpunum þeir eru eiginlega að syngja um. Við skulum áætla að þessi fjöldi sé nokkur hundruð ferðamenn á ári. Bætum svo nokkrum ríkisstyrkjum í jöfnuna og það lítur út fyrir að þessi frumkvöðull geti farið að kaupa sér Teslu á nó tæm. Samkvæmt Foreign Service Institute tekur það 44 vikur eða 1.100 kennslustundir að læra íslensku. Markmið kennslunnar ætti í öllu falli að vera það að nemendur tali eins fljótt og mögulegt er þann orðaforða sem hentar vinnustað þeirra. Gerum líka ráð fyrir okkur sem vinnum í fullu starfi, eigum fjölskyldur, vinnum vaktavinnu, viljum sambland af staðarnámi og fjarnámi eða viljum námskeið um helgar. Að tala íslensku er ekki það sama og að vera hæfur til að kenna íslensku. Að lokum skal vera hægt að dreifa greiðslum vegna námsins, plís og takk. Þegar ég hugsa aðeins betur út í þetta átta ég mig á því að það er allt of mikla ensku að finna í Reykjavík (alls konar skilti, túristar, o.s.frv.) Þetta er kannski ekki æskilegasti staðurinn fyrir svona yfirgripsmikla tungumálakennslu. Og við þurfum líka að svara spurningunni um lærdómshvatann—hvernig fáum við nýja Íslendinga til að þykja vænt um tungumálið? Hér er því önnur ekta íslensk hugmynd sem tryggir að nemendur séu umkringdir Íslendingum allan sólarhringinn. Íslenskuferð til Tene, já Tenerife! Hvað er Íslenskara en akkúrat það? Pældu aðeins í þessu, fullt af Íslendingum að tala íslensku allan daginn, nóg af D vítamíni úr sólinni og bjórinn gefur sjálfstraustið sem er nauðsynlegt til að komast yfir feimnina við að tala tungumálið. Þessi ferð myndi seljast upp á örfáum mínútum. Sjáðu? Þetta reddast! Vandamálið leyst! Eða við getum bara unnið með hvort öðru: íslenskuneminn sem talar íslensku, þó hún sé ekki fullkomin, og Íslendingurinn sem talar hægt, skýrt og endurtekur ef þörf krefur í stað þess að skipta yfir á ensku. Ég held að það sé ekki til nein ein töfralausn. En eitt er víst, að í augnablikinu erum við að ganga í gegnum stóra breytingu á íslenskri menningu og það er óþægilegt fyrir alla. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur öll að vera þolinmóð og sýna hvort öðru skilning og góðvild. Jæja, ég tala ekki góða íslensku, en áfram með smjörið. Þar sem það er búið að hnoða okkur öll saman í þetta deig—eins og kleinu—getum við allt eins sest niður með kaffibolla og notið tilverunnar saman. Michelle er frá Bandaríkjunum og býr á Íslandi. Yes, I know it’s supposed to be ég tala ekki góða Íslensku. It’s not that I want to mangle this beautiful language every time I open my mouth, it’s just that I’m learning (and I’m getting older, so my brain isn’t nearly as absorbent as it used to be). As an immigrant in Iceland, I want to speak Icelandic and believe it’s an important key for integration into society, but my journey learning the language has been a bumpy road paved with bad declensions. There’s been discussion lately in the news about immigrants learning Icelandic. Immigrants could make up 50% of Iceland’s workforce in the upcoming decades and Icelanders are worried about the state of the Icelandic language, understandably so. This situation isn’t ideal for anyone and it’s not only a matter for the “intellectual elite.” Living in Iceland without speaking Icelandic is a master class in rejection, both socially and in the job market, with no diploma in sight. Perhaps what’s been missing in the conversation is the perspective from a completely average language student, one who has put effort in, but is not a grammar nerd. It’s taken me six years of trying to learn the language and sitting at family gatherings and weddings confused, trying to understand what's being said, and with the personality of a boiled turnip. What finally shifted my mindset was a two week immersion class in the Westfjords so that finally, finally, I can say that I speak Icelandic (nota bene, not well and with an accent). I tried learning Icelandic before moving but it wasn’t offered in Duolingo and I couldn’t access all of RÚV’s programming in the US, so I innocently tried to learn through osmosis with Icelandic radio online. I chose a station at random— Útvarp Saga— and listened while at my job, blissfully unaware that the beautiful sounds of Icelandic being spoken were the hate-filled rantings of people against immigration. I do not recommend this learning method. During my first Icelandic course in Reykjavík, I felt like a sheep during réttir. I arrived wide-eyed and was herded into a cramped room with too many other students of mixed abilities. What waited for us on the other side of the classroom door was worse than death; it was grammar, badly and unenthusiastically taught with outdated materials. Unfortunately I had to pay for the course in full when I signed up. But it’s really not about the money. It’s about the time, because time is like water and water is as cold and unrelenting as a boss who won’t let you take off from work to learn a language when there’s a pressing deadline coming up. Or worse, when you realize that the “best program” in Iceland, the University of Iceland’s ‘Icelandic as a Second Language,’ is a three year, full-time commitment teaching you academic Icelandic so unless you have a trust fund, a wealthy spouse, or hacked crypto funds, good luck supporting yourself in one of the most expensive countries in the world. Which leads me back to the Westfjords. I signed up for Háskólasetur Vestfjarða’s two-week Icelandic immersion program as a Hail Mary pass after my five-year anniversary in Iceland came and went and I couldn’t even communicate like a five-year old. On the first day of the course, our teacher Óli assured us that the classroom, and the town of Ísafjörður, was a judgment-free zone and encouraged us to make mistakes. In short, he gave us permission to speak Icelandic imperfectly. I immediately felt the tension in the room lift. There would be no perfectionism here; we were going to mess up and explore. He taught us grammar with enthusiasm and sandwiched it in between discussions on Icelandic film, music, and literature. From morning until night my classmates and I spoke, listened, and lived in Icelandic. We ordered “fjóra stóra bjóra” at Dokkan Brewery and listened to Mugison at a sold-out concert. On “Icelandic speed dating night,” we practiced speaking with locals who encouraged us on our language journey. Emboldened by signs around town—in cafés, the swimming pool, the library—that marked spots for language learners to practice, I let my bad Icelandic out into the world. What the program had in abundance was generosity: Gunna Sigga woke up early one morning to make the entire class a fresh batch of pancakes, Peter answered our grammar questions with more than “af því bara,” and Annska took us on a walking tour of Ísafjörður and introduced us to the music of the Westfjords. And yes, we listened to lots of Bubbi. After two weeks I was confident enough to speak Icelandic and, more importantly, was inspired to continue learning. But I understand, not everyone can slip away to the Westfjords for two weeks. So what’s the alternative? Since the government is slow in creating a long-range comprehensive plan for learning Icelandic and union leaders aren’t prioritizing it, I’m afraid we might need an entrepreneur (and Icelanders are nothing if not good capitalists) who sees this as a business opportunity. To this hypothetical capitalist, I’ll help you get started: preferably you’re someone with experience in education/linguistics or just someone who tried to order a kleina at a bakery in Icelandic and was forced to speak English, then posted a hot take on Facebook about how the disease and death of the Icelandic language will occur in 100 years. So nationalism helps, and maybe you feel proud of being Icelandic and slightly embarrassed of your English-speaking abilities, which will give you motivation to get immersive and effective Icelandic programs up and running in Reykjavík and in towns throughout Iceland. Now we have to talk numbers. There are over 55,000 immigrants in Iceland making up 15% of the population. Additionally, who knows how many German tourists fell in love with Sigur Rós in the 90’s and think by taking an Icelandic class they will finally understand the song lyrics. Let’s estimate this number to be a few hundred tourists a year. Throw in some government grants and it looks like you’re well on your way to owning a brand-new Tesla in no time. According to the Foreign Service Institute, it takes 44 weeks or 1,100 class hours to learn Icelandic, so do with that what you want, but the goal should be to speak as quickly as possible with relevant vocabulary that fits the workplace. Please remember those of us who work full-time, have families, work in shifts, want a hybrid of online and in-person teaching, and want classes on weekends. Also speaking Icelandic is not the same as being qualified to teach Icelandic. Finally, offer payment options like installment plans, please and thank you. On second thought, since there’s too much English already in Reykjavík (signs, tourists, etc.) it might not be the best place for this type of immersive program. And we have to answer the motivation question—how can we get New Icelanders to truly care about the language? Here’s an idea for an authentic Icelandic program, ensuring students are surrounded 24/7 by Icelanders: develop an immersion course in Tene. Yes, Tenerife. What’s more Icelandic than that? Just think, language, culture, and vitamin D all in one. You’d sell out in minutes. See? Þetta reddast! Problem solved! Or we can just work with each other: an Icelandic language learner agreeing to speak even if not perfectly, and an Icelandic speaker agreeing to communicate slowly, clearly, and repeat if needed instead of switching to English. Because I don’t think there’s just one solution, but I do know that we are going through a culture shift at the moment and it’s awkward for everyone. That’s why it’s so important for us to practice patience, understanding, and kindness with each other. I don’t speak Icelandic well, not yet, but I will with time. Because we’re all knotted in this together— like a kleina—we might as well sit down with a cup of coffee and enjoy it. Michelle is an American living in Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
(English below) Já, ég veit. Það á að segja „ég tala ekki góða íslensku”. Málið er ekki að mig langi til að skrumskæla þetta fallega tungumál í hvert skipti sem ég opna munninn, málið er bara það að ég er að læra (og ég er einnig að eldast þannig að heilinn minn er ekki nærri því jafn skarpur og hann var áður fyrr). Sem innflytjandi á Íslandi vil ég tala íslensku og tel það vera mikilvægan hlekk í því að aðlagast samfélaginu. En lærdómsferðalagið mitt í gegnum hina íslensku tungu hefur verið hlykkjóttur og grýttur malarvegur fullur af slæmum fallbeygingum. Undanfarið hefur talsvert verið rætt um innflytjendur og íslensku í tengslum við þá. Innflytjendur gætu orðið 50% af vinnuafli Íslands í náinni framtíð og Íslendingar hafa áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu, skiljanlega. Þetta ástand er ekki fullkomið fyrir neinn og ekki heldur bara eitthvað sértækt áhugamál fyrir hina íslensku menntaelítu. Að búa á Íslandi án þess að tala íslensku er meistaranám í höfnun, bæði félagslega og á atvinnumarkaðnum, með enga prófgráðu í sjónmáli. Það sem hefur ef til vill vantað í þetta samtal er sjónarhorn hins fullkomna meðalmennis í tungumálum. Tungumálanema sem leggur sig fram og vill læra, en er þó ekki endilega málfræðinörd. Það hefur tekið mig sex ár að reyna að læra tungumálið. Í brúðkaupum og öðrum boðum hef ég reynt að átta mig á því hvað í ósköpunum fólk er að tala um og ekki geta lagt orð í belg þannig að persónuleiki minn hefur virst vera álíka spennandi og soðin rófa. En það eina sem ég þurfti var tveggja vikna námskeið á Vestfjörðum til að geta sagt að loksins, loksins, gæti ég talað íslensku (nota bene, ekki vel og með hreim). Ég prófaði að læra íslensku áður en ég flutti til landsins. Íslenska er ekki í boði í Duolingo appinu og ég gat ekki nálgast alla dagskrá RÚV í Bandaríkjunum. Þannig ég reyndi í sakleysi mínu að láta tungumálið sýjast inn í hausinn á mér með því að hlusta á íslenskt útvarp á netinu. Ég valdi stöð af handahófi—Útvarp Sögu—og hlustaði á stöðina meðan ég var í vinnunni, blessunarlega ómeðvituð um að fallegu íslensku hljóðin sem ég heyrði voru í raun hatursfullur rógburður fólks gegn innflytjendum. Ég mæli ekki með þessari námsaðferð. Á fyrsta íslenskunámskeiðinu mínu í Reykjavík leið mér eins og kind í réttum. Mér var smalað inn í þröngt herbergi með of mörgum öðrum nemendum sem höfðu mjög ólíka getu. Það sem beið okkar hinum megin við skólastofudyrnar var verra en sá dauði sem býður sauðkindarinnar; það var málfræði, kennd illa og af áhugaleysi og notast var við úrelt kennsluefni. Því miður var ég þó búin að greiða fyrir allt námskeiðið fyrirfram. En þetta snýst í raun og veru ekki um peninga. Þetta snýst um tíma, því tíminn er eins og vatnið, og vatnið er kalt, svona eins og óvæginn yfirmaður sem leyfir þér ekki að skreppa úr vinnunni til að læra tungumálið því að það er aðkallandi deddlæn sem þarf að klárast strax. Eða það sem verra er, þegar þú áttar þig á því að „besta námið“ á landinu, „Íslenska sem annað tungumál“, kennt í Háskóla Íslands, er þriggja ára fullt nám sem kennir þér akademíska íslensku. Þannig að ef þú átt ekki styrktarsjóð, vellauðugan maka, eða gommu af stolinni rafmynt, gangi þér þá vel að framfleyta þér í einu dýrasta landi í heimi. Sem leiðir mig aftur til Vestfjarða. Ég skráði mig á tveggja vikna íslenskunámskeið Háskólaseturs Vestfjarða eftir að fimm ára afmælið mitt á Íslandi kom og fór og samt gat ég ekki einu sinni talað eins og fimm ára barn. Fyrsta kennsludaginn sagði Óli, kennarinn okkar, að skólastofan og Ísafjarðarbær væri „dómhörkulaust svæði,“ og hvatti okkur til að gera mistök. Hann gaf okkur leyfi til að tala ófullkomna íslensku. Hér væri engin þörf á fullkomnunaráráttu, við ætluðum að klúðra og prófa okkur áfram. Hann kenndi okkur málfræði af eldmóði og blandaði henni inn í umræðu um íslenskar kvikmyndir, tónlist, og bókmenntir. Frá morgni til kvölds töluðum við, hlustuðum, lifðum og hrærðumst á íslensku. Við pöntuðum okkur „fjóra stóra bjóra“ á Dokkunni brugghúsi og hlustuðum á Mugison á uppseldum tónleikum. Á „íslensku hraðstefnumóti“ æfðum við okkur að tala við heimamenn sem hvöttu okkur áfram í tungumálaferðalaginu. Innblásin af skiltum í bænum—á kaffihúsunum, í sundlauginni, á bókasafninu—voru merktir staðir fyrir tungumálanemendur til að æfa sig í íslensku. Ég hleypti slæmu íslenskunni minni út í heiminn. Það var nóg til af örlæti á námskeiðinu: Gunna Sigga vaknaði snemma einn morguninn og bjó til pönnukökur fyrir allan bekkinn, Peter svaraði málfræðispurningum okkar með öðrum orðum en „af því bara,“ og Annska fór með okkur í gönguferð um Ísafjörð og kynnti okkur fyrir vestfirskri tónlist. Og já, við hlustuðum á fullt af Bubba. Eftir tvær vikur var ég nógu örugg til að tala íslensku og var innblásin að halda áfram að læra. Ég skil vel að það geti ekki allir stungið af til Vestfjarða í tvær vikur. En hvað annað er í stöðunni? Þar sem ríkisstjórnin er ekkert endilega að flýta sér að búa til heildstæða langtímaáætlun fyrir íslenskunám innflytjenda og verkalýðsforingjar telja þetta nám ekkert sérstakt forgangsmál er ég hrædd um að við gætum þurft á eins og einum góðum frumkvöðli að halda. Íslendingar eru jú vissulega miklir kapítalistar og ættu að sjá þetta sem hinn mesta hvalreka og gullið tækifæri til að græða smá pening. Hinn ídeal kandídati er einhver með reynslu á sviði menntunar/málvísinda eða bara einhver sem hefur lent í því að panta kleinu í bakaríi á íslensku og þurft að skipta yfir á ensku. Og hefur svo í kjölfarið skrifað um þetta atvik á Facebook og hott teik um hver örlög íslenskunnar verði eftir 100 ár. Titill innleggsins gæti t.d. verið Sótt og dauði íslenskunnar. Þannig að þjóðernishyggja hjálpar, stolt af því að vera íslenskur og kannski örlítil feimni við að afhjúpa enskukunnáttu sína. Allt þetta í bland verður hvatning til að koma umfangsmikilli íslenskukennslu í gang í Reykjavík og bæjum um allt Ísland. Nú verðum við að tala um tölur. Það eru yfir 55.000 innflytjendur á Íslandi sem eru 15% íbúanna. Hver veit síðan hversu margir þýskir ferðamenn urðu ástfangnir af Sigur Rós á 10. áratugnum og halda að ef þeir fari á íslenskunámskeið muni þeir loksins skilja hvað í ósköpunum þeir eru eiginlega að syngja um. Við skulum áætla að þessi fjöldi sé nokkur hundruð ferðamenn á ári. Bætum svo nokkrum ríkisstyrkjum í jöfnuna og það lítur út fyrir að þessi frumkvöðull geti farið að kaupa sér Teslu á nó tæm. Samkvæmt Foreign Service Institute tekur það 44 vikur eða 1.100 kennslustundir að læra íslensku. Markmið kennslunnar ætti í öllu falli að vera það að nemendur tali eins fljótt og mögulegt er þann orðaforða sem hentar vinnustað þeirra. Gerum líka ráð fyrir okkur sem vinnum í fullu starfi, eigum fjölskyldur, vinnum vaktavinnu, viljum sambland af staðarnámi og fjarnámi eða viljum námskeið um helgar. Að tala íslensku er ekki það sama og að vera hæfur til að kenna íslensku. Að lokum skal vera hægt að dreifa greiðslum vegna námsins, plís og takk. Þegar ég hugsa aðeins betur út í þetta átta ég mig á því að það er allt of mikla ensku að finna í Reykjavík (alls konar skilti, túristar, o.s.frv.) Þetta er kannski ekki æskilegasti staðurinn fyrir svona yfirgripsmikla tungumálakennslu. Og við þurfum líka að svara spurningunni um lærdómshvatann—hvernig fáum við nýja Íslendinga til að þykja vænt um tungumálið? Hér er því önnur ekta íslensk hugmynd sem tryggir að nemendur séu umkringdir Íslendingum allan sólarhringinn. Íslenskuferð til Tene, já Tenerife! Hvað er Íslenskara en akkúrat það? Pældu aðeins í þessu, fullt af Íslendingum að tala íslensku allan daginn, nóg af D vítamíni úr sólinni og bjórinn gefur sjálfstraustið sem er nauðsynlegt til að komast yfir feimnina við að tala tungumálið. Þessi ferð myndi seljast upp á örfáum mínútum. Sjáðu? Þetta reddast! Vandamálið leyst! Eða við getum bara unnið með hvort öðru: íslenskuneminn sem talar íslensku, þó hún sé ekki fullkomin, og Íslendingurinn sem talar hægt, skýrt og endurtekur ef þörf krefur í stað þess að skipta yfir á ensku. Ég held að það sé ekki til nein ein töfralausn. En eitt er víst, að í augnablikinu erum við að ganga í gegnum stóra breytingu á íslenskri menningu og það er óþægilegt fyrir alla. Þess vegna er svo mikilvægt fyrir okkur öll að vera þolinmóð og sýna hvort öðru skilning og góðvild. Jæja, ég tala ekki góða íslensku, en áfram með smjörið. Þar sem það er búið að hnoða okkur öll saman í þetta deig—eins og kleinu—getum við allt eins sest niður með kaffibolla og notið tilverunnar saman. Michelle er frá Bandaríkjunum og býr á Íslandi. Yes, I know it’s supposed to be ég tala ekki góða Íslensku. It’s not that I want to mangle this beautiful language every time I open my mouth, it’s just that I’m learning (and I’m getting older, so my brain isn’t nearly as absorbent as it used to be). As an immigrant in Iceland, I want to speak Icelandic and believe it’s an important key for integration into society, but my journey learning the language has been a bumpy road paved with bad declensions. There’s been discussion lately in the news about immigrants learning Icelandic. Immigrants could make up 50% of Iceland’s workforce in the upcoming decades and Icelanders are worried about the state of the Icelandic language, understandably so. This situation isn’t ideal for anyone and it’s not only a matter for the “intellectual elite.” Living in Iceland without speaking Icelandic is a master class in rejection, both socially and in the job market, with no diploma in sight. Perhaps what’s been missing in the conversation is the perspective from a completely average language student, one who has put effort in, but is not a grammar nerd. It’s taken me six years of trying to learn the language and sitting at family gatherings and weddings confused, trying to understand what's being said, and with the personality of a boiled turnip. What finally shifted my mindset was a two week immersion class in the Westfjords so that finally, finally, I can say that I speak Icelandic (nota bene, not well and with an accent). I tried learning Icelandic before moving but it wasn’t offered in Duolingo and I couldn’t access all of RÚV’s programming in the US, so I innocently tried to learn through osmosis with Icelandic radio online. I chose a station at random— Útvarp Saga— and listened while at my job, blissfully unaware that the beautiful sounds of Icelandic being spoken were the hate-filled rantings of people against immigration. I do not recommend this learning method. During my first Icelandic course in Reykjavík, I felt like a sheep during réttir. I arrived wide-eyed and was herded into a cramped room with too many other students of mixed abilities. What waited for us on the other side of the classroom door was worse than death; it was grammar, badly and unenthusiastically taught with outdated materials. Unfortunately I had to pay for the course in full when I signed up. But it’s really not about the money. It’s about the time, because time is like water and water is as cold and unrelenting as a boss who won’t let you take off from work to learn a language when there’s a pressing deadline coming up. Or worse, when you realize that the “best program” in Iceland, the University of Iceland’s ‘Icelandic as a Second Language,’ is a three year, full-time commitment teaching you academic Icelandic so unless you have a trust fund, a wealthy spouse, or hacked crypto funds, good luck supporting yourself in one of the most expensive countries in the world. Which leads me back to the Westfjords. I signed up for Háskólasetur Vestfjarða’s two-week Icelandic immersion program as a Hail Mary pass after my five-year anniversary in Iceland came and went and I couldn’t even communicate like a five-year old. On the first day of the course, our teacher Óli assured us that the classroom, and the town of Ísafjörður, was a judgment-free zone and encouraged us to make mistakes. In short, he gave us permission to speak Icelandic imperfectly. I immediately felt the tension in the room lift. There would be no perfectionism here; we were going to mess up and explore. He taught us grammar with enthusiasm and sandwiched it in between discussions on Icelandic film, music, and literature. From morning until night my classmates and I spoke, listened, and lived in Icelandic. We ordered “fjóra stóra bjóra” at Dokkan Brewery and listened to Mugison at a sold-out concert. On “Icelandic speed dating night,” we practiced speaking with locals who encouraged us on our language journey. Emboldened by signs around town—in cafés, the swimming pool, the library—that marked spots for language learners to practice, I let my bad Icelandic out into the world. What the program had in abundance was generosity: Gunna Sigga woke up early one morning to make the entire class a fresh batch of pancakes, Peter answered our grammar questions with more than “af því bara,” and Annska took us on a walking tour of Ísafjörður and introduced us to the music of the Westfjords. And yes, we listened to lots of Bubbi. After two weeks I was confident enough to speak Icelandic and, more importantly, was inspired to continue learning. But I understand, not everyone can slip away to the Westfjords for two weeks. So what’s the alternative? Since the government is slow in creating a long-range comprehensive plan for learning Icelandic and union leaders aren’t prioritizing it, I’m afraid we might need an entrepreneur (and Icelanders are nothing if not good capitalists) who sees this as a business opportunity. To this hypothetical capitalist, I’ll help you get started: preferably you’re someone with experience in education/linguistics or just someone who tried to order a kleina at a bakery in Icelandic and was forced to speak English, then posted a hot take on Facebook about how the disease and death of the Icelandic language will occur in 100 years. So nationalism helps, and maybe you feel proud of being Icelandic and slightly embarrassed of your English-speaking abilities, which will give you motivation to get immersive and effective Icelandic programs up and running in Reykjavík and in towns throughout Iceland. Now we have to talk numbers. There are over 55,000 immigrants in Iceland making up 15% of the population. Additionally, who knows how many German tourists fell in love with Sigur Rós in the 90’s and think by taking an Icelandic class they will finally understand the song lyrics. Let’s estimate this number to be a few hundred tourists a year. Throw in some government grants and it looks like you’re well on your way to owning a brand-new Tesla in no time. According to the Foreign Service Institute, it takes 44 weeks or 1,100 class hours to learn Icelandic, so do with that what you want, but the goal should be to speak as quickly as possible with relevant vocabulary that fits the workplace. Please remember those of us who work full-time, have families, work in shifts, want a hybrid of online and in-person teaching, and want classes on weekends. Also speaking Icelandic is not the same as being qualified to teach Icelandic. Finally, offer payment options like installment plans, please and thank you. On second thought, since there’s too much English already in Reykjavík (signs, tourists, etc.) it might not be the best place for this type of immersive program. And we have to answer the motivation question—how can we get New Icelanders to truly care about the language? Here’s an idea for an authentic Icelandic program, ensuring students are surrounded 24/7 by Icelanders: develop an immersion course in Tene. Yes, Tenerife. What’s more Icelandic than that? Just think, language, culture, and vitamin D all in one. You’d sell out in minutes. See? Þetta reddast! Problem solved! Or we can just work with each other: an Icelandic language learner agreeing to speak even if not perfectly, and an Icelandic speaker agreeing to communicate slowly, clearly, and repeat if needed instead of switching to English. Because I don’t think there’s just one solution, but I do know that we are going through a culture shift at the moment and it’s awkward for everyone. That’s why it’s so important for us to practice patience, understanding, and kindness with each other. I don’t speak Icelandic well, not yet, but I will with time. Because we’re all knotted in this together— like a kleina—we might as well sit down with a cup of coffee and enjoy it. Michelle is an American living in Iceland.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar