„Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð?“ Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2022 08:30 Jónatan Magnússon missti af fyrsta leik KA á tímabilinu. VÍSIR/VILHELM Í Seinni bylgjunni eftir fyrstu umferð Olís-deildar karla í handbolta var það gagnrýnt að aðalþjálfari KA síðustu ár, Jónatan Magnússon, skyldi missa af fyrsta leik tímabilsins vegna árshátíðarferðar. Guðlaugur Arnarsson, sem kom inn í þjálfarateymi KA í sumar, stýrði liðinu í tapinu gegn Haukum síðasta föstudagskvöld en þar var Jónatan hvergi sjáanlegur. „Við náttúrulega elskum Jónatan Magnússon, hann er frábær gaur og allt það, en hann er í Berlín í árshátíðarferð með konunni sinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, og spurði þá Theodór Inga Pálmason og Arnar Daða Arnarsson hvað þeim þætti um það. „Þetta er örugglega ekkert sem kom upp í síðustu viku. Þetta var örugglega rætt í vor og er búið að liggja fyrir lengi. En við erum með deild hérna sem við erum að reyna að stækka og bæta standardinn á, og þjálfarar eiga bara að vera í leikjum nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og aðkallandi,“ sagði Theodór. „Nema að þeir séu í leikbönnum,“ skaut Arnar Daði inn í en hann lauk síðasta tímabili á að fá þriggja leikja bann fyrir ummæli í viðtali eftir leik. Theodór hélt áfram: „Hann [Jónatan] er með tuttugu manna leikmannahóp. Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð með vinnunni eða skólanum og myndu missa af leikjum? Þú þarft að setja ákveðið fordæmi fyrir leikmannahópinn þinn. Mér finnst þetta í besta falli óheppilegt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Jónatan og KA Stefán Árni rifjaði þá upp að Ívar Ásgrímsson, þáverandi þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, hefði á sínum tíma misst af mikilvægum leik vegna skíðaferðar. „Það varð allt vitlaust þá. En þetta er í fyrstu umferð. Kannski aðeins afsláttur þá,“ sagði Stefán. „Já, og það er spurning hvort að þessi leikur hefði getað spilast í gær [síðasta fimmtudag] og hann svo farið út í dag [föstudag]? Maður veit það ekki,“ bætti Arnar Daði við en Theodór ítrekaði að málið væri óheppilegt: „Það kemur móment í leiknum þar sem Guðlaugur Arnarsson viðurkennir að hann hafi verið of seinn að grípa inn í. Ef að Jónatan hefði verið á bekknum, hefði þá verið gripið fyrr inn í? Þetta opnar á svona „ef og hefði“ spurningar.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Guðlaugur Arnarsson, sem kom inn í þjálfarateymi KA í sumar, stýrði liðinu í tapinu gegn Haukum síðasta föstudagskvöld en þar var Jónatan hvergi sjáanlegur. „Við náttúrulega elskum Jónatan Magnússon, hann er frábær gaur og allt það, en hann er í Berlín í árshátíðarferð með konunni sinni,“ sagði Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, og spurði þá Theodór Inga Pálmason og Arnar Daða Arnarsson hvað þeim þætti um það. „Þetta er örugglega ekkert sem kom upp í síðustu viku. Þetta var örugglega rætt í vor og er búið að liggja fyrir lengi. En við erum með deild hérna sem við erum að reyna að stækka og bæta standardinn á, og þjálfarar eiga bara að vera í leikjum nema að það sé eitthvað mjög sérstakt og aðkallandi,“ sagði Theodór. „Nema að þeir séu í leikbönnum,“ skaut Arnar Daði inn í en hann lauk síðasta tímabili á að fá þriggja leikja bann fyrir ummæli í viðtali eftir leik. Theodór hélt áfram: „Hann [Jónatan] er með tuttugu manna leikmannahóp. Hvað myndi hann segja ef það væru alltaf einn til tveir í árshátíðarferð með vinnunni eða skólanum og myndu missa af leikjum? Þú þarft að setja ákveðið fordæmi fyrir leikmannahópinn þinn. Mér finnst þetta í besta falli óheppilegt.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Jónatan og KA Stefán Árni rifjaði þá upp að Ívar Ásgrímsson, þáverandi þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta, hefði á sínum tíma misst af mikilvægum leik vegna skíðaferðar. „Það varð allt vitlaust þá. En þetta er í fyrstu umferð. Kannski aðeins afsláttur þá,“ sagði Stefán. „Já, og það er spurning hvort að þessi leikur hefði getað spilast í gær [síðasta fimmtudag] og hann svo farið út í dag [föstudag]? Maður veit það ekki,“ bætti Arnar Daði við en Theodór ítrekaði að málið væri óheppilegt: „Það kemur móment í leiknum þar sem Guðlaugur Arnarsson viðurkennir að hann hafi verið of seinn að grípa inn í. Ef að Jónatan hefði verið á bekknum, hefði þá verið gripið fyrr inn í? Þetta opnar á svona „ef og hefði“ spurningar.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla KA Seinni bylgjan Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira