Olís-spá kvenna 2022-23: Vantar nýtt krydd í kássuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. september 2022 10:01 Elísabet Gunnarsdóttir er einn af reynsluboltunum í liði Stjörnunnar. vísir/hulda margrét Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og Garðbæingar fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum í röð og unnið tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla hafa síðustu ár verið tíðindalítil hjá Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkan mannskap hafa hlutirnir ekki smollið og Garðbæingar hafa ekki gert atlögu að titlum undanfarin ár. Því miður fyrir stuðningsmenn Stjörnunni er ekki líklegt að það breytist í vetur. Hópurinn er reyndur og vel skipaður með nóg af leikmönnum sem hafa spilað með landsliðinu og erlendis en það vantar eitthvað ferskt, eitthvað nýtt krydd til að búa til lystuga kássu. Ef til vill hefði Stjarnan þurft að fá unga, hungraða og hugaða leikmenn sem gætu vakið liðið upp af værum blundi. Stjarnan er með alltof góðan mannskap til að missa af úrslitakeppninni en ekki nógu góðan til að geta strítt þremur bestu liðum landsins sem virðast vera í sérflokki. Líklegast er að framundan sé enn eitt meðalmennskutímabilið í Garðabænum. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit Lykilmaðurinn Eva Björk Davíðsdóttir (til vinstri) er öflug á báðum endum vallarins.vísir/hulda margrét Eva Björk Davíðsdóttir kom til Stjörnunnar 2020 ásamt góðvinkonu sinni Helenu Rut Örvarsdóttur eftir dvöl erlendis í atvinnumennsku. Hún hefur verið besti leikmaður Garðbæinga síðan þá og var sérstaklega góð fyrsta tímabilið sitt hjá Stjörnunni þegar hún var næstmarkahæst í Olís-deildinni. Stjörnukonur hafa endað í 5. sæti bæði tímabilin eftir að Eva Björk og Helena komu heim en þær vilja vafalaust hífa liðið ofar í töfluna. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Eva Dís Sigurðardóttir er eini leikmaðurinn sem Stjarnan fékk fyrir tímabilið. Þessi efnilegi markvörður fékk alvöru eldskírn með Aftureldingu á síðasta tímabili og býr eflaust af þeirri reynslu þótt ekkert hafi gengið hjá Mosfellingum. Eftir misjafna markvörslu um nokkurra ára skeið átti Darija Zecevic góða innkomu í mark Stjörnunnar á síðasta tímabili og markvarslan í vetur ætti ekki að vera síðri með þær Evu Dís að skipta mínútunum á milli sín. Olís-deild kvenna Stjarnan Garðabær Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna en keppni í deildinni hefst fimmtudaginn 15. september. Íþróttadeild spáir Stjörnunni 4. sæti Olís-deildar kvenna í vetur og Garðbæingar fari upp um eitt sæti frá síðasta tímabili. Eftir að hafa komist í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum í röð og unnið tvo bikarmeistaratitla og tvo deildarmeistaratitla hafa síðustu ár verið tíðindalítil hjá Stjörnunni. Þrátt fyrir að vera með nokkuð sterkan mannskap hafa hlutirnir ekki smollið og Garðbæingar hafa ekki gert atlögu að titlum undanfarin ár. Því miður fyrir stuðningsmenn Stjörnunni er ekki líklegt að það breytist í vetur. Hópurinn er reyndur og vel skipaður með nóg af leikmönnum sem hafa spilað með landsliðinu og erlendis en það vantar eitthvað ferskt, eitthvað nýtt krydd til að búa til lystuga kássu. Ef til vill hefði Stjarnan þurft að fá unga, hungraða og hugaða leikmenn sem gætu vakið liðið upp af værum blundi. Stjarnan er með alltof góðan mannskap til að missa af úrslitakeppninni en ekki nógu góðan til að geta strítt þremur bestu liðum landsins sem virðast vera í sérflokki. Líklegast er að framundan sé enn eitt meðalmennskutímabilið í Garðabænum. Gengi Stjörnunnar undanfarinn áratug 2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit Lykilmaðurinn Eva Björk Davíðsdóttir (til vinstri) er öflug á báðum endum vallarins.vísir/hulda margrét Eva Björk Davíðsdóttir kom til Stjörnunnar 2020 ásamt góðvinkonu sinni Helenu Rut Örvarsdóttur eftir dvöl erlendis í atvinnumennsku. Hún hefur verið besti leikmaður Garðbæinga síðan þá og var sérstaklega góð fyrsta tímabilið sitt hjá Stjörnunni þegar hún var næstmarkahæst í Olís-deildinni. Stjörnukonur hafa endað í 5. sæti bæði tímabilin eftir að Eva Björk og Helena komu heim en þær vilja vafalaust hífa liðið ofar í töfluna. Félagaskiptamarkaðurinn Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C Fylgist með Eva Dís Sigurðardóttir er eini leikmaðurinn sem Stjarnan fékk fyrir tímabilið. Þessi efnilegi markvörður fékk alvöru eldskírn með Aftureldingu á síðasta tímabili og býr eflaust af þeirri reynslu þótt ekkert hafi gengið hjá Mosfellingum. Eftir misjafna markvörslu um nokkurra ára skeið átti Darija Zecevic góða innkomu í mark Stjörnunnar á síðasta tímabili og markvarslan í vetur ætti ekki að vera síðri með þær Evu Dís að skipta mínútunum á milli sín.
2021-22: 5. sæti+átta liða úrslit 2020-21: 5. sæti+átta liða úrslit 2019-20: 3. sæti 2018-19: 6. sæti 2017-18: 5. sæti 2016-17: Deildarmeistari+úrslit+bikarmeistarar 2015-16: 4. sæti+úrslit+bikarmeistarar 2014-15: 3. sæti+úrslit 2013-14: Deildarmeistari+úrslit+bikarúrslit 2012-13: 4. sæti+úrslit
Komnar: Eva Dís Sigurðardóttir frá Aftureldingu Farnar: Sonja Lind Sigsteinsdóttir til Hauka Sigrún Ása Ásgrímsdóttir til ÍR Katla María Magnúsdóttir til Selfoss Ásthildur Bertha Bjarkadóttir til ÍR Markaðseinkunn (A-C): C
Olís-deild kvenna Stjarnan Garðabær Tengdar fréttir Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01 Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00 Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Olís-spá kvenna 2022-23: Treysta á heilaga Rut sem aldrei fyrr Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA/Þór 5. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 12. september 2022 10:01
Olís-spá kvenna 2022-23: Svigrúm fyrir vaxtaverki Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Haukum 6. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 11. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Hanga á horriminni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 7. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 10. september 2022 10:00
Olís-spá kvenna 2022-23: Áskriftinni sagt upp Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir HK 8. sæti Olís-deildar kvenna í vetur. 9. september 2022 10:00
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti