Bíó og sjónvarp

Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fjölmargar myndir úr smiðju Disney eru á leiðinni næstu misserin.
Fjölmargar myndir úr smiðju Disney eru á leiðinni næstu misserin. Vísir

Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt.

Disney kynnti í gær það efni sem er væntanlegt frá Disney sjálfu. Þá var væntanlegt efni frá Lucasfilm, sem framleiðir meðal annars Star Wars, og Marvel einnig kynnt. 

Hókus Pókus 2

Fyrsta stiklan fyrir framhaldsmynd Hókus Pókus var frumsýnd og fjallar um þrjár nornir sem lifðu af nornaveiðarnar í Salem. Myndin kemur á streymisveituna Disney+ 30. september næstkomandi. Bette Midler, Sarah Jessica Parker og Kathy Najimy snúa aftur sem nornirnar Winifred, Mary og Sarah Sanderson.

Pétur Pan og Vanda

Disney tilkynnti að kvikmynd um Pétur Pan og Vöndu sé væntanleg einhvern tíma á næsta ári. Jude Law mun fara með hlutverk Kafteins Króks í myndinni. 

Walt Disney Pictures

Múfasa: Konungur ljónanna

Kvikmyndin fjallar um Múfasa og gerist fyrir atburðina í Konungi ljónanna. Barry Jenkins leikstýrir myndinni en hann gerði það gott með myndinni Moonlight, sem hann hlaut Óskarstilnefningu fyrir. Fátt annað var tilkynnt um myndina en fram kom þó að Billy Eichner og Seth Rogen muni snúa aftur sem Tímon og Púmba. 

Litla hafmeyjan

Fyrsta stiklan fyrir leiknu kvikmyndina Litlu hafmeyjuna var frumsýnd í gær. Um er að ræða örstiklu þar sem við fáum að sjá Halle Bailey í fyrsta sinn í hlutverki Aríel og heyrum brot úr laginu Allt annað líf.

Inside Out 2

Já, við fáum að sjá Riley og hennar gríðarlega flóknu tilfinningar aftur á skjánum þegar framhaldsmynd Inside Out kemur út sumarið 2024. Framhaldsmyndin fjallar um Riley á unglingsárunum. 

Fleira sem er á leiðinni

Við fengum að sjá fyrsta kynningarplaggatið fyrir myndina Elemental sem kemur í bíó 16. júní á næsta ári. Myndin fjallar um frumefnin, þar á meðal eldstúlkuna Ember og vatnsstrákinn Wade sem verða ástfangin þrátt fyrir ólík eðli þeirra og ómöguleikann á að þau geti verið saman. Leah Lewis mun fara með hlutverk Ember og Mamoudou Athie leikur Wade. 

Úr smiðju Pixar kemur teiknimyndin Elio sem fylgir ungum dreng sem hefur verið útskúfaður úr samfélaginu en verður skyndilega sendiherra jarðarinnar gagnvart geimsamfélaginu. America Ferrera mun leika móður Elio. Myndin kemur út vorið 2024. 

Pixar

Þá er myndin IWÁJÚ væntanleg en hún er samstarfsverkefni Disney og fjölþjóðlega afríska teiknimyndaframleiðandans Kugali. Myndin gerist í ævintýralegri útgáfu af Lagos í Nígeríu. Myndin lendir á streymisveitu Disney+ einhvern tíma á næsta ári. 

Walt Disney Animation

Strange World kemur í bíó 23. nóvember næstkomandi og fjallar um ferðalag margslunginnar fjölskyldu um geiminn. 

Walt Disney Animation

Þá er myndin Wish væntanleg frá Disney en hún fjallar um stúlkuna Asha sem biður til óskastjörnu og fær það sem hún vill... eða kannski aðeins  meira en það. Stjarnan, sem reynist alger óþekktarormur, kemur niður af himnum og reynir að hjálpa Ashu að fá ósk sína uppfyllta. 

Walt Disney Animation

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×