Fótbolti

Fyrrum markahrókur Man Utd með afleita vítanýtingu í MLS

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Chicharito.
Chicharito. vísir/Getty

Mexíkóski markahrókurinn Javier Hernandez, jafnan kallaður Chicharito, hefur verið í vandræðum á vítapunktinum síðan hann gekk í raðir Los Angeles Galaxy.

Þessi 34 ára gamli framherji minnti rækilega á sig á dögunum þegar hann átti afar dapra tilraun til þess að skora með svokallaðri Panenka-spyrnu sem fór eins illa og mögulegt var eins og sjá má hér fyrir neðan.

Í gær fékk Chicarito svo aftur tækifærið á vítapunktinum en lét verja frá sér vítaspyrnu í 1-1 jafntefli LA Galaxy gegn Nashville.

Frá því kappinn gekk í raðir LA Galaxy árið 2020 hefur hann aðeins skorað fjórum sinnum af vítapunktinum í níu tilraunum.

Í leiknum gegn Nashville í gær fékk LA Galaxy aðra vítaspyrnu og fór þá spænski miðjumaðurinn Riqui Puig á punktinn og skoraði og má ætla að Chicharito þurfi að bíða eitthvað eftir því að fá aftur tækifærið á vítapunktinum.

Þrátt fyrir vandræðin á vítapunktinum hefur Chicharito þó  skilað sínu þegar kemur að markaskorun en hann hefur gert 34 mörk í 62 leikjum fyrir LA Galaxy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×