Volkswagen rafbílar frá Kína án ábyrgðar og ekki þjónustaðir Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 10. september 2022 07:00 Volkswagen ID. bílar frá Kína eru ekki í ábyrgð í Evrópu. Þar að auki geta umboðsaðilar ekki þjónusta þá bíla. Vísir/EPA Borið hefur á því að Volkswagen ID. bifreiðar hafi verið fluttar til Evrópu án aðkomu viðurkenndra umboðsaðila Volkswagen og gangi þar kaupum og sölum. Umræddum Volkswagen ID. bifreiðum fylgir ekki alþjóðleg verksmiðjuábyrgð þrátt fyrir villandi fullyrðingar viðkomandi söluaðila. Að auki geta viðurkenndir sölu- og þjónustuaðilar í Evrópu ekki sinnt þjónustu og viðhaldi, þar með töldum ábyrgðaviðgerðum og öryggisinnköllunum. Fréttin er unnin upp úr fréttatilkynningu frá Volkswagen vegna málsins. Volkswagen AG vekur athygli á að Volkswagen ID. bifreiðar sem framleiddar eru í Kína hafa verið fluttar inn á evrópska markaði framhjá viðurkenndum umboðsaðilum Volkswagen. Ennfremur geta Volkswagen AG og vottuð umboð ekki útvegað viðurkennda varahluti fyrir bifreiðar sem eingöngu eru seldar í Kína eins og Volkswagen ID.6. Mögulegir kaupendur þessara bifreiða eftir óviðurkenndum leiðum, ættu því að hafa í huga að ekki er hægt að þjónusta bifreiðarnar, framkvæma ábyrgðaviðgerðir eða útvega varahluti. Bifreiðarnar eru með hugbúnaði sem ætlaður er öðrum markaði. Umræddar ID. bifreiðar eru eingöngu framleiddar fyrir kínverskan markað og eru ekki sambærilegar bifreiðum sem framleiddar eru fyrir aðra markaði, uppfylla ekki sérevrópskar kröfur og hafa hvorki evrópska gerðarviðurkenningu né samræmisvottorð (CoC). Samband Volkswagen og viðurkenndra umboðsaðila við eigendur Volkswagen bifreiða skiptir okkur öllu máli. Því hvetjum við mögulega kaupendur Volkswagen ID. bifreiða eindregið til að sýna ítrustu varkárni og ígrunda vandlega kaup af óviðurkenndum söluaðilum. Við mælum með því að viðskiptavinir heimsæki viðurkennda söluaðila til að kynna sér nýjasta úrval Volkswagen bifreiða, sem raunverulega uppfylla kröfur evrópska markaðarins og staðfestur ábyrgðar- og þjónustustuðningur fylgir. Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent
Fréttin er unnin upp úr fréttatilkynningu frá Volkswagen vegna málsins. Volkswagen AG vekur athygli á að Volkswagen ID. bifreiðar sem framleiddar eru í Kína hafa verið fluttar inn á evrópska markaði framhjá viðurkenndum umboðsaðilum Volkswagen. Ennfremur geta Volkswagen AG og vottuð umboð ekki útvegað viðurkennda varahluti fyrir bifreiðar sem eingöngu eru seldar í Kína eins og Volkswagen ID.6. Mögulegir kaupendur þessara bifreiða eftir óviðurkenndum leiðum, ættu því að hafa í huga að ekki er hægt að þjónusta bifreiðarnar, framkvæma ábyrgðaviðgerðir eða útvega varahluti. Bifreiðarnar eru með hugbúnaði sem ætlaður er öðrum markaði. Umræddar ID. bifreiðar eru eingöngu framleiddar fyrir kínverskan markað og eru ekki sambærilegar bifreiðum sem framleiddar eru fyrir aðra markaði, uppfylla ekki sérevrópskar kröfur og hafa hvorki evrópska gerðarviðurkenningu né samræmisvottorð (CoC). Samband Volkswagen og viðurkenndra umboðsaðila við eigendur Volkswagen bifreiða skiptir okkur öllu máli. Því hvetjum við mögulega kaupendur Volkswagen ID. bifreiða eindregið til að sýna ítrustu varkárni og ígrunda vandlega kaup af óviðurkenndum söluaðilum. Við mælum með því að viðskiptavinir heimsæki viðurkennda söluaðila til að kynna sér nýjasta úrval Volkswagen bifreiða, sem raunverulega uppfylla kröfur evrópska markaðarins og staðfestur ábyrgðar- og þjónustustuðningur fylgir.
Vistvænir bílar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent