Innlent

Styttan af Jóni Sigurðs­syni glansar eftir gott bað

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Til vinstri má sjá styttuna á meðan mótmælum stóð á Austurvelli 2019 og til hægri eftir meðhöndlun sérfæðinga Listasafns Reykjavíkur.
Til vinstri má sjá styttuna á meðan mótmælum stóð á Austurvelli 2019 og til hægri eftir meðhöndlun sérfæðinga Listasafns Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm, Listasafn Reykjavíkur/Erik Hirt

Styttan af Jóni Sigurðssyni við Austurvöll hefur verið snyrt, böðuð og vöxuð ásamt öðru af sérfræðingum hjá Listasafni Reykjavíkur. Það mætti með sanni segja að styttan glansi í dagsljósinu eftir handtök sérfræðinganna.

Styttan, sem er eftir Einar Jónsson var afhjúpuð árið 1911 en var flutt frá Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu á Austurvöll árið 1931 og stendur þar enn þann dag í dag. Styttan hefur verið hluti af hátíðahöldum og mótmælum við Alþingishúsið allar götur síðan.

Facebook færslu Listasafns Reykjavíkur vegna viðhaldsins má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×