Volkswagen ID. Buzz - Bíll tækifæranna Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. september 2022 07:02 ID. Buzz í Nýhöfn. Kristinn Ásgeir Gylfason Volkswagen Rúgbrauð er sennilega einn frægasti bíll mannkynssögunnar. Bjallan og Rúgbrauðið ásamt Toyota Hilux og Ford Mustang. Nokkrar goðsagnir sem allar eiga sinn sess í sögunni. Nýjasti bíll Volkswagen, ID. Buzz er tilraun Volkswagen til að rafvæða hið goðsagnakennda Rúgbrauð. Einhverjum kann að finnast þetta kunnuglegt stef, þar eru lesendur hugsanlega, líklega minnugir þess að Ford gerði svipaða tilraun með Mustang þegar Mustang Mach-E var kynntur fyrir skömmu og hefur gengið vel. Það er því kannski eðlilegt að spyrja hvað næst, en áður en við förum þangað, þarf að glíma við Rafbrauðið, ID.Buzz. Tveir ID. Buzz sem spókuðu sig á ströndinni.Kristinn Ásgeir Gylfason ID.Buzz er fimm manna rafbíll frá Volkswagen, hann mun vera fáanlegur með þriðju sætaröðinni í framtíðinni. Auk þess verður væntanlega gerð svöl hippa-útgáfa, Kaliforníu-útgáfa fyrir brimbrettahippa á vesturströnd Bandaríkjanna. Það sem er þó kannski einna helst þess virði að bíða eftir er að fá fjórhjóladrifinn bíl. Fyrst um sinn munu bílarnir vera afturhjóladrifnir. Rétt er að nefna að á sama tíma og fólksbíllinn ID. Buzz var kynntur fyrir bílablaðamönnum Evrópu í Kaupmannahöfn á dögunum, var kynnt atvinnuútgáfa. Sá bíll heitir einfaldlega ID.Buzz Cargo. Það er skemmst frá því að segja að í hann er hægt að koma tveimur EURO pallettum, hinum hefðbundnu vörubrettum sem þessu hluti heimsbyggðarinnar kannast við. Það er því býsna gott rými aftur í honum. Það verður áhugavert að sjá hvort hann njóti hygli þeirra sem sendast með smærri sendingar. Útsýnið út úr ID. Buzz.Kristinn Ásgeir Gylfason Aksturseiginleikar Það er dásamlegt að keyra ID. Buzz hann er greinilega hannaður sem ferðabíll frá A-Ö. Við keyrðum reynsluakstursbílinn frá Kaupmannahöfn, yfir til Svíþjóðar og svo aftur til baka. Bíllinn er einstaklega léttur í stýri og staða ökumanns er mjög húsbílaleg, upprétt og með armhvílum beggja vegna, að minnsta kosti í reynsluakstursbílnum. Ytri armhvílan er langferðalausn, maður setur hana ekki niður fyrir skreppitúr út í búð eftir mjólk og matarkexi. Hann sæmir sér þó vel bæði innan borgarmarkanna og á hraðbrautinni. Hann er hljóðlátur og þýður. Helstu meðmælin með því eru að tveir reyndir bílablaðamenn, samferðamenn ofanritaðs sofnuðu um miðjan, hábjartan dag á hraðbrautinni frá Hróarskeldu aftur til Kaupmannahafnar. Kannski er það þó frekar merki um hversu leiðinlegur ég er. Sem bíll er ID.Buzz góður og þéttur bíll. það er gaman að krúsa um á honum. Stórum hluta af markmiðinu náð. Upptakið er ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, það er sæmilegt en markmiðið er líka ekki að valda hálsmeiðslum. Markmiðið er að fara vel með farþega og farangur þeirra en á sama tíma líða þéttingsfast og örugglega áfram. Markmiði náð. Litaflóra ID. Buzz er skemmtileg.Rúnar Hreinsson Útlit Það verður að segjast að bíllinn vakti gríðarlega eftirtekt hvert sem við fórum. Meira að segja við Dómkirkjuna í Hróarskeldu, þar þótti hann hið mesta augnayndi. Auðvitað er útlitið mikilvægt þegar kemur að bíl sem er ætlað að endurvekja og rafvæða goðsögn eins og Rúgbrauðið. Smekklega skapaður og spengilegur það er klárt mál að hönnuðir ID. Buzz hafa varið löngum tíma í að horfa á Rúgbrauðið. Í tvítóna útgáfunni verður að segjast að fljótt á litið svipar ID. Buzz sérstaklega mikið til forföður síns. Hvað sem fólki kann að finnast um tilraun Volkswagen til að blása lífi í gamla goðsögn, þá er klárt að bíllinn er svalur. Það drýpur af honum töffaraskapur, en á sama tíma ákveðin auðmýkt gagnvart verkefnum sem einhver kann að leggja fyrir hann. Ef eitthvað vantar svo upp á það þá er hann með svokallaða „Over the air“ uppfærslur. Það er að segja að hugbúnaður bílsins er uppfærður án þess að þurfa að fara með hann neitt. Upprunalega Rúgbrauðið.Rúnar Hreinsson Tekst að endurvekja goðsögnina? Stutta svarið er nei, langa svarið er þó talsvert lengra. Þrátt fyrir að stutta svarið sé nei, þá eru allar líkur á að það takist með frumlegum ævintýra-útgáfum af bílnum. Enn lengra mál er svo að rekja að í raun er það ekki hægt í nútíma bílahönnun. Hinar ýmsu reglugerðir og kröfur um öryggi farþega og gangandi vegfarenda koma í veg fyrir að lítið annað en yfirbygging bílsins ein og sér sé á milli hnésbóta þess sem ekur og þess veggs eða bíls sem viðkomandi kann að aka á. Auk þess að ökumaður situr ekki, nánast fyrir framan bílinn eins og í fyrirmyndinni heldur skynsamlega langt frá framendanum í öruggari fjarlægð frá því sem mögulega kann að verða fyrir bílnum en áður var viðurkennt, er aukin þyngd og stærð helsti munurinn. Þar spilar inn í að hann er rafknúinn, rafhlöður eru þungar í eðli sínu og að hann er búinn öllum helstu nútíma þægindum. Ofanritaður og ID. Buzz.Rúnar Hreinsson Ef við umorðum spurninguna miðað við þetta þá má ætla að hún sé svona: Tókst Volkswagen að endurvekja, raf- og nútímavæða goðsögnina? Svarið er já. Tölur Bíllinn er eins og stendur fáanlegur með 82 kWh rafhlöðu, og hann skilar 204 hestöflum. Drægnin er um 423 km samkvæmt WLTP staðlinum. Hann kemst á um 145 km/klst. En hann er ekki sá fljótasti upp í 100 km/klst eða um 10,2 sekúndur. Aftur, það er ekki tilgangur bílsins. Verðið er ekki orðið borðfast hjá Heklu, umboði Volkswagen á Íslandi. Fimm manna fólksbíllinn er með 1121 lítra farangursrými, þegar öll sætin eru í notkun. Cargo bíllinn er með 3900 lítra farmrými. ID. Buzz í sínu náttúrulega umhverfi.Kristinn Ásgeir Gylfason Bíll tækifæranna Það er klárt mál að mikill áhugi verður á því hvaða framúrskarandi hugmyndir fólk mun fá um hvernig hægt er að nýta ID. Buzz. Nú þegar er hægt að kaupa útilegu búnað frá þriðja aðila í bílinn. Eins og áður sagði er Kaliforníu-útgáfa væntanleg einhvern tíma í framtíðinni. Útilegu búnaður frá þriðja aðila.Kristinn Ásgeir Gylfason Munum við sjá ID. Buzz sem upphækkaðan jöklabíl? Hvenær fer fyrsti ID. Buzz sem einhver er búinn að breyta yfir Krossá? Hugmyndirnar eru þarna úti til að vinna með og tækifærin nánast óendanleg. Eitt er víst að það verður gaman að fylgjast með sköpunargleði fólks með sinn ID. Buzz í höndunum. Það er ekki alltaf sem bílum tekst að kveikja á hugmyndafluginu hjá ökumanni, oft horfir maður á bíl sem fullkomlega tilbúinn, en með ID. Buzz þá skynjar maður tækifærin sem hann hefur að geyma og einhver þarna úti mun klárlega leysa þau úr læðingi. Vistvænir bílar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent
Einhverjum kann að finnast þetta kunnuglegt stef, þar eru lesendur hugsanlega, líklega minnugir þess að Ford gerði svipaða tilraun með Mustang þegar Mustang Mach-E var kynntur fyrir skömmu og hefur gengið vel. Það er því kannski eðlilegt að spyrja hvað næst, en áður en við förum þangað, þarf að glíma við Rafbrauðið, ID.Buzz. Tveir ID. Buzz sem spókuðu sig á ströndinni.Kristinn Ásgeir Gylfason ID.Buzz er fimm manna rafbíll frá Volkswagen, hann mun vera fáanlegur með þriðju sætaröðinni í framtíðinni. Auk þess verður væntanlega gerð svöl hippa-útgáfa, Kaliforníu-útgáfa fyrir brimbrettahippa á vesturströnd Bandaríkjanna. Það sem er þó kannski einna helst þess virði að bíða eftir er að fá fjórhjóladrifinn bíl. Fyrst um sinn munu bílarnir vera afturhjóladrifnir. Rétt er að nefna að á sama tíma og fólksbíllinn ID. Buzz var kynntur fyrir bílablaðamönnum Evrópu í Kaupmannahöfn á dögunum, var kynnt atvinnuútgáfa. Sá bíll heitir einfaldlega ID.Buzz Cargo. Það er skemmst frá því að segja að í hann er hægt að koma tveimur EURO pallettum, hinum hefðbundnu vörubrettum sem þessu hluti heimsbyggðarinnar kannast við. Það er því býsna gott rými aftur í honum. Það verður áhugavert að sjá hvort hann njóti hygli þeirra sem sendast með smærri sendingar. Útsýnið út úr ID. Buzz.Kristinn Ásgeir Gylfason Aksturseiginleikar Það er dásamlegt að keyra ID. Buzz hann er greinilega hannaður sem ferðabíll frá A-Ö. Við keyrðum reynsluakstursbílinn frá Kaupmannahöfn, yfir til Svíþjóðar og svo aftur til baka. Bíllinn er einstaklega léttur í stýri og staða ökumanns er mjög húsbílaleg, upprétt og með armhvílum beggja vegna, að minnsta kosti í reynsluakstursbílnum. Ytri armhvílan er langferðalausn, maður setur hana ekki niður fyrir skreppitúr út í búð eftir mjólk og matarkexi. Hann sæmir sér þó vel bæði innan borgarmarkanna og á hraðbrautinni. Hann er hljóðlátur og þýður. Helstu meðmælin með því eru að tveir reyndir bílablaðamenn, samferðamenn ofanritaðs sofnuðu um miðjan, hábjartan dag á hraðbrautinni frá Hróarskeldu aftur til Kaupmannahafnar. Kannski er það þó frekar merki um hversu leiðinlegur ég er. Sem bíll er ID.Buzz góður og þéttur bíll. það er gaman að krúsa um á honum. Stórum hluta af markmiðinu náð. Upptakið er ekki neitt til að hrópa húrra fyrir, það er sæmilegt en markmiðið er líka ekki að valda hálsmeiðslum. Markmiðið er að fara vel með farþega og farangur þeirra en á sama tíma líða þéttingsfast og örugglega áfram. Markmiði náð. Litaflóra ID. Buzz er skemmtileg.Rúnar Hreinsson Útlit Það verður að segjast að bíllinn vakti gríðarlega eftirtekt hvert sem við fórum. Meira að segja við Dómkirkjuna í Hróarskeldu, þar þótti hann hið mesta augnayndi. Auðvitað er útlitið mikilvægt þegar kemur að bíl sem er ætlað að endurvekja og rafvæða goðsögn eins og Rúgbrauðið. Smekklega skapaður og spengilegur það er klárt mál að hönnuðir ID. Buzz hafa varið löngum tíma í að horfa á Rúgbrauðið. Í tvítóna útgáfunni verður að segjast að fljótt á litið svipar ID. Buzz sérstaklega mikið til forföður síns. Hvað sem fólki kann að finnast um tilraun Volkswagen til að blása lífi í gamla goðsögn, þá er klárt að bíllinn er svalur. Það drýpur af honum töffaraskapur, en á sama tíma ákveðin auðmýkt gagnvart verkefnum sem einhver kann að leggja fyrir hann. Ef eitthvað vantar svo upp á það þá er hann með svokallaða „Over the air“ uppfærslur. Það er að segja að hugbúnaður bílsins er uppfærður án þess að þurfa að fara með hann neitt. Upprunalega Rúgbrauðið.Rúnar Hreinsson Tekst að endurvekja goðsögnina? Stutta svarið er nei, langa svarið er þó talsvert lengra. Þrátt fyrir að stutta svarið sé nei, þá eru allar líkur á að það takist með frumlegum ævintýra-útgáfum af bílnum. Enn lengra mál er svo að rekja að í raun er það ekki hægt í nútíma bílahönnun. Hinar ýmsu reglugerðir og kröfur um öryggi farþega og gangandi vegfarenda koma í veg fyrir að lítið annað en yfirbygging bílsins ein og sér sé á milli hnésbóta þess sem ekur og þess veggs eða bíls sem viðkomandi kann að aka á. Auk þess að ökumaður situr ekki, nánast fyrir framan bílinn eins og í fyrirmyndinni heldur skynsamlega langt frá framendanum í öruggari fjarlægð frá því sem mögulega kann að verða fyrir bílnum en áður var viðurkennt, er aukin þyngd og stærð helsti munurinn. Þar spilar inn í að hann er rafknúinn, rafhlöður eru þungar í eðli sínu og að hann er búinn öllum helstu nútíma þægindum. Ofanritaður og ID. Buzz.Rúnar Hreinsson Ef við umorðum spurninguna miðað við þetta þá má ætla að hún sé svona: Tókst Volkswagen að endurvekja, raf- og nútímavæða goðsögnina? Svarið er já. Tölur Bíllinn er eins og stendur fáanlegur með 82 kWh rafhlöðu, og hann skilar 204 hestöflum. Drægnin er um 423 km samkvæmt WLTP staðlinum. Hann kemst á um 145 km/klst. En hann er ekki sá fljótasti upp í 100 km/klst eða um 10,2 sekúndur. Aftur, það er ekki tilgangur bílsins. Verðið er ekki orðið borðfast hjá Heklu, umboði Volkswagen á Íslandi. Fimm manna fólksbíllinn er með 1121 lítra farangursrými, þegar öll sætin eru í notkun. Cargo bíllinn er með 3900 lítra farmrými. ID. Buzz í sínu náttúrulega umhverfi.Kristinn Ásgeir Gylfason Bíll tækifæranna Það er klárt mál að mikill áhugi verður á því hvaða framúrskarandi hugmyndir fólk mun fá um hvernig hægt er að nýta ID. Buzz. Nú þegar er hægt að kaupa útilegu búnað frá þriðja aðila í bílinn. Eins og áður sagði er Kaliforníu-útgáfa væntanleg einhvern tíma í framtíðinni. Útilegu búnaður frá þriðja aðila.Kristinn Ásgeir Gylfason Munum við sjá ID. Buzz sem upphækkaðan jöklabíl? Hvenær fer fyrsti ID. Buzz sem einhver er búinn að breyta yfir Krossá? Hugmyndirnar eru þarna úti til að vinna með og tækifærin nánast óendanleg. Eitt er víst að það verður gaman að fylgjast með sköpunargleði fólks með sinn ID. Buzz í höndunum. Það er ekki alltaf sem bílum tekst að kveikja á hugmyndafluginu hjá ökumanni, oft horfir maður á bíl sem fullkomlega tilbúinn, en með ID. Buzz þá skynjar maður tækifærin sem hann hefur að geyma og einhver þarna úti mun klárlega leysa þau úr læðingi.
Vistvænir bílar Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent