Lífið

Hugleikur Dagsson fer af stað með nýtt hlaðvarp

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
IMG_1943
RIFF

Hugleikur Dagsson heldur úti hlaðvarpsþáttunum RIFF-kastið sem hefjast 8. september. Þættirnir verða sendir út vikulega þar til RIFF hátíðinni lýkur.

Hugleikur kafar í þáttunum ofan í ólíka kima kvikmyndagerðar og ræðir við sérfræðinga. Í fyrsta þætti kemur Elísabet Ronaldsdóttir til Hugleiks og útskýrir kvikmyndaklippingu. Í stuttu máli er hún viðameiri en bara að skera og líma. 

Í næstu viku ræðir Hugleikur við Ásu Helgu Hjörleifsdóttur , leikstjóra myndarinnar Svar við bréfi Helgu, um mikilvægi þess að sleppa stjórntaumunum.  Fleiri gestir koma svo til Hugleiks í hverri viku, næstu sex vikur. Þættirnir verða aðgengilegir á öllum helstu hlaðvarpsveitum og hér á Vísi. 

Hin skrautlega Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF í ár og hátíðin beinir sérstöku kastljósi að spænskri kvikmyndagerð. RIFF fer fram 29. september til 9. október.


Tengdar fréttir

RIFF setur frumbyggja í sviðsljósið

RIFF hefur kynnt til leiks nýjan flokk stuttmynda í ár, sem setur frumbyggja í sviðsljósið.Úr þessum flokki tala stuttmyndirnar til heimsbyggðarinnar allrar en þær koma frá stöðum sem í dag nefnast Svíþjóð, Grænland, Bandaríkin og Mexíkó.

Vekja athygli á hryllingi Norðurskautsins

RIFF kvikmyndahátíðin beinir sérstakri athygli að vaxandi vinsældum hryllingsmynda frá samfélögum Inúíta í ár.  RIFF Flokkurinn, Inúítahryllingsmyndir og stuttmyndir, tekur til fjölda mynda og stuttmynda sem snúa að lífsaðstæðum við margslungið og hættulegt umhverfi.

Karókí Paradís tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna

Evrópska kvikmyndaakademían var rétt í þessu að tilkynna um tilnefningu heimildamyndarinnar Karókí paradísar, í leikstjórn Einari Paakkanen, til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna í ár. Verðlaunahátíðin verður haldin í Hörpu í desember komandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×