Lífið

Æsi­spenna undir lokin í fyrstu viður­eigninni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn Bragi er farinn af stað með Kviss á ný.
Björn Bragi er farinn af stað með Kviss á ný.

Spurningaþátturinn Kviss hóf göngu sína á ný á laugardagskvöldið á Stöð 2 en sem fyrr eru þættirnir undir stjórn Björns Braga Arnarssonar.

Eins og í fyrri tveimur þáttaröðunum munu 16 lið mæta til leiks og keppa í útsláttarkeppni þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari.

Það var sannkallaður stórveldaslagur í fyrstu viðureigninni en þar áttust við FH og KR, en síðarnefnda félagið stóð uppi sem sigurvegari í síðustu þáttaröð.

Fyrir hönd FH kepptu leikarinn Björn Stefánsson og tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir en í liði KR voru tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson úr hljómsveitinni ClubDub og fjölmiðlakonan Nadine Guðrún Yaghi.

Viðureignin var æsispennandi og þegar aðeins ein spurning var eftir munaði tveimur stigum á liðunum og þrjú stig í pottinum.

Í þeirri spurningu var spurt um kvenmannsnafn sem tvö fyrirtæki hér á höfuðborgarsvæðinu bera.

Fyrir þá sem hafa ekki séð þáttinn ættu ekki að skoða myndbandið hér að neðan en þar kemur í ljós hvernig fyrsta viðureignin fór.

Klippa: Æsi­spenna undir lokin í fyrstu viður­eigninni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.