Lífið

Sonur Taylor Hawkins sló í gegn á trommunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Oliver Shane Hawkins á tónleikunum í gær.
Oliver Shane Hawkins á tónleikunum í gær.

Oliver Shane Hawkins, sextán ára sonur trommarans Taylor Hawkins, sló í gegn á trommunum með Foo Fighters á minningartónleikum um föður sinn í gær. Tónleikarnir fóru fram á Wembley í Lundúnum en Shane spilaði á trommurnar í laginu My Hero.

Taylor Hawkins dó í mars. Hann var fimmtugur en hafði verið trommari Foo Fighter mestallan þann tíma sem hljómsveitin hefur verið starfandi.

Sjá einnig: Ópíóðar og þunglyndis­lyf í blóði trommarans

Fjölmargir heimsfrægir tónlistarmenn stigu á svið á tónleikunum í gær, eins og Paul McCartney, Liam Gallagher, Travis Barker og Brian May og Roger Taylor úr Queen, samkvæmt frétt Sky News.

Lagið My Hero vakti mikla lukku á tónleikunum en þá steig Oliver Shane á svið og spilaði á trommur með Dave Grohl hinum meðlimum Foo Fighters.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.