Um hægfara hnignun íslenska heilbrigðiskerfisins – hvar liggur ábyrgðin? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar 3. september 2022 11:00 Um aldamótin síðustu var Ísland á verðugum stað hinna norrænu þjóða sem það land sem fjárfesti stærstum hluta vergrar þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Á sama tíma lauk sameiningarferli stærstu sjúkrahúsa höfuðborgarsvæðisins árið 2000 með stofnun Landspítala háskólaskólasjúkrahúss sem átti að verða flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins inn í glæsta framtíð en varð þess í stað upphafið að sorglegu hnignunarskeiði. Í dag vermir Ísland botnsætið í framlögum til heilbrigðismála af vergri þjóðarframleiðslu og hefur gert í rúman áratug. Efnahagshrunið hafði auðvitað sínar afleiðingar, en rangar áherslur í ríkisfjármálum fyrir og eftir hrun, hafa skilið eftir sár sem seint munu gróa. Óraunhæfar sparnaðarkröfur á íslenskar heilbrigðisstofnanir síðustu árin hafa kerfisbundið leitt til fækkunar legurýma og bundið flestar stofnanir fastar í viðjum 100% nýtingar með sjúklinga sem komast varla lönd né strönd í viðeigandi meðferðarúrræði. Í dag ríkir víða neyðarástand í læknamönnun heilbrigðisstofnana um land allt. Hugmyndir um fjölgun læknanema munu ekki leysa vandamálið í bráð. Skortur á sérfræðilæknum er þegar til staðar, það tekur að jafnaði 5-10 ár að fullmennta sérfræðilækna að loknu læknanámi. Yfirvöldum ættu frekar að einbeita sér að betri vinnuaðstæðum og atvinnumöguleikum lækna á Íslandi til að fleiri sjái sér fært að snúa aftur heim að loknum sérnámi. Ábyrgð stjórnmálamanna Mikill skortur á þekkingu, áræðni og framsýni er krónískt vandamál í íslenskum stjórnmálum sem hefur komið sérstaklega illa við heilbrigðiskerfið. Einstaka stjórnmálamenn, með enga þekkingu á málaflokknum, telja sig í nokkur skipti hafa fundið lausn allra vandamála, og byggja sannleikann á upplýsingum innsæislausra embættismanna í ráðuneytunum. Umræddar lausnir eru oftast án samráðs við þá heilbrigðisstarfsmenn sem raunverulega þurfa að framkvæma verkið og taka afleiðingunum. Slíkir stjórnmálamenn falla sjaldan í gleymsku, þar sem þeir skilja alltaf eftir sig sviðna jörð. Úrræðaleysið er slíkt í dag, að í fyrsta skipti sjáum við vísbendingar um tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi þar sem efnameiri einstaklingar geta keypt sig framfyrir röðina á sívaxandi biðlistum. Óviðunandi og heilsuspillandi ástand bygginga Landspítalans er alfarið á ábyrgð stjórnmálamanna sem drógu alltof lengi skipulagningu og fjármögnun byggingar á nýjum Landspítala, sem á endanum verður alltof lítill þegar hann verður loksins vígður. Áralöng störukeppni fjármála- og heilbrigðisráðherra um fjármögnun Landspítalans þarf að taka enda. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur stýrt úthlutun fjármagns til heilbrigðismála gegnum fjármálaráðuneytið í 17 ár af síðustu 22 árum frá sameiningu Landspítalans, þarf að hugsa sinn gang. Gangast þarf í djarfar breytingar á fjármögnun heilbrigðiskerfisins, með aukinni áherslu á afkastahvetjandi greiðslur að leiðarljósi, jafnt innan hins opinbera kerfis sem hins sjálfstætt starfandi. Ábyrgð stjórnenda Stjórnendum heilbrigðisstofnana hefur ekki tekist að tryggja nægjanlegt fé til rekstursins. Sýndarskipulagsbreytingar og sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum hafa ítrekað grafið undan starfseminni undanfarin ár. Ljóst er að langvarandi aðhaldsaðgerðir eru farnar að ógna öryggi sjúklinga og starfsmanna. Í gegnum tíðina hefur Landspítalinn í krafti einokunar á atvinnumarkaði, ítrekað stigið hart fram gagnvart starfsfólki. Í slíku andrúmslofti, þorði starfsfólk sjaldan að tjá sig um alvarlega bresti í meðhöndlun sjúklinga. Ábyrgð fjölmiðla Regluleg umfjöllun fjölmiðla um vandamál innan heilbrigðiskerfisins í gegnum tíðina er orðin árviss hefð. Sjaldan er kafað á dýpið, málin krufin til mergjar eða gerð krafa um skýr svör og alvöru aðgerðir. Í alvarlegustu málunum, hverfa stjórnendur tímabundið eða láta ekki ná í sig. Treyst er á að mál falli í gleymsku fram að næstu krísu. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram að hlusta eftir ákalli heilbrigðisstarfsfólks um úrbætur, því dæmin hafa ítrekað sannað að kastljós fjölmiðla er oftast það eina sem fær stjórnmálamenn og embættismenn til að taka við sér. Ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna Lengi ríkti þöggun, fáir þorðu að tjá sig, margir urðu meðvirkir og sættu sig við orðinn hlut, á meðan sumir hættu, örfáir mötuðu krókinn, en flestir brettu upp ermar og unnu hraðar þar til þeir brunnu út. Hvað er til ráða? Nú þarf hugrekki til að fjárfesta og forgangsraða í heilbrigðiskerfinu, við höfum einfaldlega ekki efni á því lengur að draga lappirnar í þessum málaflokki, alltof mikið er í húfi og heilsa þjóðarinnar að veði. Félag sjúkrahúslækna er ávallt tilbúið til að aðstoða og ráðleggja í þeirri forgangsröðun. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Við viljum ekki rauð jól Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir ykkur Elín Fanndal skrifar Skoðun Stöndum saman um velferð því örorka fer ekki í manngreinarálit María Pétursdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar – fyrir börnin Alma D. Möller skrifar Skoðun Styrkar stoðir Vinstri grænna Ynda Eldborg skrifar Skoðun Konur: ekki einsleitur hópur Bergrún Andradóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Róum okkar aðeins í auðlindagræðginni Mummi Týr Þórarinsson skrifar Sjá meira
Um aldamótin síðustu var Ísland á verðugum stað hinna norrænu þjóða sem það land sem fjárfesti stærstum hluta vergrar þjóðarframleiðslu í heilbrigðismál. Á sama tíma lauk sameiningarferli stærstu sjúkrahúsa höfuðborgarsvæðisins árið 2000 með stofnun Landspítala háskólaskólasjúkrahúss sem átti að verða flaggskip íslenska heilbrigðiskerfisins inn í glæsta framtíð en varð þess í stað upphafið að sorglegu hnignunarskeiði. Í dag vermir Ísland botnsætið í framlögum til heilbrigðismála af vergri þjóðarframleiðslu og hefur gert í rúman áratug. Efnahagshrunið hafði auðvitað sínar afleiðingar, en rangar áherslur í ríkisfjármálum fyrir og eftir hrun, hafa skilið eftir sár sem seint munu gróa. Óraunhæfar sparnaðarkröfur á íslenskar heilbrigðisstofnanir síðustu árin hafa kerfisbundið leitt til fækkunar legurýma og bundið flestar stofnanir fastar í viðjum 100% nýtingar með sjúklinga sem komast varla lönd né strönd í viðeigandi meðferðarúrræði. Í dag ríkir víða neyðarástand í læknamönnun heilbrigðisstofnana um land allt. Hugmyndir um fjölgun læknanema munu ekki leysa vandamálið í bráð. Skortur á sérfræðilæknum er þegar til staðar, það tekur að jafnaði 5-10 ár að fullmennta sérfræðilækna að loknu læknanámi. Yfirvöldum ættu frekar að einbeita sér að betri vinnuaðstæðum og atvinnumöguleikum lækna á Íslandi til að fleiri sjái sér fært að snúa aftur heim að loknum sérnámi. Ábyrgð stjórnmálamanna Mikill skortur á þekkingu, áræðni og framsýni er krónískt vandamál í íslenskum stjórnmálum sem hefur komið sérstaklega illa við heilbrigðiskerfið. Einstaka stjórnmálamenn, með enga þekkingu á málaflokknum, telja sig í nokkur skipti hafa fundið lausn allra vandamála, og byggja sannleikann á upplýsingum innsæislausra embættismanna í ráðuneytunum. Umræddar lausnir eru oftast án samráðs við þá heilbrigðisstarfsmenn sem raunverulega þurfa að framkvæma verkið og taka afleiðingunum. Slíkir stjórnmálamenn falla sjaldan í gleymsku, þar sem þeir skilja alltaf eftir sig sviðna jörð. Úrræðaleysið er slíkt í dag, að í fyrsta skipti sjáum við vísbendingar um tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi þar sem efnameiri einstaklingar geta keypt sig framfyrir röðina á sívaxandi biðlistum. Óviðunandi og heilsuspillandi ástand bygginga Landspítalans er alfarið á ábyrgð stjórnmálamanna sem drógu alltof lengi skipulagningu og fjármögnun byggingar á nýjum Landspítala, sem á endanum verður alltof lítill þegar hann verður loksins vígður. Áralöng störukeppni fjármála- og heilbrigðisráðherra um fjármögnun Landspítalans þarf að taka enda. Sjálfstæðisflokkurinn, sem hefur stýrt úthlutun fjármagns til heilbrigðismála gegnum fjármálaráðuneytið í 17 ár af síðustu 22 árum frá sameiningu Landspítalans, þarf að hugsa sinn gang. Gangast þarf í djarfar breytingar á fjármögnun heilbrigðiskerfisins, með aukinni áherslu á afkastahvetjandi greiðslur að leiðarljósi, jafnt innan hins opinbera kerfis sem hins sjálfstætt starfandi. Ábyrgð stjórnenda Stjórnendum heilbrigðisstofnana hefur ekki tekist að tryggja nægjanlegt fé til rekstursins. Sýndarskipulagsbreytingar og sparnaðaraðgerðir á Landspítalanum hafa ítrekað grafið undan starfseminni undanfarin ár. Ljóst er að langvarandi aðhaldsaðgerðir eru farnar að ógna öryggi sjúklinga og starfsmanna. Í gegnum tíðina hefur Landspítalinn í krafti einokunar á atvinnumarkaði, ítrekað stigið hart fram gagnvart starfsfólki. Í slíku andrúmslofti, þorði starfsfólk sjaldan að tjá sig um alvarlega bresti í meðhöndlun sjúklinga. Ábyrgð fjölmiðla Regluleg umfjöllun fjölmiðla um vandamál innan heilbrigðiskerfisins í gegnum tíðina er orðin árviss hefð. Sjaldan er kafað á dýpið, málin krufin til mergjar eða gerð krafa um skýr svör og alvöru aðgerðir. Í alvarlegustu málunum, hverfa stjórnendur tímabundið eða láta ekki ná í sig. Treyst er á að mál falli í gleymsku fram að næstu krísu. Mikilvægt er að fjölmiðlar haldi áfram að hlusta eftir ákalli heilbrigðisstarfsfólks um úrbætur, því dæmin hafa ítrekað sannað að kastljós fjölmiðla er oftast það eina sem fær stjórnmálamenn og embættismenn til að taka við sér. Ábyrgð heilbrigðisstarfsmanna Lengi ríkti þöggun, fáir þorðu að tjá sig, margir urðu meðvirkir og sættu sig við orðinn hlut, á meðan sumir hættu, örfáir mötuðu krókinn, en flestir brettu upp ermar og unnu hraðar þar til þeir brunnu út. Hvað er til ráða? Nú þarf hugrekki til að fjárfesta og forgangsraða í heilbrigðiskerfinu, við höfum einfaldlega ekki efni á því lengur að draga lappirnar í þessum málaflokki, alltof mikið er í húfi og heilsa þjóðarinnar að veði. Félag sjúkrahúslækna er ávallt tilbúið til að aðstoða og ráðleggja í þeirri forgangsröðun. Höfundur er formaður Félags sjúkrahúslækna.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun