Lífið

Jane Fonda er með krabba­mein

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Fonda segir ákvarðanirnar sem séu teknar núna mikilvægar fyrir framtíðina og vísar þá til umhverfismála. 
Fonda segir ákvarðanirnar sem séu teknar núna mikilvægar fyrir framtíðina og vísar þá til umhverfismála.  Getty/Jon Kopaloff

Nú rétt í þessu tilkynnti leikkonan, umhverfisaktívistinn og sjónvarpskonan Jane Fonda að hún hefði greinst með krabbamein.

Í tilkynningunni sem hún birtir á Instagram reikningi sínum segir hún að hún hafi greinst með eitilfrumuæxli en hún hafi nú þegar hafið lyfjameðferð gegn krabbameininu og muni meðferðin vara í sex mánuði. Hún segist líta á sig sem heppna og segir áttatíu prósent þeirra sem greinast með þessa tegund krabbameins lifa af.

Fonda segist einnig heppin vegna þess að hún sé með heilbrigðistryggingu og hafi aðgengi að bestu læknum og meðferðarúrræðum sem völ er á. Hún segir það miður að jafnt gangi ekki yfir alla í þessum efnum og hún átti sig á eigin forréttindastöðu.

Hún segir veikindin ekki stöðva umhverfisaktívismann sem sé henni mikilvægur en fólk lifi nú á einum mikilvægustu tímum mannkynssögunnar.

„Það sem við gerum eða gerum ekki akkúrat núna mun ákvarða hvernig framtíðin verður. Ég mun ekki leyfa krabbameini að koma í veg fyrir að ég geri allt sem ég get.“

Fonda minnist á mikilvægi miðkjörtímabilskosningana í Bandaríkjunum.

„Þið getið reiknað með að ég muni standa með ykkur á meðan við byggjum upp umhverfisherinn okkar, “ segir Fonda.

Hún segir krabbamein hafa kennt henni um mikilvægi þess að rækta samfélagið sem hver og einn hafi í kringum sig til þess að enginn verði einsamall en einnig að aðlagast nýjum raunveruleika.

Tilkynningu Fonda má sjá hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.