Öflug endurkoma Napoli gegn Lazio Arnar Geir Halldórsson skrifar 3. september 2022 20:45 Georgíumaðurinn var magnaður í kvöld. vísir/Getty Lazio fékk Napoli í heimsókn í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta og úr varð hörkuleikur. Heimamenn fengu draumabyrjun því Mattia Zaccagni átti gott skot utan vítateigs sem hafnaði í markinu strax á fjórðu mínútu. Gestirnir unnu sig vel inn í leikinn og á 38.mínútu jafnaði Suður-Kóreumaðurinn Min-jae Kim metin. Síðari hálfleikurinn byrjaði kröftuglega og herjuðu sóknarmenn Napoli á mark heimamanna. Það skilaði þó ekki marki fyrr en eftir klukkutíma leik en þá skoraði Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia laglegt mark. Reyndist það sigurmark leiksins og tyllti Napoli sér þar með á toppinn með ellefu stig eftir fimm leiki. Ítalski boltinn
Lazio fékk Napoli í heimsókn í síðasta leik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta og úr varð hörkuleikur. Heimamenn fengu draumabyrjun því Mattia Zaccagni átti gott skot utan vítateigs sem hafnaði í markinu strax á fjórðu mínútu. Gestirnir unnu sig vel inn í leikinn og á 38.mínútu jafnaði Suður-Kóreumaðurinn Min-jae Kim metin. Síðari hálfleikurinn byrjaði kröftuglega og herjuðu sóknarmenn Napoli á mark heimamanna. Það skilaði þó ekki marki fyrr en eftir klukkutíma leik en þá skoraði Georgíumaðurinn Khvicha Kvaratskhelia laglegt mark. Reyndist það sigurmark leiksins og tyllti Napoli sér þar með á toppinn með ellefu stig eftir fimm leiki.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti