Innlent

Land­verðir taki við af björgunar­sveitum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Allt að fimmtán hundruð manns hafi lagt leið sína að gossvæðinu daglega undanfarna viku. 
Allt að fimmtán hundruð manns hafi lagt leið sína að gossvæðinu daglega undanfarna viku.  Vísir/Vilhelm

Lítil virkni er á Reykjanesskaga og gosórói mælist ekki lengur en samkvæmt almannavörnum hætta björgunarsveitir nú gæslustörfum á svæðinu.

Gæslan mun þó ekki verða að engu en teymi lögreglumanna og sjúkraflutningamaður hafi sinnt verkefnum á svæðinu án vandkvæða. Þar að auki muni landverðir frá Umhverfisstofnun hefja störf eftir helgi. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu samhæfingarstöðvar almannavarna

Undanfarna viku hafi eitt þúsund til fimmtán hundruð manns heimsótt svæðið daglega en gestum sé ekki heimilt að ganga á hrauninu. Þar er litið til almannavarnalaga ásamt laga um náttúruvernd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×