Telja lítils að vænta frá stjórnvöldum vegna komandi kjarasamninga Jakob Bjarnar skrifar 1. september 2022 15:25 Ragnar Þór og Halldór Benjamín voru sammála um að þeir ættu sameiginlegan óvin sem er verðbólgan. Þeir ræddu komandi kjarasamninga og voru báðir bjartsýnir á að samningsaðilum tækist að semja. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddu komandi kjaraviðræður í Pallborði Vísis og Stöðvar 2 nú síðdegis. Ef einhver hafði búist við hörðum átökum milli þeirra tveggja, sem ekki eru þekktir fyrir loðmullu í skoðunum eða framsetningu þeirra, hefur sá orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Báðir lýstu þeir því yfir að þeir væru bjartsýnir á komandi viðræður og að í stórum dráttum þá væru þeir sammála um hvað gera þyrfti. Og þar skiptir máli, líkt og Halldór Benjamín sagði, að til staðar er sameiginlegur óvinur: Verðbólgan. Og hún bítur fast, bæði atvinnurekendur og launþega. Húsnæðismálin eru efst á blaði. Klippa: Pallborðið - Halldór Benjamín og Ragnar Þór Gefa ekki mikið fyrir aðkomu stjórnvalda Ragnar Þór gagnrýndi stýrivaxtahækkanir Seðlabankans harðlega, sem Halldór Benjamín sagðist styðja, en verkalýðsleiðtoginn benti á að þær væru ekki í nokkru einasta samhengi við það sem þekkist meðal þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lýst því yfir að stjórnvöld hafi undirbúið sig vel fyrir komandi kjarasamninga þá með vísan til funda þjóðhagsráðs. Halldór Benjamín sagðist hafa setið hvern einasta fund á þeim vattvangi og hann taldi liggja fyrir að stjórnvöld ættu að skipta sér sem minnst af samningaviðræðum. Pallborðið kjarasamningar Ragnar Þór gaf ekki mikið fyrir þjóðhagsráð, sagðist aðeins hafa setið einn slíkan fund en hann gerði ráð fyrir því að Katrín væri að vísa til þess vettvangs þegar hún segir stjórnvöld reiðubúin í viðræður um kjarasamninga. Hann sagði að upplýsingagjöf inn í verkalýðsfélögin af þeim vettvangi hafi verið af skornum skammti. „Stóra vandamálið í þessu er að stjórnvöld komu inn í lífskjarasamninginn síðasta með lista af loforðum sem áttu að styðja við okkar samning, sum stór og lykilatriði sem áttu að styðja við samninginn. Stór hluti þess loforðalista hefur ekki verið efndur,“ sagði Ragnar. Svikin loforð ríkisstjórnarinnar Formaður VR var ómyrkur í máli hvað varðaði aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum einfaldlega vegna þess að ekki stæði steinn yfir steini hvað varðaði efndir í tengslum við síðustu samningsgerð. Þau gætu því ekki talist trúverðugur og traustur aðili til að setjast við borðið og tala í lausnum. Báðir voru þeir Halldór Benjamín og Ragnar Þór sammála um að það væri einkum og sérílagi húsnæðiskortur sem væri drifkraftur verðbólgu og þar yrðu opinberir aðilar að koma inn í með auknu lóðaframboði. Þeir voru þó ekki bjartsýnir á að hið opinbera kæmi sem lausnari í þeim efnum: Þeir væru að tala saman sem ábyrgir aðilar, fullorðið fólk og líklega þyrftu þeir sjálfir að bretta upp ermar, taka sér skóflu í hönd og grafa fyrir húsgrunni. Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Ef einhver hafði búist við hörðum átökum milli þeirra tveggja, sem ekki eru þekktir fyrir loðmullu í skoðunum eða framsetningu þeirra, hefur sá orðið fyrir nokkrum vonbrigðum. Báðir lýstu þeir því yfir að þeir væru bjartsýnir á komandi viðræður og að í stórum dráttum þá væru þeir sammála um hvað gera þyrfti. Og þar skiptir máli, líkt og Halldór Benjamín sagði, að til staðar er sameiginlegur óvinur: Verðbólgan. Og hún bítur fast, bæði atvinnurekendur og launþega. Húsnæðismálin eru efst á blaði. Klippa: Pallborðið - Halldór Benjamín og Ragnar Þór Gefa ekki mikið fyrir aðkomu stjórnvalda Ragnar Þór gagnrýndi stýrivaxtahækkanir Seðlabankans harðlega, sem Halldór Benjamín sagðist styðja, en verkalýðsleiðtoginn benti á að þær væru ekki í nokkru einasta samhengi við það sem þekkist meðal þeirra þjóða sem við berum okkur saman við. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur lýst því yfir að stjórnvöld hafi undirbúið sig vel fyrir komandi kjarasamninga þá með vísan til funda þjóðhagsráðs. Halldór Benjamín sagðist hafa setið hvern einasta fund á þeim vattvangi og hann taldi liggja fyrir að stjórnvöld ættu að skipta sér sem minnst af samningaviðræðum. Pallborðið kjarasamningar Ragnar Þór gaf ekki mikið fyrir þjóðhagsráð, sagðist aðeins hafa setið einn slíkan fund en hann gerði ráð fyrir því að Katrín væri að vísa til þess vettvangs þegar hún segir stjórnvöld reiðubúin í viðræður um kjarasamninga. Hann sagði að upplýsingagjöf inn í verkalýðsfélögin af þeim vettvangi hafi verið af skornum skammti. „Stóra vandamálið í þessu er að stjórnvöld komu inn í lífskjarasamninginn síðasta með lista af loforðum sem áttu að styðja við okkar samning, sum stór og lykilatriði sem áttu að styðja við samninginn. Stór hluti þess loforðalista hefur ekki verið efndur,“ sagði Ragnar. Svikin loforð ríkisstjórnarinnar Formaður VR var ómyrkur í máli hvað varðaði aðkomu stjórnvalda að kjarasamningum einfaldlega vegna þess að ekki stæði steinn yfir steini hvað varðaði efndir í tengslum við síðustu samningsgerð. Þau gætu því ekki talist trúverðugur og traustur aðili til að setjast við borðið og tala í lausnum. Báðir voru þeir Halldór Benjamín og Ragnar Þór sammála um að það væri einkum og sérílagi húsnæðiskortur sem væri drifkraftur verðbólgu og þar yrðu opinberir aðilar að koma inn í með auknu lóðaframboði. Þeir voru þó ekki bjartsýnir á að hið opinbera kæmi sem lausnari í þeim efnum: Þeir væru að tala saman sem ábyrgir aðilar, fullorðið fólk og líklega þyrftu þeir sjálfir að bretta upp ermar, taka sér skóflu í hönd og grafa fyrir húsgrunni.
Kjaramál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Pallborðið Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira