Svarar ekki gagnrýnisröddum sem líkja honum við Andrew Tate Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. september 2022 11:36 Begga Ólafs hefur verið líkt við Andrew Tate eftir að hann birti nýlega myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann ræddi hugmyndir um karlmennsku. Vísir Hlaðvarpsstjórnandinn Bergsveinn Ólafsson, betur þekktur sem Beggi Ólafs, segist ekki ætla að svara gagnrýni sem hann hefur sætt vegna myndbands sem hann birti á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. Í myndbandinu talar Beggi um karlmennsku og hefur í framhaldinu verið líkt við hinn umdeilda Andrew Tate. Tate var nýlega hent af samfélagsmiðlum Facebook og Instagram meðal annars vegna umdeildra ummæla um kynjahlutverk. Beggi birti á mánudag myndband á Instagram og TikTok með yfirskriftinni „Það er ekki bara í lagi að vera karlmaður - heldur nauðsynlegt.“ Í því segir hann segir hann meðal annars karlmennsku vera dyggð og of algengt að karlmenn séu talaðir niður í samfélaginu. „Að þeir séu hluti af einhverju kúgandi feðraveldi og séu hvítir forréttindapésar. Það er bara kominn tími til að við tölum karlmenn upp og unga drengi upp. Þú vilt karlmenn sem gera allt í sínu valdi til þess að sinna hlutverkinu sínu eins vel og þeir mögulega geta, þú vilt menn sem taka ábyrgð, þú vilt menn sem provide-a fyrir sínum vinum og fjölskyldumeðlimum,“ segir Beggi í myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Eitruð mennska frekar en eitruð karlmennska „Eitruð karlmennska, þá ertu bara búinn að setja drullu í súpuna og hræra. Ég tel frekar að við eigum að tala um eitraða mennsku, eitraða hegðun. Af því að það að vera karlmaður er hlutverk fyrir sig. Það eru sterkir menn sem eru til staðar þegar allt fer í rugl og kaos og það eru sterkir menn sem meiða ekki og beita ekki ofbeldi, það eru sterkir menn sem gera samfélagið og heiminn að betri stað.“ Beggi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir skilaboðin á samfélagsmiðlum og margir skrifað athugasemdir undir Instagram-færsluna og líkt honum við fyrrnefndan Tate og rithöfundinn Jordan Peterson, sem Beggi hitti í sumar þegar Peterson kom til landsins og hélt fyrirlestur. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Óhætt er að segja að athugasemdum hafi rignt við myndbandið og snúa sumar að því að umrætt feðraveldi hafi ekkert með það að gera að tala karlmenn niður, feðraveldið hafi neikvæð áhrif á karlmenn sjálfa. Gagnrýnin athugasemd „Þér hefur ekki dottið í hug að lesa þér til sjálfur í stað þess að endurtaka bara það sem Jordan Peterson segir? [...] Eitruð karlmennska er heldur ekki eitthvað sem karlar nota sér í hag, heldur er eitruð karlmennska eitthvað sem hefur neikvæð áhrif á karla og samfélagið allt, rétt eins og feðraveldið. „Það er ekki bara í lagi að vera karlmaður - heldur nauðsynlegt“ þetta er líka bein tilvísun í orð Jordan Peterson.“ Margir hafa líka fagnað myndbandinu og tekið undir með Begga. Hann hefur undanfarna daga deilt í hringrás sinni á Instagram færslum þar sem fólk fagnar myndbandinu og skilaboðum hans um karlmennsku. Einn þeirra sem deildi myndbandinu, sem Beggi deildi svo áfram í hringrás sinni, skrifar að óhugnanlegt sé að sjá athugasemdir sem setji hann í sama box og Tate. Einn af þeim sem lofsamaði Begga fyrir myndbandið.Skjáskot „Takk Beggi Ólafs þú talar fyrir marga sem þora ekki, í samfélagi sem er stýrt af ótta og pc rétttrúnaði,“ skrifar sá við deilinguna. Öfgafólk tengir Svo er dæmi um öfgafólk sem tengir við skilaboð Begga. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, lögfræðingur og plötusnúður, vakti athygli á því á Twitter að Nordic Masculinity, nafnlaus aðgangur á Instagram sem talar harðlega gegn hópum innan hinsegin samfélagsins, lofsamaði og endurbirti erindi Begga. Ég skil þetta bara eftir hér - þetta er markhópurinn sem þetta myndband talar til pic.twitter.com/Vq8vvAlXMx— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) August 30, 2022 Gyða Margrét Pétursdóttir prófessor í kynjafræði sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að orðræða sem þessi hafi lengi verið kölluð „drengjaorðræða“ í fræðunum. Hugmyndin á bak við slíka orðræðu sé að barátta fyrir jafnrétti kynjanna hafi komið niður á körlum og orðið til að skerða réttindi þeirra og stöðu í samfélaginu. Slík orðræða sé ekki ný af nálinni. Beggi geri út á skaðlegar karlmennskuhugmyndir í myndbandinu Varðandi hugmyndina um eitraða karlmennsku hafi það hugtak verið gagnrýnt af fræðimönnum. Frekar eigi að tala um skaðlega karlmennsku eða skaðlega karlmennskuímynd, sem segja megi að Beggi gerist sekur um í myndbandinu. „Það má eiginlega segja að í þessum pistli sé Beggi að gera út á skaðlegar karlmennskuhugmyndir þegar hann er að leggja áherslu á að karlar eigi að vera skaffarar. Það er akkúrat það sem hefur verið lögð svo mikil áhersla á í fræðunum að afbyggja,“ sagði Gyða í samtali við Fréttablaðið. „Þessar hugmyndir hafa einmitt gert það að verkum að karlar eru síður í því hlutverki og hafa minni möguleika en til dæmis konur á að rækta samband við börnin sín af því að þeir eru hlaðnir þessum klafa fyrirvinnuhlutverksins sem birtist síðan í því að karlar taka styttra fæðingaorlof en konur og sinna minna börnum og öðru því sem fylgir því að halda heimili.“ „Tími karlmanna er loksins kominn, mikið var“ Eins og áður segir hefur Beggi verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum fyrir myndbandið. Ólöf Tara, einn stjórnarmeðlima Öfga, skrifar á Twitter að það sé hlægilegt að Beggi fái lof fyrir hugrekki þegar hann lýsi skoðunum sem séu samfélagslega samþykktar. Það er svo hilarious að fólk eins og Beggi Ólafs fái lof fyrir að vera hugrakkur að segja skoðanir sem eru svo samfélagslega samþykktar Þegar fólk leggur allt í mannréttinda baráttu. Eigum við til dæmis að tala um hvað transfólk og aktívistar eru fáránlega hugrökk?— Ólöf Tara (@OlofTara) August 29, 2022 Fleiri velta fyrir sér hvað Begga þyki karlmennska vera. Some years back at a party, a friend said "oh these days you're not allowed to be a man."I said. "hmm... well I'm sitting here being a man right now as we speak. Quite easily actually. What do you mean when you say you're not allowed to BE a man?" https://t.co/9JOHvkeHrT— Average W U R M Enjoyer ... (@Bobcluness) August 29, 2022 So when I see guys like Beggi Olafs going "we're not allowed to BE men" and "we think being Men is Good," I'm always curious on what they believe *being* a man to be. almost always they are going about their lives being those things.— Average W U R M Enjoyer ... (@Bobcluness) August 29, 2022 Andrew tate,Jordan Peterson,Beggiólafs og menn eins og þeir eru vandamálið. Ef þú ert ekki árasagjarn/illgjarn og alfa þá ertu beta male og aumingi.— G.Bergmann (@gautiberg) August 29, 2022 Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, lögfræðingur og plötusnúður, birti myndbandið á Twitter og skrifaði að tími karlmanna væri loksins runninn upp. Tími karlmanna er loksins kominn, mikið var pic.twitter.com/T4CM6eJNb2— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) August 28, 2022 Myndbandið vakti hörð viðbrögð og fólk flykktist að til að gagnrýna Begga. Sjúklega revealing hjá þessum dúdda að hann slái því saman að vera karlmaður og að vera hvítur. Hvernig er gagnrýni á "Hvíta forréttindapésa" gagnrýni á "karlmennsku"? Hmm... 🤔Ómeðvitað? Eða meðvitað til að ná til ákveðins hóps? Segir manni allavega helling um heimsmynd hans. https://t.co/7DhFQTktuG— Hlynur Hallgríms (@hlynur) August 31, 2022 Loksins að jaðarsettasti hópur þessa heims fái rödd og rými <3 https://t.co/JrkfLO5Rsv— Lilja Björg (@LiljaBjorg) August 29, 2022 Fjúff - ég hélt að karlmenn myndu aldrei fá breik. https://t.co/GgFGyeQqWh— Þorbjörg (@thorbjorgmatt) August 29, 2022 Ég get svo svarið það að þessi gæji var að preacha allskonar pc hugmyndafræði, kærleik og jákvæðni fyrir alls ekki svo löngu en það hefur kannski ekki verið að skila jafn góðum tekjum og hatrið gerir þegar menn ýta vísvitandi undir enn meiri eitraða karlmennsku eða hvað? 🥲 https://t.co/uFRhuJto79— Hahafet ⚡️ Þigfinnsson (@jafetsigfinns) August 28, 2022 Nei, auðvitað er ekkert að því að vera karlmaður og við eigum algerlega að tala unga drengi upp.En við eigum þá að tala þá upp í jákvæða karlmennsku og ala á gildum drenglyndis, ósérhlífni og auðmýktar. Ekki þetta djöfulsins „ekki allir karlmenn“-væl. https://t.co/OymQk3I7LD— Martin Swift (@mjbswift) August 28, 2022 Pælið í að byggja upp heilt brand sem er að vera Straight to DVD útgáfan af Andrew Tate. https://t.co/h8oFyhgjwL— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) August 28, 2022 Margir hafa líkt Begga við áðurnefndan Andrew Tate, sem nýlega var sparkað af öllum samfélagsmiðlum Meta, móðurfélags Facebook og Instagram. Tate hefur verið mikið á milli tannanna á fólki fyrir umdeilda hegðun á samfélagsmiðlum, sér í lagi fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Að sögn Tate þarf maður að vera moldríkur, myndarlegur, hávaxinn, vel gefinn, í góðu formi, frjáls til að gera það sem hann vill, þekkja mikilvægt fólk og svo mætti lengi telja til að vera alvöru karlmaður. Eitt af aðalatriðunum, eins og Beggi kemur að orði, er að geta séð fyrir sínu fólki. „Alveg sama um þessar tussur“ „Karlmaður sem er ekki hættulegur, maður sem er ekki vel á sig kominn líkamlega verður aldrei farsæll,“ segir Tate í einu myndbanda sinna. „Kvenfólk er grundvallarþáttur í að hægt sé að líta á karlmann sem farsælan. Fólk heldur að ég sé með þessum hórum af því að ég vil kynlíf, það hefur ekkert með það að gera að ég hangi með þessum tíkum. Ég er með þessum tíkum svo allir viti hver aðalmaðurinn er. Mér er alveg sama um þessar tussur.“ Eitt þeirra ummæla sem þekktast er frá Tate er þegar hann tjáði sig fyrir nokkrum árum á Twitter um þau athæfi sem Harvey Weinstein gerðist sekur um. Hann sagði athæfið ekki eiga að flokkast sem kynferðisleg áreitni og að það væri fórnarlömbum kynferðisofbeldis að kenna að þau lentu í ofbeldinu. Skemmst er frá því að segja að Tate er búsettur í Rúmeníu, að hans sögn vegna þess að auðveldara er að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Tate hefur verið ítrekað verið sakaður, og kærður, fyrir kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi og mansal. Vísir fjallaði ítarlega um Tate á dögunum: Fréttastofa hefur reynt undanfarna daga að ná tali af Begga vegna færslu hans og umræðunnar í kringum hana. Beggi vildi ekki ræða málið við Vísi en nefndi þó að bók frá honum væri væntanlega í útgáfu í október. Samfélagsmiðlar 24/7 með Begga Ólafs Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Kolklikkuðkunta: Orðræðu- og atferlisgreining andfélagslegrar hegðunar á samskiptamiðlum Um daginn rakst ég fyrir tilviljun á ummæli í athugasemdarkerfi fréttavefmiðla við fræðslugrein sem ég skrifaði fyrir Kjarnann í desember síðastliðnum. Sú grein hét Stafrænir flassarar: siðferðisskortur og siðleysi í samskiptum. 26. ágúst 2022 08:01 Andrew Tate gerður brottrækur af Meta Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum. 19. ágúst 2022 22:46 Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Í myndbandinu talar Beggi um karlmennsku og hefur í framhaldinu verið líkt við hinn umdeilda Andrew Tate. Tate var nýlega hent af samfélagsmiðlum Facebook og Instagram meðal annars vegna umdeildra ummæla um kynjahlutverk. Beggi birti á mánudag myndband á Instagram og TikTok með yfirskriftinni „Það er ekki bara í lagi að vera karlmaður - heldur nauðsynlegt.“ Í því segir hann segir hann meðal annars karlmennsku vera dyggð og of algengt að karlmenn séu talaðir niður í samfélaginu. „Að þeir séu hluti af einhverju kúgandi feðraveldi og séu hvítir forréttindapésar. Það er bara kominn tími til að við tölum karlmenn upp og unga drengi upp. Þú vilt karlmenn sem gera allt í sínu valdi til þess að sinna hlutverkinu sínu eins vel og þeir mögulega geta, þú vilt menn sem taka ábyrgð, þú vilt menn sem provide-a fyrir sínum vinum og fjölskyldumeðlimum,“ segir Beggi í myndbandinu. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Eitruð mennska frekar en eitruð karlmennska „Eitruð karlmennska, þá ertu bara búinn að setja drullu í súpuna og hræra. Ég tel frekar að við eigum að tala um eitraða mennsku, eitraða hegðun. Af því að það að vera karlmaður er hlutverk fyrir sig. Það eru sterkir menn sem eru til staðar þegar allt fer í rugl og kaos og það eru sterkir menn sem meiða ekki og beita ekki ofbeldi, það eru sterkir menn sem gera samfélagið og heiminn að betri stað.“ Beggi hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir skilaboðin á samfélagsmiðlum og margir skrifað athugasemdir undir Instagram-færsluna og líkt honum við fyrrnefndan Tate og rithöfundinn Jordan Peterson, sem Beggi hitti í sumar þegar Peterson kom til landsins og hélt fyrirlestur. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Óhætt er að segja að athugasemdum hafi rignt við myndbandið og snúa sumar að því að umrætt feðraveldi hafi ekkert með það að gera að tala karlmenn niður, feðraveldið hafi neikvæð áhrif á karlmenn sjálfa. Gagnrýnin athugasemd „Þér hefur ekki dottið í hug að lesa þér til sjálfur í stað þess að endurtaka bara það sem Jordan Peterson segir? [...] Eitruð karlmennska er heldur ekki eitthvað sem karlar nota sér í hag, heldur er eitruð karlmennska eitthvað sem hefur neikvæð áhrif á karla og samfélagið allt, rétt eins og feðraveldið. „Það er ekki bara í lagi að vera karlmaður - heldur nauðsynlegt“ þetta er líka bein tilvísun í orð Jordan Peterson.“ Margir hafa líka fagnað myndbandinu og tekið undir með Begga. Hann hefur undanfarna daga deilt í hringrás sinni á Instagram færslum þar sem fólk fagnar myndbandinu og skilaboðum hans um karlmennsku. Einn þeirra sem deildi myndbandinu, sem Beggi deildi svo áfram í hringrás sinni, skrifar að óhugnanlegt sé að sjá athugasemdir sem setji hann í sama box og Tate. Einn af þeim sem lofsamaði Begga fyrir myndbandið.Skjáskot „Takk Beggi Ólafs þú talar fyrir marga sem þora ekki, í samfélagi sem er stýrt af ótta og pc rétttrúnaði,“ skrifar sá við deilinguna. Öfgafólk tengir Svo er dæmi um öfgafólk sem tengir við skilaboð Begga. Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, lögfræðingur og plötusnúður, vakti athygli á því á Twitter að Nordic Masculinity, nafnlaus aðgangur á Instagram sem talar harðlega gegn hópum innan hinsegin samfélagsins, lofsamaði og endurbirti erindi Begga. Ég skil þetta bara eftir hér - þetta er markhópurinn sem þetta myndband talar til pic.twitter.com/Vq8vvAlXMx— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) August 30, 2022 Gyða Margrét Pétursdóttir prófessor í kynjafræði sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að orðræða sem þessi hafi lengi verið kölluð „drengjaorðræða“ í fræðunum. Hugmyndin á bak við slíka orðræðu sé að barátta fyrir jafnrétti kynjanna hafi komið niður á körlum og orðið til að skerða réttindi þeirra og stöðu í samfélaginu. Slík orðræða sé ekki ný af nálinni. Beggi geri út á skaðlegar karlmennskuhugmyndir í myndbandinu Varðandi hugmyndina um eitraða karlmennsku hafi það hugtak verið gagnrýnt af fræðimönnum. Frekar eigi að tala um skaðlega karlmennsku eða skaðlega karlmennskuímynd, sem segja megi að Beggi gerist sekur um í myndbandinu. „Það má eiginlega segja að í þessum pistli sé Beggi að gera út á skaðlegar karlmennskuhugmyndir þegar hann er að leggja áherslu á að karlar eigi að vera skaffarar. Það er akkúrat það sem hefur verið lögð svo mikil áhersla á í fræðunum að afbyggja,“ sagði Gyða í samtali við Fréttablaðið. „Þessar hugmyndir hafa einmitt gert það að verkum að karlar eru síður í því hlutverki og hafa minni möguleika en til dæmis konur á að rækta samband við börnin sín af því að þeir eru hlaðnir þessum klafa fyrirvinnuhlutverksins sem birtist síðan í því að karlar taka styttra fæðingaorlof en konur og sinna minna börnum og öðru því sem fylgir því að halda heimili.“ „Tími karlmanna er loksins kominn, mikið var“ Eins og áður segir hefur Beggi verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum fyrir myndbandið. Ólöf Tara, einn stjórnarmeðlima Öfga, skrifar á Twitter að það sé hlægilegt að Beggi fái lof fyrir hugrekki þegar hann lýsi skoðunum sem séu samfélagslega samþykktar. Það er svo hilarious að fólk eins og Beggi Ólafs fái lof fyrir að vera hugrakkur að segja skoðanir sem eru svo samfélagslega samþykktar Þegar fólk leggur allt í mannréttinda baráttu. Eigum við til dæmis að tala um hvað transfólk og aktívistar eru fáránlega hugrökk?— Ólöf Tara (@OlofTara) August 29, 2022 Fleiri velta fyrir sér hvað Begga þyki karlmennska vera. Some years back at a party, a friend said "oh these days you're not allowed to be a man."I said. "hmm... well I'm sitting here being a man right now as we speak. Quite easily actually. What do you mean when you say you're not allowed to BE a man?" https://t.co/9JOHvkeHrT— Average W U R M Enjoyer ... (@Bobcluness) August 29, 2022 So when I see guys like Beggi Olafs going "we're not allowed to BE men" and "we think being Men is Good," I'm always curious on what they believe *being* a man to be. almost always they are going about their lives being those things.— Average W U R M Enjoyer ... (@Bobcluness) August 29, 2022 Andrew tate,Jordan Peterson,Beggiólafs og menn eins og þeir eru vandamálið. Ef þú ert ekki árasagjarn/illgjarn og alfa þá ertu beta male og aumingi.— G.Bergmann (@gautiberg) August 29, 2022 Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, lögfræðingur og plötusnúður, birti myndbandið á Twitter og skrifaði að tími karlmanna væri loksins runninn upp. Tími karlmanna er loksins kominn, mikið var pic.twitter.com/T4CM6eJNb2— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) August 28, 2022 Myndbandið vakti hörð viðbrögð og fólk flykktist að til að gagnrýna Begga. Sjúklega revealing hjá þessum dúdda að hann slái því saman að vera karlmaður og að vera hvítur. Hvernig er gagnrýni á "Hvíta forréttindapésa" gagnrýni á "karlmennsku"? Hmm... 🤔Ómeðvitað? Eða meðvitað til að ná til ákveðins hóps? Segir manni allavega helling um heimsmynd hans. https://t.co/7DhFQTktuG— Hlynur Hallgríms (@hlynur) August 31, 2022 Loksins að jaðarsettasti hópur þessa heims fái rödd og rými <3 https://t.co/JrkfLO5Rsv— Lilja Björg (@LiljaBjorg) August 29, 2022 Fjúff - ég hélt að karlmenn myndu aldrei fá breik. https://t.co/GgFGyeQqWh— Þorbjörg (@thorbjorgmatt) August 29, 2022 Ég get svo svarið það að þessi gæji var að preacha allskonar pc hugmyndafræði, kærleik og jákvæðni fyrir alls ekki svo löngu en það hefur kannski ekki verið að skila jafn góðum tekjum og hatrið gerir þegar menn ýta vísvitandi undir enn meiri eitraða karlmennsku eða hvað? 🥲 https://t.co/uFRhuJto79— Hahafet ⚡️ Þigfinnsson (@jafetsigfinns) August 28, 2022 Nei, auðvitað er ekkert að því að vera karlmaður og við eigum algerlega að tala unga drengi upp.En við eigum þá að tala þá upp í jákvæða karlmennsku og ala á gildum drenglyndis, ósérhlífni og auðmýktar. Ekki þetta djöfulsins „ekki allir karlmenn“-væl. https://t.co/OymQk3I7LD— Martin Swift (@mjbswift) August 28, 2022 Pælið í að byggja upp heilt brand sem er að vera Straight to DVD útgáfan af Andrew Tate. https://t.co/h8oFyhgjwL— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) August 28, 2022 Margir hafa líkt Begga við áðurnefndan Andrew Tate, sem nýlega var sparkað af öllum samfélagsmiðlum Meta, móðurfélags Facebook og Instagram. Tate hefur verið mikið á milli tannanna á fólki fyrir umdeilda hegðun á samfélagsmiðlum, sér í lagi fyrir orðræðu hans í garð kvenna og að ýta undir eitraða karlmennsku. Að sögn Tate þarf maður að vera moldríkur, myndarlegur, hávaxinn, vel gefinn, í góðu formi, frjáls til að gera það sem hann vill, þekkja mikilvægt fólk og svo mætti lengi telja til að vera alvöru karlmaður. Eitt af aðalatriðunum, eins og Beggi kemur að orði, er að geta séð fyrir sínu fólki. „Alveg sama um þessar tussur“ „Karlmaður sem er ekki hættulegur, maður sem er ekki vel á sig kominn líkamlega verður aldrei farsæll,“ segir Tate í einu myndbanda sinna. „Kvenfólk er grundvallarþáttur í að hægt sé að líta á karlmann sem farsælan. Fólk heldur að ég sé með þessum hórum af því að ég vil kynlíf, það hefur ekkert með það að gera að ég hangi með þessum tíkum. Ég er með þessum tíkum svo allir viti hver aðalmaðurinn er. Mér er alveg sama um þessar tussur.“ Eitt þeirra ummæla sem þekktast er frá Tate er þegar hann tjáði sig fyrir nokkrum árum á Twitter um þau athæfi sem Harvey Weinstein gerðist sekur um. Hann sagði athæfið ekki eiga að flokkast sem kynferðisleg áreitni og að það væri fórnarlömbum kynferðisofbeldis að kenna að þau lentu í ofbeldinu. Skemmst er frá því að segja að Tate er búsettur í Rúmeníu, að hans sögn vegna þess að auðveldara er að komast undan nauðgunarákærum í Austur-Evrópu. Tate hefur verið ítrekað verið sakaður, og kærður, fyrir kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi og mansal. Vísir fjallaði ítarlega um Tate á dögunum: Fréttastofa hefur reynt undanfarna daga að ná tali af Begga vegna færslu hans og umræðunnar í kringum hana. Beggi vildi ekki ræða málið við Vísi en nefndi þó að bók frá honum væri væntanlega í útgáfu í október.
Gagnrýnin athugasemd „Þér hefur ekki dottið í hug að lesa þér til sjálfur í stað þess að endurtaka bara það sem Jordan Peterson segir? [...] Eitruð karlmennska er heldur ekki eitthvað sem karlar nota sér í hag, heldur er eitruð karlmennska eitthvað sem hefur neikvæð áhrif á karla og samfélagið allt, rétt eins og feðraveldið. „Það er ekki bara í lagi að vera karlmaður - heldur nauðsynlegt“ þetta er líka bein tilvísun í orð Jordan Peterson.“
Samfélagsmiðlar 24/7 með Begga Ólafs Mál Andrew Tate Tengdar fréttir Kolklikkuðkunta: Orðræðu- og atferlisgreining andfélagslegrar hegðunar á samskiptamiðlum Um daginn rakst ég fyrir tilviljun á ummæli í athugasemdarkerfi fréttavefmiðla við fræðslugrein sem ég skrifaði fyrir Kjarnann í desember síðastliðnum. Sú grein hét Stafrænir flassarar: siðferðisskortur og siðleysi í samskiptum. 26. ágúst 2022 08:01 Andrew Tate gerður brottrækur af Meta Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum. 19. ágúst 2022 22:46 Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Kolklikkuðkunta: Orðræðu- og atferlisgreining andfélagslegrar hegðunar á samskiptamiðlum Um daginn rakst ég fyrir tilviljun á ummæli í athugasemdarkerfi fréttavefmiðla við fræðslugrein sem ég skrifaði fyrir Kjarnann í desember síðastliðnum. Sú grein hét Stafrænir flassarar: siðferðisskortur og siðleysi í samskiptum. 26. ágúst 2022 08:01
Andrew Tate gerður brottrækur af Meta Meta, móðurfélag Facebook og Instagram, hefur sparkað hinum umdeilda Andrew Tate af öllum sínum miðlum. 19. ágúst 2022 22:46
Holdgervingur eitraðrar karlmennsku slær í gegn á TikTok Fyrrum bardagakappinn Andrew Tate hefur slegið í gegn á TikTok síðustu vikur, þá sérstaklega meðal ungra karlmanna. Ummæli Tate verður þó að flokka oft á tíðum sem afar umdeild en hann talar oftar en ekki niður til kvenna og ýtir undir eitraða karlmennsku. Fleiri og fleiri ungir karlmenn fylgjast með Tate á hverjum einasta degi. 8. ágúst 2022 23:45