Fótbolti

Böngsum rigndi inn á völlinn

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sergio Cordoba greip einn bangsann eftir mark sitt.
Sergio Cordoba greip einn bangsann eftir mark sitt. Real Salt Lake

Stuðningsmenn Real Salt Lake í MLS-deildinni í fótbolta vestanhafs studdu gott málefni þegar leikur liðsins við Minnesota í nótt. Þeir létu leikfangaböngsum rigna inn á völlinn eftir fyrsta mark liðsins, en allir verða þeir gefnir börnum sem glíma við krabbamein.

Félagið stóð að kvöldi undir yfirskriftinni #KickChildhoodCancer til að vekja athygli á málefninu og hvetja fólk til styrkja og styðja við fjölskyldur sem eiga börn sem eru með krabbamein. Sem hluti af því voru áhorfendur hvattir til að mæta með leikfangabangsa á völlinn sem allir verða gefnir börnum sem glíma við sjúkdóminn.

Venesúelamaðurinn Sergio Cordova kom Salt Lake yfir strax á sjöundi mínútu leiksins gegn Minnesota United í nótt og þá fleygðu stuðningsmenn liðsins böngsunum inn á völlinn líkt og sjá má í myndbandinu að neðan.

Salt Lake vann leikinn 3-0 og er í sjötta sæti Vesturdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×