Neytendur

Gotteríið töluvert ódýrara í lágvöruverðsverslunum en í Fríhöfninni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Gottið er gott en það kostar sitt.
Gottið er gott en það kostar sitt. Vísir/Vilhelm

Vörur í Fríhöfninni í Leifsstöð eru oft mun dýrari en í lágvöruverðsverslunum á borð við Bónus, Krónuna og Costco.

Fréttablaðið gerði á dögunum verðkönnun á tíu algengum sælgætistegundum, sem bæði fást í Fríhöfninni og í fyrrnefndum verslunum. Fríhöfnin, eða Duty Free, eins og verslunin heitir á ensku, var dýrari í öllum tilvikum. Var verðmunurinn allt að 50 prósent.

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir um að ræða gífurlega álagningu af hálfu hins opinbera; verðið sé algjörlega út úr korti hjá verslun sem þarf ekki að standa skil á virðisaukaskatti upp á 24,5 prósent.

„Þetta er enn ein gildran sem neytendur á Íslandi þurfa að gæta sín á að falla ekki ofan í,“ segir Breki.

Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að það sé ekkert einfalt svar við verðmuninum en Fríhöfnin sé í sjálfu sér ekki í samkeppni við verslanir innanlands, heldur frekar aðrar fríhafnir í löndunum í kring.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×