Leysingar og úrkoma gærdagsins áttu ekkert í skyndiflóðið fyrir tveimur árum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. ágúst 2022 11:42 Rennsli jókst töluvert í Hvítá í gær vegna leysinga og úrkomu. Þessi mynd er tekin þegar rennslið var um það bil að ná hámarki í gærkvöldi. Flóðið úr Hafrafellslóni árið 2020 náði alveg upp að brúargólfinu. Vefmyndavél Elmars Snorrasonar. Veðurstofan fylgist áfram grannt með Hafrafellslóni við Langjökul vegna hættu á skyndiflóði úr lóni. Rennsli í Hvítá jókst til muna í hlýindum og rigningu í gær, en þó ekkert á við það sem myndi gerast ef flóð úr lóninu færi af stað. Undanfarna vikur hefur vatnsstaða Hafrafellslóns í jaðri Langjökuls hækkað jafnt og þétt. Talið er mögulegt að hlaupið geti úr lóninu á næstu dögum eða vikum. Töluvert skyndiflóð varð úr lóninu fyrir tveimur árum og flæddi þá mikið vatn niður farveg Svartár, yfir í Hvítá. Hreyfimyndir sýna aukninguna í rennslu Hvítár í gær glögglega Heimamaðurinn Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél við Hvítárbrú, ofan við Húsafell, svo fylgjast megi með rennsli árinnar. Í færslu á Facebook í gær vakti Elmar athygli á auknu rennsli í Hvítá við brúnna. Hið aukna rennsli tengist hins vegar leysingum og úrkomu, en ekki neinu flóði úr Hafrafellslónu. Rennsli Hvítár í gær fór hæst í um 130 rúmmetra á sekúndu samkvæmt óyfirförnum gögnum Veðurstofunnar. Á hreyfimyndinni hér fyrir neðan sem byggð er á myndum úr vefmyndavél Elmars og nær yfir um þriggja klukkutíma tímabil í gærkvöldi má glögglega sjá hvernig rennslið eykst hratt, en á þessum árstíma er venjulegt rennsli Hvítár rúmlega áttatíu rúmmetrar á sekúndu. Þó að glögglega megi sjá þó nokkra aukningu á rennsli er þetta þó talið lítið í samanburði við það vatnsmagn sem búast má við að flæði niður Hvítá komi til skyndiflóðs úr Hafrafellslóni. „Það yrði töluvert stærra. Við erum með viðmið fyrir flóðtoppinn og þetta er langt undir því. Það munar alveg 100-150 rúmmetrum í rennsli,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Landhelgisgæslan flaug á dögunum yfir lónið.Landhelgisgæslan. Til samanburðar má geta að rennsli í Soginu er nú í kringum 110-120 rúmmetrar á sekúndu. Talið er að í flóðinu 2020 hafi áin náð alveg upp að brúargólfi Hvítárbrúar, þar sem vefmyndavélin er staðsett. Sjá má á hreyfimyndinni hér fyrir neðan að rennslið í gær átti langt í land með að ná því, þrátt fyrir að rennsli hafi aukist töluvert á um þriggja tíma tímabili í gærkvöldi. Talið er rennsli í Hvítá þegar flóðið varð 2020 hafi náð rúmum 250 rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar má nefna að meðaltalsrennsli Jökulsár á Fjöllum síðasta sólarhring er 275,6 rúmmetrar á sekúndu. Grannt fylgst með Sem fyrr segir fylgist Veðurstofan grannt með stöðuna við Hafrafellslón. „Við fylgjumst með gögnum inn á okkar kerfi. Maður sér ef að þetta fer að hækka og fer að nálgast einhver mörk. Þá höfum við samband við Almannavarnir. Þeir sjá svo um að taka við viðbragðinu eftir það,“ segir Sigríður Magnea. Verði svipað flóð og árið 2020 er ekki búist við teljandi áhrifum á mannvirki á svæðinu. Hins vegar getur fólki á ferð við Svartá eða á bökkum Hvítár stafað hætta af flóði. Náttúruhamfarir Borgarbyggð Tengdar fréttir Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Undanfarna vikur hefur vatnsstaða Hafrafellslóns í jaðri Langjökuls hækkað jafnt og þétt. Talið er mögulegt að hlaupið geti úr lóninu á næstu dögum eða vikum. Töluvert skyndiflóð varð úr lóninu fyrir tveimur árum og flæddi þá mikið vatn niður farveg Svartár, yfir í Hvítá. Hreyfimyndir sýna aukninguna í rennslu Hvítár í gær glögglega Heimamaðurinn Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél við Hvítárbrú, ofan við Húsafell, svo fylgjast megi með rennsli árinnar. Í færslu á Facebook í gær vakti Elmar athygli á auknu rennsli í Hvítá við brúnna. Hið aukna rennsli tengist hins vegar leysingum og úrkomu, en ekki neinu flóði úr Hafrafellslónu. Rennsli Hvítár í gær fór hæst í um 130 rúmmetra á sekúndu samkvæmt óyfirförnum gögnum Veðurstofunnar. Á hreyfimyndinni hér fyrir neðan sem byggð er á myndum úr vefmyndavél Elmars og nær yfir um þriggja klukkutíma tímabil í gærkvöldi má glögglega sjá hvernig rennslið eykst hratt, en á þessum árstíma er venjulegt rennsli Hvítár rúmlega áttatíu rúmmetrar á sekúndu. Þó að glögglega megi sjá þó nokkra aukningu á rennsli er þetta þó talið lítið í samanburði við það vatnsmagn sem búast má við að flæði niður Hvítá komi til skyndiflóðs úr Hafrafellslóni. „Það yrði töluvert stærra. Við erum með viðmið fyrir flóðtoppinn og þetta er langt undir því. Það munar alveg 100-150 rúmmetrum í rennsli,“ segir Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við Vísi. Landhelgisgæslan flaug á dögunum yfir lónið.Landhelgisgæslan. Til samanburðar má geta að rennsli í Soginu er nú í kringum 110-120 rúmmetrar á sekúndu. Talið er að í flóðinu 2020 hafi áin náð alveg upp að brúargólfi Hvítárbrúar, þar sem vefmyndavélin er staðsett. Sjá má á hreyfimyndinni hér fyrir neðan að rennslið í gær átti langt í land með að ná því, þrátt fyrir að rennsli hafi aukist töluvert á um þriggja tíma tímabili í gærkvöldi. Talið er rennsli í Hvítá þegar flóðið varð 2020 hafi náð rúmum 250 rúmmetrum á sekúndu. Til samanburðar má nefna að meðaltalsrennsli Jökulsár á Fjöllum síðasta sólarhring er 275,6 rúmmetrar á sekúndu. Grannt fylgst með Sem fyrr segir fylgist Veðurstofan grannt með stöðuna við Hafrafellslón. „Við fylgjumst með gögnum inn á okkar kerfi. Maður sér ef að þetta fer að hækka og fer að nálgast einhver mörk. Þá höfum við samband við Almannavarnir. Þeir sjá svo um að taka við viðbragðinu eftir það,“ segir Sigríður Magnea. Verði svipað flóð og árið 2020 er ekki búist við teljandi áhrifum á mannvirki á svæðinu. Hins vegar getur fólki á ferð við Svartá eða á bökkum Hvítár stafað hætta af flóði.
Náttúruhamfarir Borgarbyggð Tengdar fréttir Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Fleiri fréttir „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjá meira
Ný vefmyndavél vaktar Hvítá Möguleiki er á að jökulhlaup verði í Svartá úr lóni við Langjökul en Elmar Snorrason hefur sett upp vefmyndavél til þess að vakta megi svæðið og bregðast fyrr við ef af hlaupinu verður. 20. ágúst 2022 14:00