Verður barnið þitt jarðfjarkönnuður? Bryony Mathew skrifar 31. ágúst 2022 09:01 Grunnskólabörn dagsins í dag munu í framtíðinni vinna við störf sem ekki hafa verið búin til. Framfarir í nanótækni, skammtatölvum, gerð vélmenna og geimferðum munu þýða að ný starfstækifæri verða til sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur. Þó að það sé ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um hvaða störf verða í boði fyrir börnin okkar í framtíðinni, getum við opnað augu þeirra fyrir hugmyndum og sannfært þau að þau geti allt. Einmitt þess vegna hefur breska sendiráðið gefið út barnabókina „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“. Bókin kynnir fyrir börnum 30 mögnuð störf sem líklegt er að verði til á Íslandi eftir 20 ár. Hún skiptist í „Tæknitröllastörf" sem snúast um framtíðar uppgötvanir og tæknitækifæri og "Íseldfjallastörf" sem felast í að hlúa að því sem við eigum og vernda jörðina fyrir komandi kynslóðir. Hvort tveggja er jafn mikilvægt. Bókin mun vonandi veita börnum innblástur og gera þau spennt fyrir framtíðinni. Hún mun sýna þeim tækifærin sem eru framundan. Áður fyrr valdi fólk oftast einn starfsferill en ég trúi að í framtíðinni munum við sjá fólk færa sig meira milli starfsgreina og taka með sér færni og góðar hugmyndir milli ólíkra starfa. Störf framtíðarinnar munu líka fela í sér kröfu um þverfaglegar aðferðir til að leysa sífellt flóknari vandamál. Nanóþjarkaverkfræðingar munu vinna með læknum, arkitektum og verkfræðingum þegar þeir þróa nýjar læknismeðferðir og netöryggisstjórar munu vinna með jarðfjarkönnuðum, sálfræðingum og skammtatölvuforriturum þegar þeir takast á við sífellt flóknari netógnir. Ég tel persónulega að börnin okkar ættu að horfa vítt yfir sviðið þegar þau ákveða hvað þau vilja starfa við. Ef börn skoða bókina og ákveða að þau langi að starfa við tvennt eða jafnvel fernt þá er það frábært! Áður fyrr taldi ungt fólk að það þyrfti að velja einn starfsferil og afskrifaði þannig marga möguleika vegna þess að það taldi sig ekki hafa réttu hæfileikana. Þau héldu til dæmis að þau væru ekki nægjanlega góð í stærðfræði eða náttúrufræði eða ekki nógu skapandi en fólk þróar með sér mismunandi færni með fjölbreyttri reynslu og fólk getur oft lært efni sem því finnst krefjandi með því að nota aðrar námsaðferðir. Hvað þýðir þetta svo allt í reynd? Þetta þýðir að foreldrar og forráðamenn ættu að hvetja börn til að prófa eins marga mismunandi hluti og mögulegt er. Leyfa þeim að prófa margar íþróttir, að forrita og semja tónlist. Leyfa þeim að reyna við listsköpun og vísindi. Hvetja til sköpunargleði og bjóða velkomnar nýjar hugmyndir. Kenna þeim um góðvild og að koma fram við aðra af virðingu. Börn munu þá geta byggt upp sína eigin verkfærakistu af færni og jákvæðni sem mun hjálpa þeim að dafna í störfum framtíðarinnar. Bókin „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“ verður ekki til sölu heldur dreift í skóla og bókasöfn víða um land, einnig verður bókin aðgengileg á rafrænu formi. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með facebook-síðu sendiráðsins UKinIceland til þess að nálgast rafrænt eintak. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi og doktor í taugavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Bókmenntir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Grunnskólabörn dagsins í dag munu í framtíðinni vinna við störf sem ekki hafa verið búin til. Framfarir í nanótækni, skammtatölvum, gerð vélmenna og geimferðum munu þýða að ný starfstækifæri verða til sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur. Þó að það sé ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um hvaða störf verða í boði fyrir börnin okkar í framtíðinni, getum við opnað augu þeirra fyrir hugmyndum og sannfært þau að þau geti allt. Einmitt þess vegna hefur breska sendiráðið gefið út barnabókina „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“. Bókin kynnir fyrir börnum 30 mögnuð störf sem líklegt er að verði til á Íslandi eftir 20 ár. Hún skiptist í „Tæknitröllastörf" sem snúast um framtíðar uppgötvanir og tæknitækifæri og "Íseldfjallastörf" sem felast í að hlúa að því sem við eigum og vernda jörðina fyrir komandi kynslóðir. Hvort tveggja er jafn mikilvægt. Bókin mun vonandi veita börnum innblástur og gera þau spennt fyrir framtíðinni. Hún mun sýna þeim tækifærin sem eru framundan. Áður fyrr valdi fólk oftast einn starfsferill en ég trúi að í framtíðinni munum við sjá fólk færa sig meira milli starfsgreina og taka með sér færni og góðar hugmyndir milli ólíkra starfa. Störf framtíðarinnar munu líka fela í sér kröfu um þverfaglegar aðferðir til að leysa sífellt flóknari vandamál. Nanóþjarkaverkfræðingar munu vinna með læknum, arkitektum og verkfræðingum þegar þeir þróa nýjar læknismeðferðir og netöryggisstjórar munu vinna með jarðfjarkönnuðum, sálfræðingum og skammtatölvuforriturum þegar þeir takast á við sífellt flóknari netógnir. Ég tel persónulega að börnin okkar ættu að horfa vítt yfir sviðið þegar þau ákveða hvað þau vilja starfa við. Ef börn skoða bókina og ákveða að þau langi að starfa við tvennt eða jafnvel fernt þá er það frábært! Áður fyrr taldi ungt fólk að það þyrfti að velja einn starfsferil og afskrifaði þannig marga möguleika vegna þess að það taldi sig ekki hafa réttu hæfileikana. Þau héldu til dæmis að þau væru ekki nægjanlega góð í stærðfræði eða náttúrufræði eða ekki nógu skapandi en fólk þróar með sér mismunandi færni með fjölbreyttri reynslu og fólk getur oft lært efni sem því finnst krefjandi með því að nota aðrar námsaðferðir. Hvað þýðir þetta svo allt í reynd? Þetta þýðir að foreldrar og forráðamenn ættu að hvetja börn til að prófa eins marga mismunandi hluti og mögulegt er. Leyfa þeim að prófa margar íþróttir, að forrita og semja tónlist. Leyfa þeim að reyna við listsköpun og vísindi. Hvetja til sköpunargleði og bjóða velkomnar nýjar hugmyndir. Kenna þeim um góðvild og að koma fram við aðra af virðingu. Börn munu þá geta byggt upp sína eigin verkfærakistu af færni og jákvæðni sem mun hjálpa þeim að dafna í störfum framtíðarinnar. Bókin „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“ verður ekki til sölu heldur dreift í skóla og bókasöfn víða um land, einnig verður bókin aðgengileg á rafrænu formi. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með facebook-síðu sendiráðsins UKinIceland til þess að nálgast rafrænt eintak. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi og doktor í taugavísindum.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun