Segist hafa afþakkað boð um að verða aðalkynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð Atli Ísleifsson skrifar 30. ágúst 2022 08:35 Chris Rock segir að það yrði eins og að snúa aftur á vettvang glæps ef hann yrði kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Getty Bandaríski grínistinn Chris Rock segist hafa hafnað boði um að verða kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð sem fram fer í mars á næsta ári. Rock var kýldur af Will Smith á síðustu Óskarsverðlaunahátíð þegar hann var að kynna tilnefningar fyrir bestu heimildarmynd ársins og gerði þá grín að Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will Smith. Rock sagði frá boði aðstandenda Óskarsverðlaunahátíðarinnar á uppistandssýningu sinni í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum síðastliðið sunnudagskvöld. Hafði þá einn áhorfandi í salnum hvatt Rock to að segja aðeins frá atvikinu. Rock sagðist ennfremur hafa hafnað boði um að leika í auglýsingu ónefnds fyrirtækis sem átti að sýna í útsendingu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) á næsta ári sem er einn stærsti sjónvarpsviðburður í Bandaríkjunum á ári hverju. Rock sagði að það yrði eins og að snúa aftur á vettvang glæps ef hann myndi þiggja boð um að verða kynnir Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Vísaði hann svo í réttarhöldin yfir O.J. Simpson vegna morðsins á eiginkonu hans, Nicole, og sagði hann það vera eins og ef henni yrði boðið að „snúa aftur á ítalska veitingastaðinn“. Í réttarhöldunum yfir O.J. Simpson var talsvert fjallað um að morðkvöldið hafi Nicole gleymt gleraugum á ítölskum veitingastað þar sem þau hjónin höfðu snætt. Í sýningunni í Phoenix sagði Rock að löðrungurinn hafi verið sársaukafullur, enda hafi Smith áður farið með hlutverk hnefaleikakappans Muhammed Ali í kvikmynd. „Hann er stærri en ég. Nevada-ríki myndi ekki samþykkja bardaga milli mín og Smith,“ sagði Rock. Smith hefur beðið Rock afsökunar á hegðun sinni, en Rock hefur þó lítið viljað bregðast við. Hann sé ekki reiðubúinn að funda með Smith. Aðstandendur Óskarsverðlaunahátíðarinnar hafa bannað Smith að sækja hátíðina næstu tíu árin vegna hegðunar hans á síðustu hátíð. Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Tengdar fréttir Gantast enn með kinnhestinn en vill ekki ræða við Will Smith Á nýlegu uppistandi hélt grínistinn Chris Rock áfram að gantast með kinnhestinn víðfræga sem Will Smith veitti honum á síðustu Óskarsverðlaunum. Chris minntist ekki á nýlegt myndband Will Smith þar sem sá síðarnefndi biðst fyrirgefningar á framferði sínu á Óskarsverðlaununum. Hann hélt hins vegar áfram að gera grín að atvikinu. 31. júlí 2022 10:08 Will Smith biðst aftur afsökunar á kinnhestinum Will Smith birti myndband á Instagram-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann biður Chris Rock afsökunar fyrir að hafa gefði honum kinnhest á síðustu Óskarsverðlaunahátíð. 29. júlí 2022 15:04 Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Sjá meira
Rock sagði frá boði aðstandenda Óskarsverðlaunahátíðarinnar á uppistandssýningu sinni í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum síðastliðið sunnudagskvöld. Hafði þá einn áhorfandi í salnum hvatt Rock to að segja aðeins frá atvikinu. Rock sagðist ennfremur hafa hafnað boði um að leika í auglýsingu ónefnds fyrirtækis sem átti að sýna í útsendingu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) á næsta ári sem er einn stærsti sjónvarpsviðburður í Bandaríkjunum á ári hverju. Rock sagði að það yrði eins og að snúa aftur á vettvang glæps ef hann myndi þiggja boð um að verða kynnir Óskarsverðlaunahátíðarinnar. Vísaði hann svo í réttarhöldin yfir O.J. Simpson vegna morðsins á eiginkonu hans, Nicole, og sagði hann það vera eins og ef henni yrði boðið að „snúa aftur á ítalska veitingastaðinn“. Í réttarhöldunum yfir O.J. Simpson var talsvert fjallað um að morðkvöldið hafi Nicole gleymt gleraugum á ítölskum veitingastað þar sem þau hjónin höfðu snætt. Í sýningunni í Phoenix sagði Rock að löðrungurinn hafi verið sársaukafullur, enda hafi Smith áður farið með hlutverk hnefaleikakappans Muhammed Ali í kvikmynd. „Hann er stærri en ég. Nevada-ríki myndi ekki samþykkja bardaga milli mín og Smith,“ sagði Rock. Smith hefur beðið Rock afsökunar á hegðun sinni, en Rock hefur þó lítið viljað bregðast við. Hann sé ekki reiðubúinn að funda með Smith. Aðstandendur Óskarsverðlaunahátíðarinnar hafa bannað Smith að sækja hátíðina næstu tíu árin vegna hegðunar hans á síðustu hátíð.
Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Tengdar fréttir Gantast enn með kinnhestinn en vill ekki ræða við Will Smith Á nýlegu uppistandi hélt grínistinn Chris Rock áfram að gantast með kinnhestinn víðfræga sem Will Smith veitti honum á síðustu Óskarsverðlaunum. Chris minntist ekki á nýlegt myndband Will Smith þar sem sá síðarnefndi biðst fyrirgefningar á framferði sínu á Óskarsverðlaununum. Hann hélt hins vegar áfram að gera grín að atvikinu. 31. júlí 2022 10:08 Will Smith biðst aftur afsökunar á kinnhestinum Will Smith birti myndband á Instagram-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann biður Chris Rock afsökunar fyrir að hafa gefði honum kinnhest á síðustu Óskarsverðlaunahátíð. 29. júlí 2022 15:04 Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Sjá meira
Gantast enn með kinnhestinn en vill ekki ræða við Will Smith Á nýlegu uppistandi hélt grínistinn Chris Rock áfram að gantast með kinnhestinn víðfræga sem Will Smith veitti honum á síðustu Óskarsverðlaunum. Chris minntist ekki á nýlegt myndband Will Smith þar sem sá síðarnefndi biðst fyrirgefningar á framferði sínu á Óskarsverðlaununum. Hann hélt hins vegar áfram að gera grín að atvikinu. 31. júlí 2022 10:08
Will Smith biðst aftur afsökunar á kinnhestinum Will Smith birti myndband á Instagram-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann biður Chris Rock afsökunar fyrir að hafa gefði honum kinnhest á síðustu Óskarsverðlaunahátíð. 29. júlí 2022 15:04
Will Smith í tíu ára bann frá Óskarnum Bandaríski leikarinn Will Smith fær ekki að mæta á Óskarsverðlaunahátíðina eða aðra tengda viðburði næstu tíu ár. 8. apríl 2022 19:18