„Við erum aldrei að fara að falla úr þessari deild“ Atli Arason skrifar 29. ágúst 2022 20:00 Atli Jónasson, markvörður Leiknis. Sigurjón Atli Jónasson, markvörður Leiknis, lék í gær sinn fyrsta leik í efstu deild í 13 ár þegar Leiknir og Breiðablik áttust við í 19. umferð Bestu-deildar karla. Breiðablik vann leikinn 4-0 sem gerir að verkum að Leiknir er eitt í neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. „Númer eitt tvö og þrjú er það pirrandi fyrir okkur í Leikni að tapa þessum leik þó hann hafi verið erfiður. Það er nóg framundan en það gleymist að ég er í liði. Við ætlum bara að halda áfram að berjast en við erum aldrei að fara að falla úr þessari deild,“ sagði Atli í viðtali við Stöð 2 í dag. Atli kom óvænt inn í liðið eftir að aðalmarkvörður liðsins, Viktor Freyr Sigurðsson, gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Atli kom samt ágætlega frá leiknum þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni, leikmanni Breiðabliks, á 45. mínútu. „Ég vissi hvert hann var að fara að skjóta um leið og hann setti boltann á punktinn. Ég ætla ekki að segja hvernig ég vissi það en ég vissi það í svona korter, hvert hann ætlaði að skjóta,“ svaraði Atli aðspurður út í vítaspyrnuna. Síðasti leikur sem Atli lék í efstu deild var með KR gegn Val í júlí 2009. Atli er 35 ára gamall en hann vildi ekki gefa upp hvort hann myndi spila áfram með Leikni á næsta tímabili. „Á næsta ári?“ Spurði Atli hissa á móti áður en hann bætti við. „Við verðum bara að fá að skoða það,“ sagði Atli Jónasson, markvörður Leiknis, með bros á vör. Viðtalið við Atla í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. >
Breiðablik vann leikinn 4-0 sem gerir að verkum að Leiknir er eitt í neðsta sæti deildarinnar, tveimur stigum frá öruggu sæti. „Númer eitt tvö og þrjú er það pirrandi fyrir okkur í Leikni að tapa þessum leik þó hann hafi verið erfiður. Það er nóg framundan en það gleymist að ég er í liði. Við ætlum bara að halda áfram að berjast en við erum aldrei að fara að falla úr þessari deild,“ sagði Atli í viðtali við Stöð 2 í dag. Atli kom óvænt inn í liðið eftir að aðalmarkvörður liðsins, Viktor Freyr Sigurðsson, gat ekki tekið þátt vegna meiðsla. Atli kom samt ágætlega frá leiknum þar sem hann varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni, leikmanni Breiðabliks, á 45. mínútu. „Ég vissi hvert hann var að fara að skjóta um leið og hann setti boltann á punktinn. Ég ætla ekki að segja hvernig ég vissi það en ég vissi það í svona korter, hvert hann ætlaði að skjóta,“ svaraði Atli aðspurður út í vítaspyrnuna. Síðasti leikur sem Atli lék í efstu deild var með KR gegn Val í júlí 2009. Atli er 35 ára gamall en hann vildi ekki gefa upp hvort hann myndi spila áfram með Leikni á næsta tímabili. „Á næsta ári?“ Spurði Atli hissa á móti áður en hann bætti við. „Við verðum bara að fá að skoða það,“ sagði Atli Jónasson, markvörður Leiknis, með bros á vör. Viðtalið við Atla í heild má sjá í spilaranum hér að neðan. >
Besta deild karla Íslenski boltinn Leiknir Reykjavík Tengdar fréttir Spilaði síðast í efstu deild 2009 en varði víti gegn toppliðinu á sunnudag Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni. 29. ágúst 2022 13:01 Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15 Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Blikum, dramatík á Akureyri og í Keflavík, ÍBV kom til baka og ekkert gerðist í Vesturbæ Alls fóru fimm leikir fram í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag. Það var nóg um að vera, mikið af mörkum, nóg af dramatík og mikil skemmtun á flestum völlum. Hér að neðan má sjá öll mörkin og allt það helsta sem gerðist. 29. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Sjá meira
Spilaði síðast í efstu deild 2009 en varði víti gegn toppliðinu á sunnudag Atli Jónasson stóð óvænt í marki Leiknis Reykjavíkur er liðið heimsótti Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á sunnudagskvöld. Toppliðið vann vissulega öruggan sigur en Atli, sem var að spila aðeins sinn annan leik í efstu deild, stóð sig með prýði og varði meðal annars vítaspyrnu frá Höskuldi Gunnlaugssyni. 29. ágúst 2022 13:01
Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik 4-0 Leiknir | Blikar ekki í vandræðum með Leikni Breiðablik vann sannfærandi 4-0 sigur á Leiknismönnum í 18. umferð Bestu deildarinnar í kvöld. 28. ágúst 2022 21:15
Sjáðu mörkin: Öruggt hjá Blikum, dramatík á Akureyri og í Keflavík, ÍBV kom til baka og ekkert gerðist í Vesturbæ Alls fóru fimm leikir fram í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudag. Það var nóg um að vera, mikið af mörkum, nóg af dramatík og mikil skemmtun á flestum völlum. Hér að neðan má sjá öll mörkin og allt það helsta sem gerðist. 29. ágúst 2022 14:01