Hannaði silfurmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. ágúst 2022 16:48 Guðbjörg að sýna Katy Perry hálsmenið í gær en það er stórt og mikið silfurmen skreytt með safírum og demöntum. Skjáskot/Samsett Guðbjörg Kristín Ingvarsdóttir, skartgripahönnuður og eigandi Aurum, hannaði stórt silfurhálsmen með safírum og demöntum fyrir Katy Perry sem tónlistarkonan bar á sérstakri skírnarathöfn skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima við Skarfabakka í gær. Blaðamaður hafði samband við Guðbjörgu til að forvitnast út í hálsmenið sem hún hannaði fyrir Katy Perry og aðdragandann að því. Katy Perry stærsti kúnninn til þessa Aðspurð hvað hefði komið til að Guðbjörg hannaði hálsmenið fyrir Katy Perry sagði hún að haft hefði verið samband við Aurum, fyrirtæki hennar, í febrúar. Þar voru þau beðin um að hanna armband fyrir Katy Perry sem hún bar síðan á viðburði í apríl. Í kjölfarið voru þau beðin um að hanna hálsmenið sem tók marga mánuði og Perry fékk afhent í gær. Guðbjörg segir að Perry virkilega viðkunnanlega og þægilega.Skjáskot/instagram „Við erum orðin ágætlega þekkt úti, Aurum, og erum búin að gera ýmis hönnunarverkefni í gegnum árin og þess vegna kemur þetta í hendurnar á okkur,“ segir Guðbjörg þegar blaðamaður spyr hvort svona verkefni sé ekki óvenjulegt. „Það er ekki langt síðan við gerðum skartgripi fyrir Evrópumótið í fótbolta á þulina þar, Rio Ferdinand og önnur stór nöfn. Þannig það hafa komið svona verkefnið inn á borð hjá okkur í einhver skipti og við erum í tveimur stærri kvikmyndaverkefnum sem koma seinna á árinu,“ segir Guðbjörg. „En þetta er held ég það stærsta,“ segir hún um Perry. „Við erum búin að vera í skargripageiranum síðan 1999,“ segir Guðbjörg um skartgripafyrirtæki þeirra Aurum sem hefur í mörg ár verið á Bankastræti 4. „En styrkleikinn okkar er að ég hef verið að gera stærri stykki í gegnum árin og hef haldið því alveg síðan ég kláraði hönnunarnámið,“ segir Guðbjörg um það hvernig svona stærri verkefni komi upp í hendurnar á þeim. Perry „virkilega viðkunnanleg og þægileg“ Vegna þess að Guðbjörg hannaði hálsmen Perry fyrir skírnarathöfn skipsins var henni og fjölskyldu hennar boðið um borð í Norwegian Prima í gær. Perry ásamt forstjórum Norwegian Cruise Lines við skírnarathöfnina í gær.Getty/Tristan Fewings Þar fylgdust þau með Perry, guðmóður skemmtiferðaskipsins, gefa því formlegt nafn. Seinna um kvöldið tryllti Perry síðan lýðinn með stórum tónleikum um borð. „Þetta var ofboðslega flott og glæsilegt skip,“ segir Guðbjörg um skemmtiferðaskipið. Athöfnin sjálf hafi hins vegar verið lítil, „ég held að það hafi ekki verið nema 30-40 manns,“ segir Guðbjörg. „En svo fórum við á tónleikana sem voru ótrúlega flottir,“ bætir hún við. Þá spjallaði Guðbjörg við Perry sjálfa fyrr um kvöldið, „sagði henni frá hálsmeninu, hugmyndinni á bak við það, skýrði fyrir henni hvernig hún gæti haft það á sér og hvað væri í því. Þetta er stórt silfurmen með safírum og demöntum,“ segir Guðbjörg. Aðspurð hvort Perry hafi verið með stjörnustæla segir Guðbjörg að það sé ekki til í tónlistarkonunni heldur sé hún „virkilega viðkunnanleg og þægileg“. Hér fyrir neðan má sjá Instagram-færslu Ásgerðar Diljár, dóttur Guðbjargar, þar sem hún sýnir frá skipinu, hálsmeninu og hittingnum með Perry. View this post on Instagram A post shared by A SGERÐUR DILJA (@asgerdurdilja) Hollywood Tíska og hönnun Íslandsvinir Tengdar fréttir Innlit í skemmtiferðaskipið við Klettagarða í Reykjavík Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina. 26. ágúst 2022 13:55 Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Blaðamaður hafði samband við Guðbjörgu til að forvitnast út í hálsmenið sem hún hannaði fyrir Katy Perry og aðdragandann að því. Katy Perry stærsti kúnninn til þessa Aðspurð hvað hefði komið til að Guðbjörg hannaði hálsmenið fyrir Katy Perry sagði hún að haft hefði verið samband við Aurum, fyrirtæki hennar, í febrúar. Þar voru þau beðin um að hanna armband fyrir Katy Perry sem hún bar síðan á viðburði í apríl. Í kjölfarið voru þau beðin um að hanna hálsmenið sem tók marga mánuði og Perry fékk afhent í gær. Guðbjörg segir að Perry virkilega viðkunnanlega og þægilega.Skjáskot/instagram „Við erum orðin ágætlega þekkt úti, Aurum, og erum búin að gera ýmis hönnunarverkefni í gegnum árin og þess vegna kemur þetta í hendurnar á okkur,“ segir Guðbjörg þegar blaðamaður spyr hvort svona verkefni sé ekki óvenjulegt. „Það er ekki langt síðan við gerðum skartgripi fyrir Evrópumótið í fótbolta á þulina þar, Rio Ferdinand og önnur stór nöfn. Þannig það hafa komið svona verkefnið inn á borð hjá okkur í einhver skipti og við erum í tveimur stærri kvikmyndaverkefnum sem koma seinna á árinu,“ segir Guðbjörg. „En þetta er held ég það stærsta,“ segir hún um Perry. „Við erum búin að vera í skargripageiranum síðan 1999,“ segir Guðbjörg um skartgripafyrirtæki þeirra Aurum sem hefur í mörg ár verið á Bankastræti 4. „En styrkleikinn okkar er að ég hef verið að gera stærri stykki í gegnum árin og hef haldið því alveg síðan ég kláraði hönnunarnámið,“ segir Guðbjörg um það hvernig svona stærri verkefni komi upp í hendurnar á þeim. Perry „virkilega viðkunnanleg og þægileg“ Vegna þess að Guðbjörg hannaði hálsmen Perry fyrir skírnarathöfn skipsins var henni og fjölskyldu hennar boðið um borð í Norwegian Prima í gær. Perry ásamt forstjórum Norwegian Cruise Lines við skírnarathöfnina í gær.Getty/Tristan Fewings Þar fylgdust þau með Perry, guðmóður skemmtiferðaskipsins, gefa því formlegt nafn. Seinna um kvöldið tryllti Perry síðan lýðinn með stórum tónleikum um borð. „Þetta var ofboðslega flott og glæsilegt skip,“ segir Guðbjörg um skemmtiferðaskipið. Athöfnin sjálf hafi hins vegar verið lítil, „ég held að það hafi ekki verið nema 30-40 manns,“ segir Guðbjörg. „En svo fórum við á tónleikana sem voru ótrúlega flottir,“ bætir hún við. Þá spjallaði Guðbjörg við Perry sjálfa fyrr um kvöldið, „sagði henni frá hálsmeninu, hugmyndinni á bak við það, skýrði fyrir henni hvernig hún gæti haft það á sér og hvað væri í því. Þetta er stórt silfurmen með safírum og demöntum,“ segir Guðbjörg. Aðspurð hvort Perry hafi verið með stjörnustæla segir Guðbjörg að það sé ekki til í tónlistarkonunni heldur sé hún „virkilega viðkunnanleg og þægileg“. Hér fyrir neðan má sjá Instagram-færslu Ásgerðar Diljár, dóttur Guðbjargar, þar sem hún sýnir frá skipinu, hálsmeninu og hittingnum með Perry. View this post on Instagram A post shared by A SGERÐUR DILJA (@asgerdurdilja)
Hollywood Tíska og hönnun Íslandsvinir Tengdar fréttir Innlit í skemmtiferðaskipið við Klettagarða í Reykjavík Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina. 26. ágúst 2022 13:55 Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Innlit í skemmtiferðaskipið við Klettagarða í Reykjavík Stórt skemmtiferðaskip hefur vakið athygli við höfnina hjá Klettagörðum í Reykjavík síðustu daga. Skipið sem um ræðir er skemmtiferðaskipið Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka um helgina. 26. ágúst 2022 13:55
Katy Perry kemur til Íslands í sumar Bandaríska söngkonan Kary Perry mun koma til Íslands næsta sumar í tilefni af því að hún verður svokölluð „guðmóðir“ skemmtiferðaskipsins Norwegian Prima sem mun fá formlega nafngift við Skarfabakka í Reykjavík í ágúst næstkomandi. 18. mars 2022 07:27