Með bilað sjálfstraust og aldrei þá hugsun að gefast upp Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. ágúst 2022 08:01 Í haust og í vetur mun Helgarviðtal Atvinnulífsins nokkrum sinnum segja sögur sem gefa okkur tækifæri til að rifja upp alls kyns skemmtilega eða áhugaverða hluti úr samtímasögunni. Við byrjum á sögu Valla sport sem Morgunblaðið sagði árið 2006 að hefði þá þegar komið víða við. Valli er afabarn þekkts stórkaupsmanns í Reykjavík en í dag býr hann í Osló, er stjórnarformaður auglýsingastofunnar Pipar TWBA, hljómsveitagaur, lagahöfundur, rithöfundur, auglýsingafrömuður, afi og margt fleira. Vísir/Vilhelm „Það hefur aldrei komið upp sú hugsun að gefast upp þannig að já, eflaust er ég bilaður í sjálfstraustinu. En ég er líka varkár og telst líklegast skringileg skrúfa sem nota bæði heilahvelin á víxl; Það skapandi annars vegar og tölurnar hins vegar. Og ef eitthvað hefur klikkað eða mistekist held ég að mér hafi oftast tekist að finna leiðina út úr því,“ segir Valgeir Magnússon athafnamaður með meiru. Við höfum fylgst með Valgeiri Magnússyni lengi. Eða Valla sport eins og hann er kallaður. Enda ekki nema von því Valli hefur komið að mörgu. Í viðskiptalífinu, í auglýsingabransanum, sem fjölmiðlamaður, rithöfundur, eggjabóndi, í íþróttum, lagahöfundur, hljómsveitagaur, í málefnum flóttafólks og svo mætti lengi telja. Svo margt hefur reyndar á daga Valla drifið að fyrir sextán árum síðan birti Morgunblaðið við hann og félaga hans Sigurð Hlöðversson viðtal þar sem sagði að þeir hefðu komið svo „víða við.“ Var þó margt ógert enn á þeim tíma! Í haust og í vetur ætlum við að segja nokkrar sögur í helgarviðtölum Atvinnulífsins sem gefa okkur tækifæri til að rifja upp ýmislegt úr samtímasögunni sem skemmtilegt er að muna eftir eða áhugavert. Við byrjum á sögu Valla sport. Valli er fæddur árið 1968, ólst upp í Fossvogi og fór í Réttarholtskóla. Hér má sjá Valla aftast í hópi með skólafélögum og eflaust átta glöggir lesendur sig á því að fremst má sjá Halldóru Geirharðsdóttur leikkonu. Valli var nokkuð fjörugur og uppátækjasamur í æsku en um tvítugt breyttust ýmiss plön þegar hrun varð í íslensku atvinnulífi.Aðsend Afabarn stórkaupmanns í Reykjavík Valli er fæddur árið 1968, ólst upp í Fossvogi og kláraði Réttarholtskóla árið 1984. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson tæknifræðingur og Þórhildur Gunnarsdóttir viðskiptakona. Þórhildur og Magnús voru bæði mjög virk sem athafnarfólk og í félagsstarfi. Í heimi viðskipta og atvinnulífs í Reykjavík var það þó í móðurlegg sem margir þekktu til fjölskyldunnar. Bæði voru þau mjög virk sem athafnafólk og í félagsmálum. Því Þórhildur móðir Valla var dóttir Gunnars Ásgeirssonar stórkaupmanns. Gunnar stofnaði og rak um árabil eitt stærsta og rótgrónasta fyrirtækið í Reykjavík, Gunnar Ásgeirsson hf. Gunnar stofnaði og kom reyndar að fleiri fyrirtækjum, meðal annars Veltir hf. sem selt var til Brimborgar árið 1988. Þá var Gunnar þekktur fyrir störf sín í þágu Lions hreyfingarinnar og fleira. Þórhildur kom að fjölskyldufyrirtæki föður síns en það fyrirtæki var stokkað upp og selt árið 1989. Þá stofnaði Þórhildur fyrirtækið Völusteinn sem Valli tók þátt í með henni. Völusteinn sem var með alls kyns föndurvörur, gaf út föndurblað, var með umboð fyrir Husqarna saumavélarnar og fleira. Þá sat Þórhildur í stjórn Austurbakka sem þá var meðal annars með Nike umboðið, eða allt þar til það félag fór á Kauphallarmarkað tímabilið 2000-2005. Þórhildur var mjög virk í félagsstarfi JC kvenna á Íslandi og Lions hreyfingarinnar. Hún var ein af stofnfélögum FKA og einn stofnenda Vímulausrar æsku, sat í stjórn SÁÁ og hélt ótal námskeið í framkomu og ræðumennsku. „Mamma kom að ótrúlega mörgum verkefnum. Til dæmis Á eftir bolta kemur barn og Rauðu fjöðrinni. Þau voru bæði mjög virk í félagsstarfi sem skýrir út hvers vegna ég fékk mína eldskírn í ræðumennsku aðeins 12 ára gamall.“ Hvar og um hvað var sú ræða? „Ég man minnst eftir ræðunni heldur meira því að hafa verið í Austurbæjarbíói á JC þingi, farið þar í púltið, talað og síðan fengið mikið klapp á eftir,“ segir Valli og hlær. En skýrir síðan út að ræðan sem hann hélt var um að fötluð börn ættu ekki að vera skikkuð í sérskóla, heldur ættu rétt á að sækja almenna skóla. Gunnar Ásgeirsson hf. var rótgróið fyrirtæki um árabil í Reykjavík með mjög mikil umsvif. Auglýsingar frá fyrirtækinu gátu verið allt frá frystikistum yfir í sumarbústaði en einnig var fyrirtækið umsvifamikið þegar kom að fermingargjöfum. Hér má sjá hálfsíðuauglýsingu úr Dagblaðinu Vísi 3.apríl 1982. Margir á hausinn og ekkert Tinder Æskan var góð og ljóst af nokkrum sögum frá Valla að hann var ófeiminn og frakkur sem gutti, óhræddur við ýmislegt og eflaust heldur uppátækjasamur. Systir Valla heitir Valgerður Magnúsdóttir og teljast þau til kynslóða lyklabarna. En lyklabörn er sú kynslóð sem sá meira og minna um sig sjálf utan skóla því mamma og pabbi voru bæði að vinna. Valli kláraði stúdentinn í Versló. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Silju Dögg Ósvaldsdóttir en hún hefur verið framkvæmdastjóri bókhaldsfyrirtækisins Fastlands um árabil. „Ég tók eftir henni strax eftir nýliðakynningunni þar sem hún hélt á blöðru og var að reima skónna sína á miðri götu. En við byrjuðum ekki saman fyrr en á öðru ári. Það var ekkert Tinder á þessum tíma þannig að maður þurfti að vinna svolítið fyrir þessu.“ Valli stefndi á auglýsinganám í Bandaríkjunum en eftir stúdentsferðina til Mexíkó breyttust þó plön og hann fór í viðskiptafræði í HÍ. „Stefnan var að eftir fyrsta námsárið í Bandaríkjunum færi ég að vinna á auglýsingastofunni ÓSA sem þá var ein stærsta auglýsingastofa landsins. En á þessum árum varð hrun. Hafskip fór á hausinn, Útvegsbankinn lagði upp laupana, fjölmargar ferðaskrifstofur lifðu það ekki af, bílaumboðin fóru flest í gegnum erfiðleika og svo framvegis.“ Eitt þeirra fyrirtækja sem fór í þrot var ÓSA auglýsingastofan og fjölskyldufyrirtækið Gunnar Ásgeirsson barðist einnig í bökkum. Allt í einu var ég komin í það með mömmu að reyna að greiða úr hinum og þessum málum í fyrirtækinu. Gera upp leifar, selja það sem hægt var að selja og greiða það sem hægt var. Þetta reyndi verulega á því það voru margir í ábyrgðum fyrir skuldum. Sem betur fer fór reyndar enginn illa út úr þessu en þetta var vissulega erfiður tími þar sem ég lærði margt.“ Getur þú nefnt dæmi? „Já þarna breyttist hugsunarhátturinn algjörlega því ég áttaði mig á því að ef ég vildi gera eitthvað yrði ég að gera það sjálfur. Ég og félagi minn fórum til dæmis að rétta og sprauta klessta bíla á kvöldin og um helgar og fengum aðstöðu á verkstæði sem pabbi hans átti. Ég stofnaði líka skúringafyrirtæki og ég og kona mín vorum því út um allt að skúra.“ Valli tók eftir Silju strax á nýliðakynningunni í Versló. Þau byrjuðu þó ekki saman fyrr en á öðru ári enda var ekkert Tinder til þá eins og Valli segir. Saman hafa þau gert ýmislegt. Til dæmis stofnuðu þau ung skúringafyrirtæki og Silja sá um tíma um fjármálin hjá Völusteini. Í dag er hún framkvæmdastjóri Fastlands bókhaldsþjónustu. Silja og Valli eiga saman tvö börn: Hildi Evu sem er fædd 1991 og Gunnar Ingi sem er fæddur 1993. Saumavélar og sveitafélög Valli tók að hluta til þátt í rekstri Völusteins með móður sinni, til dæmis að sjá um auglýsingamálin og útgáfu Völusteinsblaðsins. Systir hans sá um sum verkefni og Silja um tíma um fjármálin. Það voru því allir að hjálpast að. Árið 2001 tók Pfaff við Husqvarna saumavélunum. „Það má segja að ég hafi selt saumavélaumboðið til Pfaff og mamma var innifalin,“ segir Valli og hlær. Hann segir reyndar að þessi breyting hafi orðið öllum til góðs og hjá Pfaff hafi mamma hans klárað sinn starfsferil en áfram ráku þau Völustein í tvö ár, eða þar til það fyrirtæki var selt. Þórhildur lést síðan árið 2007 en Magnús árið 2020. Alls konar tilviljanir einkenna starfsferil Valla. Til dæmis það að eftir háskólanám urðu sveitarfélög stærstu viðskiptavinirnir hans. Hvernig kom það til? „Mér fannst mjög mikilvægt að lokaritgerðin mín yrði verkefni sem ég gæti selt. Þetta er á þessum tíma sem Davíð Scheving var að tala fyrir útflutningi á vatni sem að mér fannst forvitnilegur framtíðarbusiness. Ég hafði samband við Patrekshrepp sem hafði nýverið misst kvóta og stóð uppi með stórt og tómt fiskvinnsluhús. Ég lagði til að ritgerðin mín yrði úttekt á því hvort og þá hvernig hægt væri að nýta þetta hús sem pökkunarverksmiðju fyrir vatn sem flutt yrði til útlanda.“ Verkefnið gekk vel og eftir nám ráku Valli og tveir félagar hans ráðgjafafyrirtæki. Sveitarfélögin voru uppistaða tekna og fólust verkefni fyrir sveitarfélögin til dæmis í verkefnum eins og hagkvæmnisútreikningum fyrir sameiningar. „Gallinn er bara sá að sveitarfélög starfa bara í fullri virkni í þrjú ár. Því síðasta árið fer í að sannfæra kjósendur um hvað búið er að gera marga frábæra hluti og undirbúa kosningar. Við urðum því hálf tekjulausir þegar leið að kosningum.“ Þórhildi móður Valla kenna margir við Völustein föndurverslunina og síðar saumavéladeild Pfaff þar sem hún kláraði starfsferil sinn eftir að Pfaff keypti saumavélaumboðið Husqvarna. Þórhildur var mjög virk í félagsstarfi JC kvenna á Íslandi og Lions hreyfingarinnar. Hún var ein af stofnfélögum FKA og einn stofnenda Vímulausrar æsku, sat í stjórn SÁÁ og kom að þekktum forvarnarverkefnum eins og Á eftir bolta kemur barn og Rauða fjöðrin. Hér er frétt úr Frjálsri verslun þar sem segir frá kaupum Pfaff á saumavélaumboðinu frá Völusteini árið 2002. Palli Magg, Siggi Hlö og upphafið á Stöð 2 Fyrir tilviljun hafði Valli dottið inn í auglýsingabransann því samhliða ráðgjöfinni seldi hann auglýsingar á veltiskilti á Laugaveginum. Sem gjaldgengur sölumaður í auglýsingageiranum réði hann sig því til Stöðvar 2 og Bylgjunnar sumarið 1994. Stöð 2 og Bylgjan var rekin undir hatti Íslenska útvarpsfélagsins og eins og á RÚV var forstjóri félagsins á þeim tíma titlaður útvarpsstjóri eins og hefð var fyrir hjá RÚV. Fyrsti dagurinn minn var þegar Palli Magg tilkynnti að hann væri hættur sem útvarpsstjóri. Ég mætti um morguninn og var sagt að það væri stór starfsmannafundur sem ég þyrfti ekki að mæta á því ég væri bara að byrja. Ég átti hins vegar að sjá um deildina á meðan sem var nú nokkuð stórt verkefni á því starfsmannafundurinn stóð í þrjár klukkustundir!“ Mikill styr hafði staðið um félagið um tíma og rekstrarerfiðleikar félagsins flestum kunnugir. Starfslok Páls voru því ákveðin í samhengi við að nýr meirihluti eigenda var að taka við félaginu. Sá hópur réði Jafet Ólafsson sem nýjan útvarpsstjóra. Í Morgunblaðinu þann 2.júlí 1994 segir um fyrirhugaðan hluthafafund og kenningar um nýja stjórn: „Stærsti hluthafinn, Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Los Angeles, mun ekki sitja fundinn samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Almennt er gert ráð fyrir að Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, verði kjörinn stjórnarformaður félagsins af hálfu hins nýja meirihluta en ásamt honum verði í stjórn Jón Ólafsson í Skífunni, Símon Gunnarsson, endurskoðandi, og Jóhann J. Ólafsson og rætt hefur verið um að Haraldur Haraldsson í Andra verði sérstakur ritari stjórnar, en fulltrúar hins nýja meirihluta hugðust ganga endanlega frá tilnefningu stjórnarmanna á fundi í gærkvöldi. Ekki hefur fengist upplýst hverjir verði í stjórn félagsins af hálfu fráfarandi meirihluta.“ Siggi Hlö og Valli verða vinir Það væri seint hægt að segja sögu Valla án þess að nefna Sigga Hlö enda hafa þeir félagar brallað ótrúlega margt saman og eru enn í dag bestu vinir. Meira um þann vinskap verður fjallað síðar í þessari sögu. En það var einmitt á þessu herrans ári 1994 sem Valli og Siggi kynntust. Fljótlega kemst Valli að því að Siggi var með fullt af verkefnum heima á kvöldin og um helgar og var þá að hanna auglýsingar á „svona stórum Makka Classic“ segir Valli og skellihlær. Í aukavinnunni var nóg að gera hjá Sigga en…. „Gallinn var bara sá að Siggi kunni ekki við að rukka neinn!“ Valli lagði því til að þeir félagarnir færu í þetta saman sem þeir og gerðu. Valli sá þá um að selja og rukka en Siggi um hönnunina. Félagarnir stofnuðu auglýsingastofuna Hausverk utan um þessa aukavinnu sína. Þetta var árið 1994 og eflaust grunaði þeim hvorugum hversu mikið stofan myndi vaxa. Valli og Siggi Hlö kynntust á upphafsárum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og hafa síðan 1994 brallað ótrúlega margt saman. Oftar en ekki hefur verið stutt í grínið og glensið en saman hafa þeir rekið auglýsingastofu í mörg ár, komið að alls sex útvarpsstöðvum, verið með vinsælan sjónvarpsþátt og margt fleira. Valli og Siggi eru enn í dag bestu vinir.Aðsend Valli sport verður til „Bylgjan fór á Akureyri því þetta var í aðdraganda þess að Bylgjulestin varð til síðar. Á leiðinni viðurkennir kollegi minn að það átti eftir að kosta þessa ferð þannig að þetta var töluvert stress og við þurftum að redda auglýsingasölunni bara 1,2 og 3. Ég seldi Víking bjórauglýsingu sem gerði allt vitlaust og varð síðar partur af því þegar Alþingi stoppaði betur upp í löggjöfina með bann á áfengisauglýsingum. Ég bjó líka til ratleik með auglýsendum þar sem hvert og eitt fyrirtæki borgaði smá pening.“ Valli verður í kjölfarið á þessu útvarpsmaður en segir að það hafi gerst óvart. „Á laugardagsmorgninum mæti ég í útsendingu til að fara yfir ratleikinn en þá vildi nú ekki betur til en að dagskrárgerðarmaðurinn mætti ekki því það var svo gaman hjá honum kvöldinu áður. Ég greip því mækinn og hélt úti þættinum.“ Nafngiftin kunna Valli sport varð líka til í þessari ferð. „Í ratleiknum sýndi ég sjóskíðalistir sem síðar varð kveikjan af magasínþætti í útvarpi sem Pálmi Guðmunds (innskot: síðar sjónvarpsstjóri Sjónvarps símans um árabil), Siggi og ég héldum úti. Einn liðurinn í þættinum var að fólk gat mætt á staði þar sem ég sem Valli sport var að prófa jaðaríþróttir. Við náðum góðum tekjum út á þáttinn í kringum þann lið.“ Hér er Valli að keppa á vélsleða árið 1995 en nafngiftin Valli sport kom til þannig að Valli, Siggi Hlö og Pálmi Guðmunds voru með magasínþátt í útvarpi um tíma þar sem einn liðurinn var að fólk gat mætt á staði þar sem Valli var að keppa í einhverri jaðaríþrótt. Valli segir stóran hluta auglýsingatekna þáttarins hafa komið í kringum þann lið.Aðsend FM957 og erfiðleikar í Hafnarfirði Valli var einn þeirra sem flutti sig um set á FM957 þegar sú stöð var í eigu Árna Samúelssonar, stofnanda Sambíóanna. „Það fóru fleiri á þessum tíma yfir á FM. Til dæmis Gulli Helga og Bússi (Björn Sigurðsson), ég og fleiri.“ Siggi Hlö var hins vegar áfram hjá Íslenska útvarpsfélaginu en að auglýsingaverkefnunum stóðu þeir áfram saman að í aukavinnu. Eftir FM957 réði Valli sig sem framkvæmdastjóri Miðbæjar Hafnarfjarðar, sem þá var verið að koma á laggirnar og varð að Firðinum síðar. Sem Valli segir að hafi í raun verið gjaldþrotaverkefni frá fyrsta degi. „Þetta var líka allt svo þungt í vöfum og dýrt. Til dæmis kallaði tækniumhverfið á dýra sérfræðinga í hvert sinn sem eitthvað kom upp. Ég nefni til dæmis loftræstikerfið, rúllustiga eða snjóbræðslukerfi. Það var enginn peningur til þannig að ég fór að kynna mér alls konar hluti þessi kerfi til að geta leyst úr þeim sjálfur frekar en að kalla til dýra menn.“ Stór hluti vinnudagsins fór í að semja um greiðslur og skuldir. Þarna kynntist ég reyndar mörgum sem kom sér vel í auglýsingageiranum síðar. Því ef maður er einlægur, segir alltaf satt og stendur við það sem maður segir lærir fólk að treysta manni. Þess vegna segi ég alltaf við fólk: Ef þú getur ekki borgað einhverja skuld fyrr en eftir 2 ár, skaltu segja það og standa við það, frekar en að lofa að borga eftir 2 mánuði og svíkja það.“ Valli tók líka að sér framkvæmdastjórn fyrir Myndmark í stuttan tíma. „Stefán Unnarsson var framkvæmdastjóri þar lengst af en hætti um tíma en ákvað síðan að hætta við að hætta og kom aftur. Þannig að þetta var svo sem stutt.“ Fyrir þá sem ekki muna eftir Myndmarksblaðinu þá var það eitt vinsælasta tímarit landsins um árabil en þar var sagt frá öllum myndum sem voru að koma út á VHS spólum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F7QO6OICwXo">watch on YouTube</a> Með Hausverk um helgar Árið 1997 áttuðu Valli og Siggi sig á því að velta Hausverks var orðin heilar 30 milljónir á ári. Það var því engin skynsemi í öðru en að gera Hausverk að sínu aðalstarfi og það gerðu þeir báðir. Árið 1998 byrjuðu þeir síðan með sjónvarpsþáttinn sjónvarpsþáttinn Með hausverk um helgar. Siggi sagði allt í einu við mig: Hey, ég hitti einhvern gaur um daginn sem rétti mér nafnspjald og sagðist vera að byrja með sjónvarpsstöð. Við ættum kannski að hitta hann?“ Umræddur gaur var Hólmgeir Baldursson, stofnandi Skjás 1 sem í dag heitir Sjónvarp Símans. „Við vorum einmitt á fundi hjá Hólmgeiri þegar þetta fræga símtal kom þar sem kona sagðist hafa misst af Dallas kvöldinu áður. Hólmgeir spurði þá ,,Ertu heima núna vina?“ Síðan bað hann okkur um að bíða eitt augnablik á meðan hann fór og skellti Dallasþættinum í útsendingu.“ Með hausverk um helgar þátturinn var sýndur í hálft ár á Skjá 1. Þátturinn var sá fyrsti sinna tegundar á Íslandi þar sem menn hreinlega ögruðu á nýjan hátt, tóku samtöl og grín á annan hátt en áður hafði þekkst og eflaust grófari en menn nokkurn tíma héldu að myndi sjást í sjónvarpi. Þegar mælingar fóru að staðfesta vinsældir þáttarins færðist hann um set og var frá árinu 1999 til 2001 sýndur á Sýn, sem í dag er Stöð2 Sport. Í viðtali við Morgunblaðið síðar sagði Siggi Hlö meðal annars um þáttinn: „Við felldum marga múra, ég get kvittað undir það að dagskrárgerð í sjónvarpi væri ekki eins og hún er í dag ef við hefðum ekki þurft að fara í gegnum eld og brennistein með okkar þátt. Við gerðum allt sem var bannað hvað vinnureglur varðar." Fljótlega eftir að félagarnir hættu með sjónvarpsþáttinn eignuðust þeir útvarpsstöð. Útvarpsstöðina ráku þeir í þrjú ár og allt í allt hafa þeir félagar komið að rekstri sex útvarpsstöðva: KissFM, XFM, Mix919, Íslenska stöðin, Steríó og Músík885. Dagblaðið Blaðið og Skjár 1 keyptu útvarpstöðvarnar árið 2005. Í áðurnefndu viðtali við Morgunblaðið segir Valli um þennan tíma: Fljótlega eftir að við hættum með sjónvarpsþáttinn eignumst við útvarpsstöð og þá vorum við spurðir að því hvort við ætluðum fara á hausinn eins og allir aðrir, enginn hefði grætt á því að reka útvarpsstöð nema Jón Ólafsson.“ Valli viðurkennir að hafa tvisvar sinnum gengið í gegnum tímabil þar sem hann kláraði tankana sína og þurfti alvarlega að breyta ýmsu í sínu lífi. Í næsta hluta sögu Valla heyrum við meira um auglýsingageirann, Eurovision og lagahöfundinn Valla, hljómsveitagaurinn, kajakræðarann, rithöfundinn, eggjabóndann, pabbanum, afanum og stuðningsmann flóttafólks frá Úkraínu og ekki síst allt það sem snýr að tilfinningahlutanum. Síðari hluti sögu Valla verður birtur á Vísi næstkomandi sunnudag klukkan 08. Vísir/Vilhelm Þegar hér er komið er stutt í að félagarnir og Valli fara að venda sínu kvæði í kross og Valli að setja á sig enn einn hattinn ef ekki nokkra. Síðari hluti sögu Valla verður birtur næstkomandi sunnudag klukkan 08 á Vísi. Helgarviðtal Atvinnulífsins Bylgjan Tengdar fréttir „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Við höfum fylgst með Valgeiri Magnússyni lengi. Eða Valla sport eins og hann er kallaður. Enda ekki nema von því Valli hefur komið að mörgu. Í viðskiptalífinu, í auglýsingabransanum, sem fjölmiðlamaður, rithöfundur, eggjabóndi, í íþróttum, lagahöfundur, hljómsveitagaur, í málefnum flóttafólks og svo mætti lengi telja. Svo margt hefur reyndar á daga Valla drifið að fyrir sextán árum síðan birti Morgunblaðið við hann og félaga hans Sigurð Hlöðversson viðtal þar sem sagði að þeir hefðu komið svo „víða við.“ Var þó margt ógert enn á þeim tíma! Í haust og í vetur ætlum við að segja nokkrar sögur í helgarviðtölum Atvinnulífsins sem gefa okkur tækifæri til að rifja upp ýmislegt úr samtímasögunni sem skemmtilegt er að muna eftir eða áhugavert. Við byrjum á sögu Valla sport. Valli er fæddur árið 1968, ólst upp í Fossvogi og fór í Réttarholtskóla. Hér má sjá Valla aftast í hópi með skólafélögum og eflaust átta glöggir lesendur sig á því að fremst má sjá Halldóru Geirharðsdóttur leikkonu. Valli var nokkuð fjörugur og uppátækjasamur í æsku en um tvítugt breyttust ýmiss plön þegar hrun varð í íslensku atvinnulífi.Aðsend Afabarn stórkaupmanns í Reykjavík Valli er fæddur árið 1968, ólst upp í Fossvogi og kláraði Réttarholtskóla árið 1984. Foreldrar hans voru Magnús Jónsson tæknifræðingur og Þórhildur Gunnarsdóttir viðskiptakona. Þórhildur og Magnús voru bæði mjög virk sem athafnarfólk og í félagsstarfi. Í heimi viðskipta og atvinnulífs í Reykjavík var það þó í móðurlegg sem margir þekktu til fjölskyldunnar. Bæði voru þau mjög virk sem athafnafólk og í félagsmálum. Því Þórhildur móðir Valla var dóttir Gunnars Ásgeirssonar stórkaupmanns. Gunnar stofnaði og rak um árabil eitt stærsta og rótgrónasta fyrirtækið í Reykjavík, Gunnar Ásgeirsson hf. Gunnar stofnaði og kom reyndar að fleiri fyrirtækjum, meðal annars Veltir hf. sem selt var til Brimborgar árið 1988. Þá var Gunnar þekktur fyrir störf sín í þágu Lions hreyfingarinnar og fleira. Þórhildur kom að fjölskyldufyrirtæki föður síns en það fyrirtæki var stokkað upp og selt árið 1989. Þá stofnaði Þórhildur fyrirtækið Völusteinn sem Valli tók þátt í með henni. Völusteinn sem var með alls kyns föndurvörur, gaf út föndurblað, var með umboð fyrir Husqarna saumavélarnar og fleira. Þá sat Þórhildur í stjórn Austurbakka sem þá var meðal annars með Nike umboðið, eða allt þar til það félag fór á Kauphallarmarkað tímabilið 2000-2005. Þórhildur var mjög virk í félagsstarfi JC kvenna á Íslandi og Lions hreyfingarinnar. Hún var ein af stofnfélögum FKA og einn stofnenda Vímulausrar æsku, sat í stjórn SÁÁ og hélt ótal námskeið í framkomu og ræðumennsku. „Mamma kom að ótrúlega mörgum verkefnum. Til dæmis Á eftir bolta kemur barn og Rauðu fjöðrinni. Þau voru bæði mjög virk í félagsstarfi sem skýrir út hvers vegna ég fékk mína eldskírn í ræðumennsku aðeins 12 ára gamall.“ Hvar og um hvað var sú ræða? „Ég man minnst eftir ræðunni heldur meira því að hafa verið í Austurbæjarbíói á JC þingi, farið þar í púltið, talað og síðan fengið mikið klapp á eftir,“ segir Valli og hlær. En skýrir síðan út að ræðan sem hann hélt var um að fötluð börn ættu ekki að vera skikkuð í sérskóla, heldur ættu rétt á að sækja almenna skóla. Gunnar Ásgeirsson hf. var rótgróið fyrirtæki um árabil í Reykjavík með mjög mikil umsvif. Auglýsingar frá fyrirtækinu gátu verið allt frá frystikistum yfir í sumarbústaði en einnig var fyrirtækið umsvifamikið þegar kom að fermingargjöfum. Hér má sjá hálfsíðuauglýsingu úr Dagblaðinu Vísi 3.apríl 1982. Margir á hausinn og ekkert Tinder Æskan var góð og ljóst af nokkrum sögum frá Valla að hann var ófeiminn og frakkur sem gutti, óhræddur við ýmislegt og eflaust heldur uppátækjasamur. Systir Valla heitir Valgerður Magnúsdóttir og teljast þau til kynslóða lyklabarna. En lyklabörn er sú kynslóð sem sá meira og minna um sig sjálf utan skóla því mamma og pabbi voru bæði að vinna. Valli kláraði stúdentinn í Versló. Þar kynntist hann eiginkonu sinni, Silju Dögg Ósvaldsdóttir en hún hefur verið framkvæmdastjóri bókhaldsfyrirtækisins Fastlands um árabil. „Ég tók eftir henni strax eftir nýliðakynningunni þar sem hún hélt á blöðru og var að reima skónna sína á miðri götu. En við byrjuðum ekki saman fyrr en á öðru ári. Það var ekkert Tinder á þessum tíma þannig að maður þurfti að vinna svolítið fyrir þessu.“ Valli stefndi á auglýsinganám í Bandaríkjunum en eftir stúdentsferðina til Mexíkó breyttust þó plön og hann fór í viðskiptafræði í HÍ. „Stefnan var að eftir fyrsta námsárið í Bandaríkjunum færi ég að vinna á auglýsingastofunni ÓSA sem þá var ein stærsta auglýsingastofa landsins. En á þessum árum varð hrun. Hafskip fór á hausinn, Útvegsbankinn lagði upp laupana, fjölmargar ferðaskrifstofur lifðu það ekki af, bílaumboðin fóru flest í gegnum erfiðleika og svo framvegis.“ Eitt þeirra fyrirtækja sem fór í þrot var ÓSA auglýsingastofan og fjölskyldufyrirtækið Gunnar Ásgeirsson barðist einnig í bökkum. Allt í einu var ég komin í það með mömmu að reyna að greiða úr hinum og þessum málum í fyrirtækinu. Gera upp leifar, selja það sem hægt var að selja og greiða það sem hægt var. Þetta reyndi verulega á því það voru margir í ábyrgðum fyrir skuldum. Sem betur fer fór reyndar enginn illa út úr þessu en þetta var vissulega erfiður tími þar sem ég lærði margt.“ Getur þú nefnt dæmi? „Já þarna breyttist hugsunarhátturinn algjörlega því ég áttaði mig á því að ef ég vildi gera eitthvað yrði ég að gera það sjálfur. Ég og félagi minn fórum til dæmis að rétta og sprauta klessta bíla á kvöldin og um helgar og fengum aðstöðu á verkstæði sem pabbi hans átti. Ég stofnaði líka skúringafyrirtæki og ég og kona mín vorum því út um allt að skúra.“ Valli tók eftir Silju strax á nýliðakynningunni í Versló. Þau byrjuðu þó ekki saman fyrr en á öðru ári enda var ekkert Tinder til þá eins og Valli segir. Saman hafa þau gert ýmislegt. Til dæmis stofnuðu þau ung skúringafyrirtæki og Silja sá um tíma um fjármálin hjá Völusteini. Í dag er hún framkvæmdastjóri Fastlands bókhaldsþjónustu. Silja og Valli eiga saman tvö börn: Hildi Evu sem er fædd 1991 og Gunnar Ingi sem er fæddur 1993. Saumavélar og sveitafélög Valli tók að hluta til þátt í rekstri Völusteins með móður sinni, til dæmis að sjá um auglýsingamálin og útgáfu Völusteinsblaðsins. Systir hans sá um sum verkefni og Silja um tíma um fjármálin. Það voru því allir að hjálpast að. Árið 2001 tók Pfaff við Husqvarna saumavélunum. „Það má segja að ég hafi selt saumavélaumboðið til Pfaff og mamma var innifalin,“ segir Valli og hlær. Hann segir reyndar að þessi breyting hafi orðið öllum til góðs og hjá Pfaff hafi mamma hans klárað sinn starfsferil en áfram ráku þau Völustein í tvö ár, eða þar til það fyrirtæki var selt. Þórhildur lést síðan árið 2007 en Magnús árið 2020. Alls konar tilviljanir einkenna starfsferil Valla. Til dæmis það að eftir háskólanám urðu sveitarfélög stærstu viðskiptavinirnir hans. Hvernig kom það til? „Mér fannst mjög mikilvægt að lokaritgerðin mín yrði verkefni sem ég gæti selt. Þetta er á þessum tíma sem Davíð Scheving var að tala fyrir útflutningi á vatni sem að mér fannst forvitnilegur framtíðarbusiness. Ég hafði samband við Patrekshrepp sem hafði nýverið misst kvóta og stóð uppi með stórt og tómt fiskvinnsluhús. Ég lagði til að ritgerðin mín yrði úttekt á því hvort og þá hvernig hægt væri að nýta þetta hús sem pökkunarverksmiðju fyrir vatn sem flutt yrði til útlanda.“ Verkefnið gekk vel og eftir nám ráku Valli og tveir félagar hans ráðgjafafyrirtæki. Sveitarfélögin voru uppistaða tekna og fólust verkefni fyrir sveitarfélögin til dæmis í verkefnum eins og hagkvæmnisútreikningum fyrir sameiningar. „Gallinn er bara sá að sveitarfélög starfa bara í fullri virkni í þrjú ár. Því síðasta árið fer í að sannfæra kjósendur um hvað búið er að gera marga frábæra hluti og undirbúa kosningar. Við urðum því hálf tekjulausir þegar leið að kosningum.“ Þórhildi móður Valla kenna margir við Völustein föndurverslunina og síðar saumavéladeild Pfaff þar sem hún kláraði starfsferil sinn eftir að Pfaff keypti saumavélaumboðið Husqvarna. Þórhildur var mjög virk í félagsstarfi JC kvenna á Íslandi og Lions hreyfingarinnar. Hún var ein af stofnfélögum FKA og einn stofnenda Vímulausrar æsku, sat í stjórn SÁÁ og kom að þekktum forvarnarverkefnum eins og Á eftir bolta kemur barn og Rauða fjöðrin. Hér er frétt úr Frjálsri verslun þar sem segir frá kaupum Pfaff á saumavélaumboðinu frá Völusteini árið 2002. Palli Magg, Siggi Hlö og upphafið á Stöð 2 Fyrir tilviljun hafði Valli dottið inn í auglýsingabransann því samhliða ráðgjöfinni seldi hann auglýsingar á veltiskilti á Laugaveginum. Sem gjaldgengur sölumaður í auglýsingageiranum réði hann sig því til Stöðvar 2 og Bylgjunnar sumarið 1994. Stöð 2 og Bylgjan var rekin undir hatti Íslenska útvarpsfélagsins og eins og á RÚV var forstjóri félagsins á þeim tíma titlaður útvarpsstjóri eins og hefð var fyrir hjá RÚV. Fyrsti dagurinn minn var þegar Palli Magg tilkynnti að hann væri hættur sem útvarpsstjóri. Ég mætti um morguninn og var sagt að það væri stór starfsmannafundur sem ég þyrfti ekki að mæta á því ég væri bara að byrja. Ég átti hins vegar að sjá um deildina á meðan sem var nú nokkuð stórt verkefni á því starfsmannafundurinn stóð í þrjár klukkustundir!“ Mikill styr hafði staðið um félagið um tíma og rekstrarerfiðleikar félagsins flestum kunnugir. Starfslok Páls voru því ákveðin í samhengi við að nýr meirihluti eigenda var að taka við félaginu. Sá hópur réði Jafet Ólafsson sem nýjan útvarpsstjóra. Í Morgunblaðinu þann 2.júlí 1994 segir um fyrirhugaðan hluthafafund og kenningar um nýja stjórn: „Stærsti hluthafinn, Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Los Angeles, mun ekki sitja fundinn samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Almennt er gert ráð fyrir að Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður, verði kjörinn stjórnarformaður félagsins af hálfu hins nýja meirihluta en ásamt honum verði í stjórn Jón Ólafsson í Skífunni, Símon Gunnarsson, endurskoðandi, og Jóhann J. Ólafsson og rætt hefur verið um að Haraldur Haraldsson í Andra verði sérstakur ritari stjórnar, en fulltrúar hins nýja meirihluta hugðust ganga endanlega frá tilnefningu stjórnarmanna á fundi í gærkvöldi. Ekki hefur fengist upplýst hverjir verði í stjórn félagsins af hálfu fráfarandi meirihluta.“ Siggi Hlö og Valli verða vinir Það væri seint hægt að segja sögu Valla án þess að nefna Sigga Hlö enda hafa þeir félagar brallað ótrúlega margt saman og eru enn í dag bestu vinir. Meira um þann vinskap verður fjallað síðar í þessari sögu. En það var einmitt á þessu herrans ári 1994 sem Valli og Siggi kynntust. Fljótlega kemst Valli að því að Siggi var með fullt af verkefnum heima á kvöldin og um helgar og var þá að hanna auglýsingar á „svona stórum Makka Classic“ segir Valli og skellihlær. Í aukavinnunni var nóg að gera hjá Sigga en…. „Gallinn var bara sá að Siggi kunni ekki við að rukka neinn!“ Valli lagði því til að þeir félagarnir færu í þetta saman sem þeir og gerðu. Valli sá þá um að selja og rukka en Siggi um hönnunina. Félagarnir stofnuðu auglýsingastofuna Hausverk utan um þessa aukavinnu sína. Þetta var árið 1994 og eflaust grunaði þeim hvorugum hversu mikið stofan myndi vaxa. Valli og Siggi Hlö kynntust á upphafsárum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og hafa síðan 1994 brallað ótrúlega margt saman. Oftar en ekki hefur verið stutt í grínið og glensið en saman hafa þeir rekið auglýsingastofu í mörg ár, komið að alls sex útvarpsstöðvum, verið með vinsælan sjónvarpsþátt og margt fleira. Valli og Siggi eru enn í dag bestu vinir.Aðsend Valli sport verður til „Bylgjan fór á Akureyri því þetta var í aðdraganda þess að Bylgjulestin varð til síðar. Á leiðinni viðurkennir kollegi minn að það átti eftir að kosta þessa ferð þannig að þetta var töluvert stress og við þurftum að redda auglýsingasölunni bara 1,2 og 3. Ég seldi Víking bjórauglýsingu sem gerði allt vitlaust og varð síðar partur af því þegar Alþingi stoppaði betur upp í löggjöfina með bann á áfengisauglýsingum. Ég bjó líka til ratleik með auglýsendum þar sem hvert og eitt fyrirtæki borgaði smá pening.“ Valli verður í kjölfarið á þessu útvarpsmaður en segir að það hafi gerst óvart. „Á laugardagsmorgninum mæti ég í útsendingu til að fara yfir ratleikinn en þá vildi nú ekki betur til en að dagskrárgerðarmaðurinn mætti ekki því það var svo gaman hjá honum kvöldinu áður. Ég greip því mækinn og hélt úti þættinum.“ Nafngiftin kunna Valli sport varð líka til í þessari ferð. „Í ratleiknum sýndi ég sjóskíðalistir sem síðar varð kveikjan af magasínþætti í útvarpi sem Pálmi Guðmunds (innskot: síðar sjónvarpsstjóri Sjónvarps símans um árabil), Siggi og ég héldum úti. Einn liðurinn í þættinum var að fólk gat mætt á staði þar sem ég sem Valli sport var að prófa jaðaríþróttir. Við náðum góðum tekjum út á þáttinn í kringum þann lið.“ Hér er Valli að keppa á vélsleða árið 1995 en nafngiftin Valli sport kom til þannig að Valli, Siggi Hlö og Pálmi Guðmunds voru með magasínþátt í útvarpi um tíma þar sem einn liðurinn var að fólk gat mætt á staði þar sem Valli var að keppa í einhverri jaðaríþrótt. Valli segir stóran hluta auglýsingatekna þáttarins hafa komið í kringum þann lið.Aðsend FM957 og erfiðleikar í Hafnarfirði Valli var einn þeirra sem flutti sig um set á FM957 þegar sú stöð var í eigu Árna Samúelssonar, stofnanda Sambíóanna. „Það fóru fleiri á þessum tíma yfir á FM. Til dæmis Gulli Helga og Bússi (Björn Sigurðsson), ég og fleiri.“ Siggi Hlö var hins vegar áfram hjá Íslenska útvarpsfélaginu en að auglýsingaverkefnunum stóðu þeir áfram saman að í aukavinnu. Eftir FM957 réði Valli sig sem framkvæmdastjóri Miðbæjar Hafnarfjarðar, sem þá var verið að koma á laggirnar og varð að Firðinum síðar. Sem Valli segir að hafi í raun verið gjaldþrotaverkefni frá fyrsta degi. „Þetta var líka allt svo þungt í vöfum og dýrt. Til dæmis kallaði tækniumhverfið á dýra sérfræðinga í hvert sinn sem eitthvað kom upp. Ég nefni til dæmis loftræstikerfið, rúllustiga eða snjóbræðslukerfi. Það var enginn peningur til þannig að ég fór að kynna mér alls konar hluti þessi kerfi til að geta leyst úr þeim sjálfur frekar en að kalla til dýra menn.“ Stór hluti vinnudagsins fór í að semja um greiðslur og skuldir. Þarna kynntist ég reyndar mörgum sem kom sér vel í auglýsingageiranum síðar. Því ef maður er einlægur, segir alltaf satt og stendur við það sem maður segir lærir fólk að treysta manni. Þess vegna segi ég alltaf við fólk: Ef þú getur ekki borgað einhverja skuld fyrr en eftir 2 ár, skaltu segja það og standa við það, frekar en að lofa að borga eftir 2 mánuði og svíkja það.“ Valli tók líka að sér framkvæmdastjórn fyrir Myndmark í stuttan tíma. „Stefán Unnarsson var framkvæmdastjóri þar lengst af en hætti um tíma en ákvað síðan að hætta við að hætta og kom aftur. Þannig að þetta var svo sem stutt.“ Fyrir þá sem ekki muna eftir Myndmarksblaðinu þá var það eitt vinsælasta tímarit landsins um árabil en þar var sagt frá öllum myndum sem voru að koma út á VHS spólum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=F7QO6OICwXo">watch on YouTube</a> Með Hausverk um helgar Árið 1997 áttuðu Valli og Siggi sig á því að velta Hausverks var orðin heilar 30 milljónir á ári. Það var því engin skynsemi í öðru en að gera Hausverk að sínu aðalstarfi og það gerðu þeir báðir. Árið 1998 byrjuðu þeir síðan með sjónvarpsþáttinn sjónvarpsþáttinn Með hausverk um helgar. Siggi sagði allt í einu við mig: Hey, ég hitti einhvern gaur um daginn sem rétti mér nafnspjald og sagðist vera að byrja með sjónvarpsstöð. Við ættum kannski að hitta hann?“ Umræddur gaur var Hólmgeir Baldursson, stofnandi Skjás 1 sem í dag heitir Sjónvarp Símans. „Við vorum einmitt á fundi hjá Hólmgeiri þegar þetta fræga símtal kom þar sem kona sagðist hafa misst af Dallas kvöldinu áður. Hólmgeir spurði þá ,,Ertu heima núna vina?“ Síðan bað hann okkur um að bíða eitt augnablik á meðan hann fór og skellti Dallasþættinum í útsendingu.“ Með hausverk um helgar þátturinn var sýndur í hálft ár á Skjá 1. Þátturinn var sá fyrsti sinna tegundar á Íslandi þar sem menn hreinlega ögruðu á nýjan hátt, tóku samtöl og grín á annan hátt en áður hafði þekkst og eflaust grófari en menn nokkurn tíma héldu að myndi sjást í sjónvarpi. Þegar mælingar fóru að staðfesta vinsældir þáttarins færðist hann um set og var frá árinu 1999 til 2001 sýndur á Sýn, sem í dag er Stöð2 Sport. Í viðtali við Morgunblaðið síðar sagði Siggi Hlö meðal annars um þáttinn: „Við felldum marga múra, ég get kvittað undir það að dagskrárgerð í sjónvarpi væri ekki eins og hún er í dag ef við hefðum ekki þurft að fara í gegnum eld og brennistein með okkar þátt. Við gerðum allt sem var bannað hvað vinnureglur varðar." Fljótlega eftir að félagarnir hættu með sjónvarpsþáttinn eignuðust þeir útvarpsstöð. Útvarpsstöðina ráku þeir í þrjú ár og allt í allt hafa þeir félagar komið að rekstri sex útvarpsstöðva: KissFM, XFM, Mix919, Íslenska stöðin, Steríó og Músík885. Dagblaðið Blaðið og Skjár 1 keyptu útvarpstöðvarnar árið 2005. Í áðurnefndu viðtali við Morgunblaðið segir Valli um þennan tíma: Fljótlega eftir að við hættum með sjónvarpsþáttinn eignumst við útvarpsstöð og þá vorum við spurðir að því hvort við ætluðum fara á hausinn eins og allir aðrir, enginn hefði grætt á því að reka útvarpsstöð nema Jón Ólafsson.“ Valli viðurkennir að hafa tvisvar sinnum gengið í gegnum tímabil þar sem hann kláraði tankana sína og þurfti alvarlega að breyta ýmsu í sínu lífi. Í næsta hluta sögu Valla heyrum við meira um auglýsingageirann, Eurovision og lagahöfundinn Valla, hljómsveitagaurinn, kajakræðarann, rithöfundinn, eggjabóndann, pabbanum, afanum og stuðningsmann flóttafólks frá Úkraínu og ekki síst allt það sem snýr að tilfinningahlutanum. Síðari hluti sögu Valla verður birtur á Vísi næstkomandi sunnudag klukkan 08. Vísir/Vilhelm Þegar hér er komið er stutt í að félagarnir og Valli fara að venda sínu kvæði í kross og Valli að setja á sig enn einn hattinn ef ekki nokkra. Síðari hluti sögu Valla verður birtur næstkomandi sunnudag klukkan 08 á Vísi.
Helgarviðtal Atvinnulífsins Bylgjan Tengdar fréttir „Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02 Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01 „Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01 „Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00 „Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Ég vaknaði alltaf með móral og leið aldrei vel“ Mikið hefur gengið á hjá SÁÁ síðustu mánuði. Deilur við Sjúkratryggingar Íslands, Einarsmálið svo kallaða þar sem fyrrum formaður varð uppvís að því að hafa keypt vændi. Fyrirhugað formannsframboð Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur sem síðan var dregið til baka vegna skítkasts og leiðinda. Óánægjuraddir að skrifa aðsendar greinar. 17. júní 2022 08:02
Steinhissa þegar Halla Bondó svarar enn í símann „Þetta voru allt aðrir tímar og helst fyrirmenn sem fengu kreditkort. Og nánast engar konur því á þessum tíma voru það karlarnir sem voru skráðir fasteignaeigendurnir og þar með höfðu eiginkonurnar ekkert á bakvið sig,“ segir Halla Guðrún Jónsdóttir hjá SaltPay þegar hún rifjar upp fyrstu árin eftir að kreditkort voru kynnt til sögunnar á Íslandi. 5. júní 2022 09:01
„Sætur sjarmör og frægur, ég féll alveg fyrir honum“ Garðar Guðmundsson fagnar 80 ára afmælinu sínu í dag. Garðar er af fyrstu kynslóð rokksöngvara. Þótti sækja sinn stíl til Tommy Steele og varð síðar nafnkunnur sem hinn íslenski Cliff Richards. 19. maí 2022 07:01
„Maður er bara uppalinn þannig að í fríum væri maður ekkert að hangsa“ „Síðan var ég með rauðan matarlit sem ég setti í ísinn og bauð þá upp á hvítan ís og bleikan ís sem fólk hélt þá að væri einhver jarðaberjaís,“ segir Jón Magnússon og skellihlær. 8. maí 2022 08:00
„Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“ Fyrri hluti viðtals við Guðbjörg Ósk Friðriksdóttur, sem margir upplifa sem hina íslensku Elizabeth Gilbert. Síðari hluti viðtalsins verður birtur á Vísi klukkan átta á sunnudagsmorgun, annan í jólum. 25. desember 2021 08:01