Tónlist

Beyoncé siglir inn í fjórðu vikuna sína á toppnum

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Beyoncé sendi frá sér plötuna RENAISSANCE 29. júlí síðastliðinn
Beyoncé sendi frá sér plötuna RENAISSANCE 29. júlí síðastliðinn Vísir/Getty

Tónlistarkonan Beyoncé situr á toppi Íslenska listans fjórðu vikuna í röð með lagið Break My Soul af plötunni „RENAISSANCE act i“. Lagið hefur náð miklum vinsældum víða um heiminn, sat um tíma í fyrsta sæti bandaríska vinsældalistans Billboard Hot 100 og er komið með tæplega 150 milljón spilanir á streymisveitunni Spotify.

Meðal fastra liða Íslenska listans er hin svokallaða Tónlistar tímavél þar sem skoðuð eru vinsælustu lög dagsins í dag á ákveðnu ári og Beyoncé sat einnig á toppnum fyrir nákvæmum 19 árum síðan með lagið Crazy In Love, ásamt eiginmanni sínum Jay Z. Hún hefur haldið sig á toppnum í áraraðir og virðist engin breyting ætla að verða þar á.

Breski söngvarinn George Ezra situr staðfastur í öðru sæti íslenska listans þessa vikuna með lagið Green Green Grass en lagið er að finna á plötunni Gold Rush Kid sem kom út síðastliðinn júní. 

Þá er Harry Styles í þriðja sæti með lagið Late Night Talking af plötunni Harry’s House og hljómsveitin One Republic í því fjórða með nýjasta smellinn sinn I Ain't Worried.

Íslenski listinn í heild sinni:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

22 ára gamalt lag slær í gegn í nýjum búning

Franski plötusnúðurinn David Guetta sendi nýlega frá sér lagið Family Affair (Dance For Me) og er um að ræða endurgerð á sögulegu lagi sem Mary J. Blidge sendi frá sér árið 2001. Lagið hefur náð vinsældum hérlendis og situr í 16. sæti íslenska listans um þessar mundir.

Sumarlegt og seiðandi hjá Calvin Harris

Plötusnúðurinn og tónlistarmaðurinn Calvin Harris skipar áttunda sæti Íslenska listans í þessari viku með hið seiðandi lag Potion þar sem söngkonan Dua Lipa og rapparinn Young Thug leika listir sínar við silkimjúka sumar tóna. Lagið hækkar sig um ellefu sæti á milli vikna.

Endurreisn Beyoncé færir hana nær toppnum

Beyoncé situr í öðru sæti íslenska listans þessa vikuna með nýjasta smellinn sinn Break My Soul. Lagið er að finna á nýútgefnu plötunni RENAISSANCE og hækkar sig um sex sæti á milli vikna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×