Skattkerfi sem hyglir hinum ríku og sveltir sveitarfélög Gunnar Smári Egilsson skrifar 25. ágúst 2022 10:00 Sveitarfélögin í landinu verða af um 18,9 milljarða tekjum þar sem ekki er tekið útsvar af fjármagnstekjum eins og af launatekjum. Megnið af fjármagnstekjum renna til allra tekjuhæsta fólksins. Það veldur því að hin tekjuhæstu borga hlutfallslega minnst til sveitarfélaganna þar sem þau búa. Sum hver borga ekki krónu, en nota samt skóla, götur og sundlaugar. Af fjármagnstekjum upp á 181 milljarð króna í fyrra fengu 1% tekjuhæsta fólksins rúmlega 131 milljarð eða rétt um 72,5% af öllum fjármagnstekjum. 99 prósent af fólkinu fékk um 27,5% af fjármagnstekjunum. Rétt tæplega 60% af tekjum 1% tekjuhæsta fólksins voru fjármagnstekjur á meðan fjármagnstekjur voru aðeins um 2,8% af tekjum 99 prósentanna. Þetta er enn ýktara meðal 0,1% af ríkasta fólkinu, um 317 manns sem hafa mestar tekjur á Íslandi. Þessi hópur tekur til sín tæplega helming allra fjármagnstekna, eða um 47%. Og þótt þessi hópur sé með miklar launatekjur þá eru fjármagnstekjur um 84% af tekjum hans. Launatekjur eru aðeins 16% af tekjum 0,1% tekjuhæsta fólksins. Munurinn á skattlagningu launatekna og fjármagnstekna er því mikið hagsmunamál fyrir tekjuhæsta 1% landsmanna. Og sérstaklega fyrir 0,1% hinna allra tekjuhæstu. Og það sést á ólíkri skattheimtu af launatekjum og fjármagnstekjum hver ræður á Íslandi. Launatekjur, sem eru 97% af tekjum 99% landsmanna, bera mikla skatta. Fjármagnstekjur, sem eru 84% af tekjum 0,1% tekjuhæsta fólksins, bera litla skatta og ekkert útsvar. Saga af tveimur mönnum Til að skýra ólíka skattheimtu af launa- og fjármagnstekjum má taka dæmi af tveimur af tekjuhæstu mönnum landsins. Vigfús Vigfússon var skipstjóri á Dögg SU sem gerð var út af útgerðarfélaginu Ölduósi. Það félag átti Vigfús til helminga á mót konu sinni, en Fisk Seafood, dótturfyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga, keypti Ölduós ásamt Dögginni og tilheyrandi kvóta á ríflega 1,8 milljarð króna. Haraldur Þorleifsson er vefhönnuður sem byggði upp tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno með starfi víða um heim, en seldi það síðan til samfélagsmiðlarisans Twitter fyrir upphæð sem ekki var gefin upp. Samkvæmt tekjulista Stundarinnar var Vigfús með 1.444,5 m.kr. í tekjur í fyrra og Haraldur með 1.285,0 m.kr. Vigfús var með 687 þús. kr. í laun á mánuði en megnið af árstekjum hans voru fjármagnstekjur, 1.436,3 m.kr. Mánaðartekjur hans voru því 120,4 m.kr. Vigfús borgaði í fyrra af þessum tekjum um 1,2 m.kr. í útsvar til sinnar heimabyggðar, Hornafjarðar, og 316,8 m.kr. til ríkisins í tekju- og fjármagnstekjuskatt. Skattbyrði Vigfúsar var 22,0%, álíka og hjá fólki sem er með 620 þús. kr. á mánuði. Haraldur var með 107,1 m.kr í laun á mánuði og engar fjármagnstekjur. Hann borgaði því 186,6 m.kr. í útsvar til sinnar heimabyggðar, Reykjavíkur, og 390,4 m.kr. til ríkisins í tekjuskatt. Skattbyrði Haraldar var 44,9%, meira en tvöföld á við skattbyrði Vigfúsar þótt Vigfús hafi haft 159,5 m.kr. hærri tekjur. Hvaða rugl er nú það? Sjálfstæðisflokkurinn lemur niður skatta á fjármagn og eignir Lög um fjármagnstekjuskatt voru undirbúin í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar 1988-91, meðal annars af efnahagsráðunaut hans, Má Guðmundssyni, síðar Seðlabankastjóra. Markmiðið var að skattleggja fjármagnstekjur í takt við aðrar tekjur, en fram að því hafði söluhagnaður, leiga og arður verið skattlagður eins og launatekjur en vaxtatekjur verið undanþegnar sköttum. Í aðdraganda kosninganna 1991 boðaði Sjálfstæðisflokkurinn að upptaka fjármagnstekjuskatts yrði háð því að eignaskattar yrðu aflagðir. Eignaskattar geta verið leið til að skattleggja eignatekjur. Þannig var tíundin, fyrsti skatturinn sem lagður var á hérlendis. En eignaskattar eru líka leið til að standa gegn óhóflegri auðsöfnun hinna fáu ríku, eins og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur bent á. Hann segir eignaskatta nauðsynlega til að vinna gegn vél kapítalismans sem sífellt flytur fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og vilja alltaf eignast meira. „Tvísköttun eigna og eignatekna kemur ekki til greina,“ sagði Davíðs Oddsson á kosningafundi í Vestmannaeyjum fyrir þessar kosningar. Á sama fundi sagði Þorsteinn Pálsson að það væri réttlætismál að skattleggja allar tekjur með svipuðum hætti. Þó yrði að gæta þess að hafa skattleysismörk í fjármagnstekjuskatti þannig að almennur sparnaður launafólks yrði ekki skattlagður. Fjármagnstekjuskatturinn var í málefnasamningi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks 1991-95 en samkomulag náðist ekki um útfærslu hans. Sjálfstæðismenn fengu hins vegar Framsókn til að fallast á einkar lágan fjármagnstekjuskatt 1996, aðeins 10%. Ein rökin fyrir svo lágum skatti voru að eignaskattar voru áfram innheimtir. Til að skýra skattkerfi þess tíma má taka dæmi af manni sem átti 500 m.kr. skuldlausa eign og greiddi sér 10% arð, eða 50 m.kr. Hann borgaði þá 5 m.kr. í fjármagnstekjuskatt en síðan 7,26 m.kr. í eignaskatt, samanlagt 12,26 m.kr eða um 24,5% af fjármagnstekjunum. Á þeim tíma var launaskattur um 37%. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn aflögðu alla eignaskatta 2005 án þess að hækka fjármagnstekjuskattinn. Þá voru rökin týnd um að jafna skattheimtu milli ólíkra tekna. Þetta var á hápunkti samfélagssáttmála nýfrjálshyggjunnar og því var haldið fram að fjármagnstekjur væru betri tekjur en launatekjur og ættu ekki að bera sama skatt. Ríkið ætti ekki taka fé af fjármagnseigendum því þeir væru sköpunarkraftur samfélagsins. Það jaðraði við synd að taka fé af slíku fólki og færa það geldum opinberum starfsmönnum. Þessi trú leiddi til Hrunsins 2008 og Sjálfstæðisflokkurinn hraktist úr ríkisstjórn. Þá var fjármagnstekjuskattur hækkaður í 15%, síðan 18% og 20%. Við myndun núverandi stjórnar féllst Sjálfstæðisflokkurinn á að hækka skattinn í 22% gegn því að hann yrði lagður á raunávöxtun, að fundin yrði leið til að draga verðbólguna frá áður en skatturinn yrði lagður á. En það hefur ekki enn tekist að finna nothæfa leið til þess. Fjármagnstekjuskattur er samt enn óvenjulágur á Íslandi miðað við okkar heimshluta. Það er bara Lúxemborg sem innheimtir lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland í Vestur-Evrópu og Sviss aðeins hærri, tvö lönd sem vilja vera alþjóðlegar fjármálamiðstöðvar og lokka til sín efnafólk á flótta undan sköttum heimalandsins. Það eru síðan helst óligarka-lönd Austur-Evrópu sem eru á svipuðum slóðum og við eða lægri. Efri mörk fjármagnstekjuskatts er 29% í Finnlandi, 30% í Svíþjóð, 35% í Noregi og 42% í Danmörku. Sveitarfélögin voru sköðuð á nýfrjálshyggjutímanum Ef tekjur 1% ríkasta fólksins væru skattlagðar eins og megnið af tekjum 99 prósentanna þyrfti þetta fólk að borga 28,7 milljörðum króna meira í skatta. Og við hin fengjum þessa fjármuni til að byggja upp velferðarríki á Íslandi, styrkja innviði og grunnkerfi samfélagsins. Ef útsvar yrði lagt á fjármagnstekjur myndu sveitarfélögin fá stærsta hlutann, eða hátt í 18,7 milljarða króna. Og veitir þeim ekki af. Ríkisstjórnir nýfrjálshyggjutímans hafa ekki aðeins fært til sveitarfélaganna ýmiss verkefni án þess að þeim fylgi fjármagn heldur sló ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks aðstöðugjald sveitarfélaganna af. Aðstöðugjald var veltuskattur á fyrirtæki upp á 1,6%. Hagar veltu í fyrra um 136 milljörðum og Eimskip um 124 milljörðum, svo dæmi séu tekin. Ef aðstöðugjald væri enn við lýði þyrftu Hagar að greiða 2.176 milljarða í aðstöðugjald og Eimskip 1.984 milljarða, sem endurgjald fyrir þá þjónustu sem fyrirtækin fá frá sveitarfélögunum. Missir aðstöðugjaldsins og síðar útsvars af söluhagnaði og arði veikti fjárhagsstöðu sveitarfélaganna svo þau hafa hækkað mikið útsvar á launatekjur einstaklinga; í Reykjavík úr 6,7% áður en aðstöðugjaldið var afnumið í 14,52% í dag. Og Reykjavík er hætt að úthluta borgurunum lóðum úr borgarlandinu heldur selur borgin þær hæstbjóðandi til að afla sér tekna. Útsvar á fjármagnstekjur myndi ekki eitt laga vanda sveitarfélaganna. Það er augljóst að fyrirtækin þurfa einnig að borga til nærsamfélagsins fyrir þá þjónustu sem þau nýta. En það væri fyrsta skrefið. Vantar hátt í helming teknanna Af 1% tekjuhæsta fólkinu búa 1174 í Reykjavík. Þetta fólk borgaði 4.778 m.kr. í útsvar til borgarinnar en hefði borgað 11.325 m.kr. ef útsvar væri lagt á allar tekjur. Mismunurinn er 6.547 m.kr. Reykjavíkurborg gæti örugglega nýtt þetta fé til að bæta þjónustuna við borgarbúa, t.d. með því að borga starfsfólki leikskólanna hærri laun og leysa þar með viðvarandi kreppu í leikskólamálum. Þessi upphæð jafngildir um 8,1% af útsvarstekjum Reykvíkinga. Ef þið viljið ekki verja fénu til að bæta þjónustuna mætti lækka útsvarsprósentuna svo allir borguðu það sama; úr 14,52% í 13,43%. Þau tíu sveitarfélög sem tapa mestu á því að útsvar er ekki tekið af fjármagnstekjum 1% tekjuhæsta fólksins eru þessi (innan sviga er hversu stórt hlutfall heildartekna sveitarfélagsins eru gefin eftir): Reykjavíkurborg: -6.546,8 m.kr. (5,9%) Garðabær: -2.155,6 m.kr. (14,5%) Kópavogur: -2.039,4 m.kr. (6,7%) Vestmannaeyjabær: 1.533,7 m.kr. (44,1%) Akureyri: 1.275,7 m.kr. (8,6%) Hafnarfjörður: 930,5 m.kr. (4,1%) Snæfellsbær: 793,7 m.kr. (54,0%) Reykjanesbær: 697,7 m.kr. (5,3%) Seltjarnarnes: 559,4 m.kr. (15,5%) Mosfellsbær: 464,6 m.kr. (4,9%) Eins og sjá má getur tapað útsvar vegna fjármagnstekna verið gríðarhátt hlutfall tekna sveitarfélaganna. Og þessi skekkja vex. Ekki bara vegna þess að hin allra ríkustu eru að kaupa upp eignir, kvóta og fyrirtæki um allt land og söluhagnaðurinn seljenda er skattlagður sem fjármagnstekjur, heldur ýtir ójöfn skattlagning tekna undir að þau sem hafa kost færa tekjur sínar frá launatekjum yfir í fjármagnstekjur. Eigendur fyrirtækja greiða sér lág laun en borga sér síðan út háan arð. Og við það missa sveitarfélögin útsvarið. Og allra tekjuhæsta fólkið í sveitarfélaginu borga lítið sem ekkert útsvar. Það sendir börnin sín í leikskóla og grunnskóla, notar göturnar og niðurgreidda sundlaugina, flytur foreldra sína á dvalarheimilið og skemmtir sér með öðrum bæjarbúum á bæjarhátíðinni en leggur lítið sem ekkert til, hlutfallslega miklu minna en fátæka fólkið sem skilar útsvari af öllum tekjum sínum án þess að hafa í raun efni á því. Hin ríku eru að vinna stéttastríðið Þetta var haft eftir Warren Buffet, einum ríkasta manni jarðar: „Það er vissulega stéttastríð í gangi. Það var mín stétt, hin ríku, sem hófu þetta stríð. Og við erum að sigra.“ Þetta á sannarlega við um Ísland. Hin ríku hafa náð hér svo til öllum völdum og aðlagað öll kerfi að eigin þörfum og hagsmunum. Þetta á ekki síst við um skattkerfið. Markmiðið með breytingum nýfrjálshyggjuáranna var að búa til sterka auðstétt, sem gæti svínbeygt vald almennings. Lækkun skatta á fjármagnstekjur, afnám eignaskatta, lækkun tekjuskatts fyrirtækja, afnám aðstöðugjalds og lækkun erfðafjárskatts voru aðgerðir til að draga úr tekjujöfnun skattkerfisins svo hin ríku myndu auðgast meira og fyrr. Í síðustu grein minni tók ég dæmi af Guðmundi Kristjánssyni í Brim, manni með meira en 76 m.kr. í tekjur á mánuði sem borgar lægra hlutfall launa sinna í skatta en fólk á meðallaunum, fólk með skitnar 635 þús. kr. á mánuði. Þetta merkir að skattkerfið jafnar ekki út ójöfnuðinn heldur ýtir undir hann. Hér að ofan tók ég dæmi af Vigfúsi sem seldi kvótann sinn og er með meira en 120 m.kr. á mánuði en borgar í skatt álíka hlutfall tekna sinna og sá sem er með 620 þús. kr. á mánuði. Þetta er svo tryllt dæmi um ójöfnuð og óréttlæti að maður undrar sig alla daga á að fólk láti þetta yfir sig ganga. Stundum þegar ég hef skrifað um skattamál velti ég fyrir mér hvort það geti verið að hinum ríku hafi tekist að óvirkja alla skattaumræðu, sannfæra fólk um að skattar séu bæði ljótir og leiðinlegir. Ef þér finnst það verður þú að vakna. Skattabreyting nýfrjálshyggjuáranna er ekki aðeins mesta óréttlæti okkar tíma, mesta rán samtímans, heldur var tilfærsla á skattbyrðinni frá hinum ríku yfir á venjulegt fólk forsenda þess að hin ríku auðguðust svo að þau ráða nú nánast öllu í krafti auðs síns. Forsenda þess að við getum byggt hér upp réttlátt samfélag er að við skattleggjum hin ríku. Við ættum að byrja á því að leggja útsvar á fjármagnstekjur. Ég mun síðan nefna næstu skref í nýrri grein. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Skattar og tollar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin í landinu verða af um 18,9 milljarða tekjum þar sem ekki er tekið útsvar af fjármagnstekjum eins og af launatekjum. Megnið af fjármagnstekjum renna til allra tekjuhæsta fólksins. Það veldur því að hin tekjuhæstu borga hlutfallslega minnst til sveitarfélaganna þar sem þau búa. Sum hver borga ekki krónu, en nota samt skóla, götur og sundlaugar. Af fjármagnstekjum upp á 181 milljarð króna í fyrra fengu 1% tekjuhæsta fólksins rúmlega 131 milljarð eða rétt um 72,5% af öllum fjármagnstekjum. 99 prósent af fólkinu fékk um 27,5% af fjármagnstekjunum. Rétt tæplega 60% af tekjum 1% tekjuhæsta fólksins voru fjármagnstekjur á meðan fjármagnstekjur voru aðeins um 2,8% af tekjum 99 prósentanna. Þetta er enn ýktara meðal 0,1% af ríkasta fólkinu, um 317 manns sem hafa mestar tekjur á Íslandi. Þessi hópur tekur til sín tæplega helming allra fjármagnstekna, eða um 47%. Og þótt þessi hópur sé með miklar launatekjur þá eru fjármagnstekjur um 84% af tekjum hans. Launatekjur eru aðeins 16% af tekjum 0,1% tekjuhæsta fólksins. Munurinn á skattlagningu launatekna og fjármagnstekna er því mikið hagsmunamál fyrir tekjuhæsta 1% landsmanna. Og sérstaklega fyrir 0,1% hinna allra tekjuhæstu. Og það sést á ólíkri skattheimtu af launatekjum og fjármagnstekjum hver ræður á Íslandi. Launatekjur, sem eru 97% af tekjum 99% landsmanna, bera mikla skatta. Fjármagnstekjur, sem eru 84% af tekjum 0,1% tekjuhæsta fólksins, bera litla skatta og ekkert útsvar. Saga af tveimur mönnum Til að skýra ólíka skattheimtu af launa- og fjármagnstekjum má taka dæmi af tveimur af tekjuhæstu mönnum landsins. Vigfús Vigfússon var skipstjóri á Dögg SU sem gerð var út af útgerðarfélaginu Ölduósi. Það félag átti Vigfús til helminga á mót konu sinni, en Fisk Seafood, dótturfyrirtæki Kaupfélags Skagfirðinga, keypti Ölduós ásamt Dögginni og tilheyrandi kvóta á ríflega 1,8 milljarð króna. Haraldur Þorleifsson er vefhönnuður sem byggði upp tækni- og hönnunarfyrirtækið Ueno með starfi víða um heim, en seldi það síðan til samfélagsmiðlarisans Twitter fyrir upphæð sem ekki var gefin upp. Samkvæmt tekjulista Stundarinnar var Vigfús með 1.444,5 m.kr. í tekjur í fyrra og Haraldur með 1.285,0 m.kr. Vigfús var með 687 þús. kr. í laun á mánuði en megnið af árstekjum hans voru fjármagnstekjur, 1.436,3 m.kr. Mánaðartekjur hans voru því 120,4 m.kr. Vigfús borgaði í fyrra af þessum tekjum um 1,2 m.kr. í útsvar til sinnar heimabyggðar, Hornafjarðar, og 316,8 m.kr. til ríkisins í tekju- og fjármagnstekjuskatt. Skattbyrði Vigfúsar var 22,0%, álíka og hjá fólki sem er með 620 þús. kr. á mánuði. Haraldur var með 107,1 m.kr í laun á mánuði og engar fjármagnstekjur. Hann borgaði því 186,6 m.kr. í útsvar til sinnar heimabyggðar, Reykjavíkur, og 390,4 m.kr. til ríkisins í tekjuskatt. Skattbyrði Haraldar var 44,9%, meira en tvöföld á við skattbyrði Vigfúsar þótt Vigfús hafi haft 159,5 m.kr. hærri tekjur. Hvaða rugl er nú það? Sjálfstæðisflokkurinn lemur niður skatta á fjármagn og eignir Lög um fjármagnstekjuskatt voru undirbúin í fjármálaráðherratíð Ólafs Ragnars Grímssonar 1988-91, meðal annars af efnahagsráðunaut hans, Má Guðmundssyni, síðar Seðlabankastjóra. Markmiðið var að skattleggja fjármagnstekjur í takt við aðrar tekjur, en fram að því hafði söluhagnaður, leiga og arður verið skattlagður eins og launatekjur en vaxtatekjur verið undanþegnar sköttum. Í aðdraganda kosninganna 1991 boðaði Sjálfstæðisflokkurinn að upptaka fjármagnstekjuskatts yrði háð því að eignaskattar yrðu aflagðir. Eignaskattar geta verið leið til að skattleggja eignatekjur. Þannig var tíundin, fyrsti skatturinn sem lagður var á hérlendis. En eignaskattar eru líka leið til að standa gegn óhóflegri auðsöfnun hinna fáu ríku, eins og franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur bent á. Hann segir eignaskatta nauðsynlega til að vinna gegn vél kapítalismans sem sífellt flytur fé frá þeim sem lítið sem ekkert eiga til þeirra sem mikið eiga og vilja alltaf eignast meira. „Tvísköttun eigna og eignatekna kemur ekki til greina,“ sagði Davíðs Oddsson á kosningafundi í Vestmannaeyjum fyrir þessar kosningar. Á sama fundi sagði Þorsteinn Pálsson að það væri réttlætismál að skattleggja allar tekjur með svipuðum hætti. Þó yrði að gæta þess að hafa skattleysismörk í fjármagnstekjuskatti þannig að almennur sparnaður launafólks yrði ekki skattlagður. Fjármagnstekjuskatturinn var í málefnasamningi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks 1991-95 en samkomulag náðist ekki um útfærslu hans. Sjálfstæðismenn fengu hins vegar Framsókn til að fallast á einkar lágan fjármagnstekjuskatt 1996, aðeins 10%. Ein rökin fyrir svo lágum skatti voru að eignaskattar voru áfram innheimtir. Til að skýra skattkerfi þess tíma má taka dæmi af manni sem átti 500 m.kr. skuldlausa eign og greiddi sér 10% arð, eða 50 m.kr. Hann borgaði þá 5 m.kr. í fjármagnstekjuskatt en síðan 7,26 m.kr. í eignaskatt, samanlagt 12,26 m.kr eða um 24,5% af fjármagnstekjunum. Á þeim tíma var launaskattur um 37%. Sjálfstæðisflokkur og Framsókn aflögðu alla eignaskatta 2005 án þess að hækka fjármagnstekjuskattinn. Þá voru rökin týnd um að jafna skattheimtu milli ólíkra tekna. Þetta var á hápunkti samfélagssáttmála nýfrjálshyggjunnar og því var haldið fram að fjármagnstekjur væru betri tekjur en launatekjur og ættu ekki að bera sama skatt. Ríkið ætti ekki taka fé af fjármagnseigendum því þeir væru sköpunarkraftur samfélagsins. Það jaðraði við synd að taka fé af slíku fólki og færa það geldum opinberum starfsmönnum. Þessi trú leiddi til Hrunsins 2008 og Sjálfstæðisflokkurinn hraktist úr ríkisstjórn. Þá var fjármagnstekjuskattur hækkaður í 15%, síðan 18% og 20%. Við myndun núverandi stjórnar féllst Sjálfstæðisflokkurinn á að hækka skattinn í 22% gegn því að hann yrði lagður á raunávöxtun, að fundin yrði leið til að draga verðbólguna frá áður en skatturinn yrði lagður á. En það hefur ekki enn tekist að finna nothæfa leið til þess. Fjármagnstekjuskattur er samt enn óvenjulágur á Íslandi miðað við okkar heimshluta. Það er bara Lúxemborg sem innheimtir lægri fjármagnstekjuskatt en Ísland í Vestur-Evrópu og Sviss aðeins hærri, tvö lönd sem vilja vera alþjóðlegar fjármálamiðstöðvar og lokka til sín efnafólk á flótta undan sköttum heimalandsins. Það eru síðan helst óligarka-lönd Austur-Evrópu sem eru á svipuðum slóðum og við eða lægri. Efri mörk fjármagnstekjuskatts er 29% í Finnlandi, 30% í Svíþjóð, 35% í Noregi og 42% í Danmörku. Sveitarfélögin voru sköðuð á nýfrjálshyggjutímanum Ef tekjur 1% ríkasta fólksins væru skattlagðar eins og megnið af tekjum 99 prósentanna þyrfti þetta fólk að borga 28,7 milljörðum króna meira í skatta. Og við hin fengjum þessa fjármuni til að byggja upp velferðarríki á Íslandi, styrkja innviði og grunnkerfi samfélagsins. Ef útsvar yrði lagt á fjármagnstekjur myndu sveitarfélögin fá stærsta hlutann, eða hátt í 18,7 milljarða króna. Og veitir þeim ekki af. Ríkisstjórnir nýfrjálshyggjutímans hafa ekki aðeins fært til sveitarfélaganna ýmiss verkefni án þess að þeim fylgi fjármagn heldur sló ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks aðstöðugjald sveitarfélaganna af. Aðstöðugjald var veltuskattur á fyrirtæki upp á 1,6%. Hagar veltu í fyrra um 136 milljörðum og Eimskip um 124 milljörðum, svo dæmi séu tekin. Ef aðstöðugjald væri enn við lýði þyrftu Hagar að greiða 2.176 milljarða í aðstöðugjald og Eimskip 1.984 milljarða, sem endurgjald fyrir þá þjónustu sem fyrirtækin fá frá sveitarfélögunum. Missir aðstöðugjaldsins og síðar útsvars af söluhagnaði og arði veikti fjárhagsstöðu sveitarfélaganna svo þau hafa hækkað mikið útsvar á launatekjur einstaklinga; í Reykjavík úr 6,7% áður en aðstöðugjaldið var afnumið í 14,52% í dag. Og Reykjavík er hætt að úthluta borgurunum lóðum úr borgarlandinu heldur selur borgin þær hæstbjóðandi til að afla sér tekna. Útsvar á fjármagnstekjur myndi ekki eitt laga vanda sveitarfélaganna. Það er augljóst að fyrirtækin þurfa einnig að borga til nærsamfélagsins fyrir þá þjónustu sem þau nýta. En það væri fyrsta skrefið. Vantar hátt í helming teknanna Af 1% tekjuhæsta fólkinu búa 1174 í Reykjavík. Þetta fólk borgaði 4.778 m.kr. í útsvar til borgarinnar en hefði borgað 11.325 m.kr. ef útsvar væri lagt á allar tekjur. Mismunurinn er 6.547 m.kr. Reykjavíkurborg gæti örugglega nýtt þetta fé til að bæta þjónustuna við borgarbúa, t.d. með því að borga starfsfólki leikskólanna hærri laun og leysa þar með viðvarandi kreppu í leikskólamálum. Þessi upphæð jafngildir um 8,1% af útsvarstekjum Reykvíkinga. Ef þið viljið ekki verja fénu til að bæta þjónustuna mætti lækka útsvarsprósentuna svo allir borguðu það sama; úr 14,52% í 13,43%. Þau tíu sveitarfélög sem tapa mestu á því að útsvar er ekki tekið af fjármagnstekjum 1% tekjuhæsta fólksins eru þessi (innan sviga er hversu stórt hlutfall heildartekna sveitarfélagsins eru gefin eftir): Reykjavíkurborg: -6.546,8 m.kr. (5,9%) Garðabær: -2.155,6 m.kr. (14,5%) Kópavogur: -2.039,4 m.kr. (6,7%) Vestmannaeyjabær: 1.533,7 m.kr. (44,1%) Akureyri: 1.275,7 m.kr. (8,6%) Hafnarfjörður: 930,5 m.kr. (4,1%) Snæfellsbær: 793,7 m.kr. (54,0%) Reykjanesbær: 697,7 m.kr. (5,3%) Seltjarnarnes: 559,4 m.kr. (15,5%) Mosfellsbær: 464,6 m.kr. (4,9%) Eins og sjá má getur tapað útsvar vegna fjármagnstekna verið gríðarhátt hlutfall tekna sveitarfélaganna. Og þessi skekkja vex. Ekki bara vegna þess að hin allra ríkustu eru að kaupa upp eignir, kvóta og fyrirtæki um allt land og söluhagnaðurinn seljenda er skattlagður sem fjármagnstekjur, heldur ýtir ójöfn skattlagning tekna undir að þau sem hafa kost færa tekjur sínar frá launatekjum yfir í fjármagnstekjur. Eigendur fyrirtækja greiða sér lág laun en borga sér síðan út háan arð. Og við það missa sveitarfélögin útsvarið. Og allra tekjuhæsta fólkið í sveitarfélaginu borga lítið sem ekkert útsvar. Það sendir börnin sín í leikskóla og grunnskóla, notar göturnar og niðurgreidda sundlaugina, flytur foreldra sína á dvalarheimilið og skemmtir sér með öðrum bæjarbúum á bæjarhátíðinni en leggur lítið sem ekkert til, hlutfallslega miklu minna en fátæka fólkið sem skilar útsvari af öllum tekjum sínum án þess að hafa í raun efni á því. Hin ríku eru að vinna stéttastríðið Þetta var haft eftir Warren Buffet, einum ríkasta manni jarðar: „Það er vissulega stéttastríð í gangi. Það var mín stétt, hin ríku, sem hófu þetta stríð. Og við erum að sigra.“ Þetta á sannarlega við um Ísland. Hin ríku hafa náð hér svo til öllum völdum og aðlagað öll kerfi að eigin þörfum og hagsmunum. Þetta á ekki síst við um skattkerfið. Markmiðið með breytingum nýfrjálshyggjuáranna var að búa til sterka auðstétt, sem gæti svínbeygt vald almennings. Lækkun skatta á fjármagnstekjur, afnám eignaskatta, lækkun tekjuskatts fyrirtækja, afnám aðstöðugjalds og lækkun erfðafjárskatts voru aðgerðir til að draga úr tekjujöfnun skattkerfisins svo hin ríku myndu auðgast meira og fyrr. Í síðustu grein minni tók ég dæmi af Guðmundi Kristjánssyni í Brim, manni með meira en 76 m.kr. í tekjur á mánuði sem borgar lægra hlutfall launa sinna í skatta en fólk á meðallaunum, fólk með skitnar 635 þús. kr. á mánuði. Þetta merkir að skattkerfið jafnar ekki út ójöfnuðinn heldur ýtir undir hann. Hér að ofan tók ég dæmi af Vigfúsi sem seldi kvótann sinn og er með meira en 120 m.kr. á mánuði en borgar í skatt álíka hlutfall tekna sinna og sá sem er með 620 þús. kr. á mánuði. Þetta er svo tryllt dæmi um ójöfnuð og óréttlæti að maður undrar sig alla daga á að fólk láti þetta yfir sig ganga. Stundum þegar ég hef skrifað um skattamál velti ég fyrir mér hvort það geti verið að hinum ríku hafi tekist að óvirkja alla skattaumræðu, sannfæra fólk um að skattar séu bæði ljótir og leiðinlegir. Ef þér finnst það verður þú að vakna. Skattabreyting nýfrjálshyggjuáranna er ekki aðeins mesta óréttlæti okkar tíma, mesta rán samtímans, heldur var tilfærsla á skattbyrðinni frá hinum ríku yfir á venjulegt fólk forsenda þess að hin ríku auðguðust svo að þau ráða nú nánast öllu í krafti auðs síns. Forsenda þess að við getum byggt hér upp réttlátt samfélag er að við skattleggjum hin ríku. Við ættum að byrja á því að leggja útsvar á fjármagnstekjur. Ég mun síðan nefna næstu skref í nýrri grein. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar