Lífið

Nánasti sam­starfs­maður Stanl­ey Kubrick er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
Leon Vitali á frumsýningu árið 2019.
Leon Vitali á frumsýningu árið 2019. AP

Breski leikarinn Leon Vitali, sem þekktur er að hafa verið nánasti samstarfsmaður leikstjórans Stanley Kubrick, er látinn, 74 ára að aldri.

Vitali lést á heimili sínu í Los Angeles í Bandaríkjunum á föstudag, en fjölskylda hans staðfestir andlátið við AP.

Á ferli sínum birtist Vitali meðal annars í fjölda mynda Kubricks, þeirra á meðal Barry Lyndon og Eyes Wide Shut. Þá var hann nánasti samstarfsmaður Kubricks við gerð mynda eins og The Shining og valdi meðal annars fjölda leikara í hlutverk. Kubrick lést árið 2003.

Á Imdb má sjá að hann hafi á ferli sínum komið að gerð um 150 kvikmynda.

Opinber Twitter-síða Kubricks, sem hefur lengi verið starfrækt, er Vitali minnst.

Vitali lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×