Fótbolti

Sjáðu Messi og Mbappé búa til mark eftir aðeins átta sekúndur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kylian Mbappe þakkar Lionel Messi fyrir stoðsendinguna.
Kylian Mbappe þakkar Lionel Messi fyrir stoðsendinguna. AP/Michel Spingler

Kylian Mbappé setti nýtt met í gær þegar hann kom Paris Saint-Germain í 1-0 á móti Lille eftir aðeins átta sekúndna leik. Parísarliðið vann leikinn á endanum 7-1 þar sem Mbappé skoraði þrennu og næði Lionel Messi og Neymar voru með mark og stoðsendingu.

PSG byrjaði með boltann og Messi fékk hann á miðlínunni og var snöggur að sjá hlaup frá Mbappé. Hann sendi fullkomna sendingu inn fyrir vörnina þar sem Mbappé lyfti honum yfir markvörðinn.

Þetta er fljótasta markið sem leikmaður PSG hefur skorað í frönsku deildinni og það næstfljótasta í sögu deildarinnar.

Boltinn fór í markið eftir 8,3 sekúndur en metið á Michel Rio sem skoraði eftir 7,9 sekúndur árið 1992.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig Messi og Mbappé tókst að búa til mark eftir aðeins átta sekúndur. Það besta er kannski að Neymar kom líka við boltann í þessari hnitmiðuðu sókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×