Áfrýjar í nauðgunarmáli Ronaldo Valur Páll Eiríksson skrifar 21. ágúst 2022 15:30 Málið gegn Ronaldo hefur dregist töluvert og mun gera það enn frekar. EPA-EFE/Peter Powell Kathryn Mayorga hefur áfrýjað ákvörðun héraðsdómara í Bandaríkjunum sem vísaði í sumar frá lögsókn sem hún höfðaði gegn fótboltastjörnunni Cristiano Ronaldo vegna meintar nauðgunar árið 2009. Mayorga ásakar Ronaldo um að hafa brotið á sér í þakíbúð í Las Vegas sumarið 2009, en sama sumar gekk hann í raðir Real Madrid frá Manchester United og varð dýrasti knattspyrnumaður heims á þeim tíma. Málið komst fyrst í fjölmiðla árið 2017 en það hafði verið afgreitt árið 2010 þar sem lögmenn Mayorga og Ronaldo sættust á 275 þúsund punda sáttagreiðslu svo að málið yrði látið niður falla. Upphæðin jafngildir tæplega 46 milljónum króna. Mayorga tók málið upp að nýju þegar það komst í fjölmiðla 2017 en saksóknarar vestanhafs ákváðu að aðhafast ekki í málinu og settu ekki fram kæru gegn Ronaldo eftir að hafa farið yfir atriði máls. Mayorga höfðaði þá einkamál gegn Ronaldo árið 2018 en féll frá því máli ári síðar. Ekki lá ljóst fyrir hvort að Ronaldo hafi greitt frekari bætur á þeim tímapunkti. Hún höfðaði annað mál í fyrra en því var vísað frá af héraðsdómaranum Jennifer Dorsey í sumar. Dorsey sakaði lögmann Mayorga um blekkingar og að hafa sett fram illa fengin skjöl í málinu. Enn fremur sagði dómarinn sagði rökin að baki lögsókninni bæði „fáránleg og ósannfærandi“. Eftir að málinu var vísað frá lögsóttu lögmenn Ronaldos lögmann Mayorga og kröfðu um bætur upp á 626 þúsund pund, um 83 milljónir króna. Lögmenn Mayorga hafa nú áfrýjað ákvörðun Dorsey og verður sú áfrýjun tekin til skoðunar fyrir rétti í San Francisco á þriðjudaginn kemur. Mayorga krefst 54 milljón punda skaðabóta frá Ronaldo vegna meintrar nauðgunarinnar, tæplega níu milljarða króna - um 200 sinnum hærri upphæð en hún fékk greidda árið 2010. Ronaldo hefur alla tíð neitað sök en eftir að Mayorga höfðaði málið opinberlega árið 2018 sagði hann: „Ég neita staðfastlega öllum þeim ásökunum sem eru á mig lagðar. Nauðgun er viðurstyggilegur glæpur sem gengur gegn öllu því sem ég er og trúi á“. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Almenningur gæti fengið að sjá lögregluskýrsluna um Cristiano Ronaldo Alríkisdómstóll í Las Vegas hefur opnað á möguleikann á því að skýrsla Las Vegas lögreglunnar um Cristiano Ronaldo verði gerð opinber. 17. mars 2022 09:31 Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06 Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44 Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. 10. október 2018 19:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Mayorga ásakar Ronaldo um að hafa brotið á sér í þakíbúð í Las Vegas sumarið 2009, en sama sumar gekk hann í raðir Real Madrid frá Manchester United og varð dýrasti knattspyrnumaður heims á þeim tíma. Málið komst fyrst í fjölmiðla árið 2017 en það hafði verið afgreitt árið 2010 þar sem lögmenn Mayorga og Ronaldo sættust á 275 þúsund punda sáttagreiðslu svo að málið yrði látið niður falla. Upphæðin jafngildir tæplega 46 milljónum króna. Mayorga tók málið upp að nýju þegar það komst í fjölmiðla 2017 en saksóknarar vestanhafs ákváðu að aðhafast ekki í málinu og settu ekki fram kæru gegn Ronaldo eftir að hafa farið yfir atriði máls. Mayorga höfðaði þá einkamál gegn Ronaldo árið 2018 en féll frá því máli ári síðar. Ekki lá ljóst fyrir hvort að Ronaldo hafi greitt frekari bætur á þeim tímapunkti. Hún höfðaði annað mál í fyrra en því var vísað frá af héraðsdómaranum Jennifer Dorsey í sumar. Dorsey sakaði lögmann Mayorga um blekkingar og að hafa sett fram illa fengin skjöl í málinu. Enn fremur sagði dómarinn sagði rökin að baki lögsókninni bæði „fáránleg og ósannfærandi“. Eftir að málinu var vísað frá lögsóttu lögmenn Ronaldos lögmann Mayorga og kröfðu um bætur upp á 626 þúsund pund, um 83 milljónir króna. Lögmenn Mayorga hafa nú áfrýjað ákvörðun Dorsey og verður sú áfrýjun tekin til skoðunar fyrir rétti í San Francisco á þriðjudaginn kemur. Mayorga krefst 54 milljón punda skaðabóta frá Ronaldo vegna meintrar nauðgunarinnar, tæplega níu milljarða króna - um 200 sinnum hærri upphæð en hún fékk greidda árið 2010. Ronaldo hefur alla tíð neitað sök en eftir að Mayorga höfðaði málið opinberlega árið 2018 sagði hann: „Ég neita staðfastlega öllum þeim ásökunum sem eru á mig lagðar. Nauðgun er viðurstyggilegur glæpur sem gengur gegn öllu því sem ég er og trúi á“.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Almenningur gæti fengið að sjá lögregluskýrsluna um Cristiano Ronaldo Alríkisdómstóll í Las Vegas hefur opnað á möguleikann á því að skýrsla Las Vegas lögreglunnar um Cristiano Ronaldo verði gerð opinber. 17. mars 2022 09:31 Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06 Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44 Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. 10. október 2018 19:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Sjá meira
Almenningur gæti fengið að sjá lögregluskýrsluna um Cristiano Ronaldo Alríkisdómstóll í Las Vegas hefur opnað á möguleikann á því að skýrsla Las Vegas lögreglunnar um Cristiano Ronaldo verði gerð opinber. 17. mars 2022 09:31
Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06
Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44
Yfirlýsing Cristiano Ronaldo: Gögn í nauðgunarmálinu bæði illa fengin og uppskálduð Gögn sem Kathryn Mayorga og lögmenn hennar búa yfir í málsókn hennar á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo vegna meintrar nauðgunar eru bæði illa fengin og uppskálduð að sögn lögfræðings Portúgalans sem gaf út yfirlýsingu fyrir hans hönd í dag. 10. október 2018 19:00