Ætla að þvinga rigningu úr skýjum í von um að bjarga uppskerum Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. ágúst 2022 07:52 Gan Bingdong stendur á botni uppistöðulóns nálægt býli sínu sem hefur nánast tæmst vegna þurrkanna. AP/Mark Schiefelbein Yfirvöld í Kína hyggjast framkalla rigningu með því að sá efnum í ský til að vernda kornuppskeru landsins. Sumarið í ár er það heitasta og þurrasta frá því mælingar hófust í Kína fyrir 61 ári. Vegna þess hafa uppskerur visnað og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. Verksmiðjum í Sichuan-héraði var lokað í síðustu viku til að spara orku fyrir heimili landsins þar sem eftirspurn eftir loftkælingu hefur rokið upp vegna gífurlegs hita sem hefur náð allt að 45 gráðum. Í morgun greindi AP frá því að þessi orkuskömmtun til verksmiðja héraðsins muni vara fram á fimmtudag. Tang Renjian, landbúnaðarráðherra Kína, sagði við Global Times að næstu tíu dagar væru lykiltímabil fyrir skaðaminnkun á hrísgrjónaökrum landsins. Þá sagði hann að yfirvöld myndu taka nauðsynleg skref til að tryggja haustuppskeruna sem er 75 prósent af heildaruppskeru landsins. Á vefsíðu landbúnaðarráðuneytisins segir að yfirvöld muni „reyna að auka rigningu“ með því að sá efnum í ský og sprauta plöntur með „vatnsbindandi efnum“ til að takmarka uppgufun. Hins vegar hefur ekki komið fram hvar nákvæmlega þessar tilraunir munu fara fram. Maður hressir sig við í grunnri á nálægt árbökkum Yangtze-ár.AP/Mark Schiefelbein Vatns- og rafmagnsskortur blasir við Yfirvöld í Sichuan- og Hubei-héröðum segja að þúsundir hektara akra hafi eyðilagst algjörlega og milljónir hektara orðið fyrir skemmdum. Þá lýstu yfirvöld í Hubei yfir neyðarástandi á laugardag og greindu frá því að þau hygðust koma íbúum til aðstoðar vegna þurrkanna. Yfirvöld í Sichuan hafa á sama tíma greint frá því að skortur á drykkjarhæfu vatni blasi við fyrir um 819 þúsund íbúa. Héraðið hefur fundið einna mest fyrir þurrkunum af því það fær 80 prósent orku sinnar frá vatnsaflsvirkjunum og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. Yfirvöld í héraðinu hafa einnig hvatt framleiðendur og fyrirtæki til að „skilja eftir orku fyrir fólkið“. Skrifstofum og verslanamiðstöðvum var skipað að slökkva á ljósum og loftkælingu og í neðanjarðarlestarkerfi Chengdu, höfuðborg héraðsins, var slökkt á þúsundum ljósa á lestarstöðvum. Sprungur í uppþornuðum jarðvegi í Kína.AP/Mark Schiefelbein Loftslagsmál Kína Vísindi Tengdar fréttir Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Verksmiðjum í Sichuan-héraði var lokað í síðustu viku til að spara orku fyrir heimili landsins þar sem eftirspurn eftir loftkælingu hefur rokið upp vegna gífurlegs hita sem hefur náð allt að 45 gráðum. Í morgun greindi AP frá því að þessi orkuskömmtun til verksmiðja héraðsins muni vara fram á fimmtudag. Tang Renjian, landbúnaðarráðherra Kína, sagði við Global Times að næstu tíu dagar væru lykiltímabil fyrir skaðaminnkun á hrísgrjónaökrum landsins. Þá sagði hann að yfirvöld myndu taka nauðsynleg skref til að tryggja haustuppskeruna sem er 75 prósent af heildaruppskeru landsins. Á vefsíðu landbúnaðarráðuneytisins segir að yfirvöld muni „reyna að auka rigningu“ með því að sá efnum í ský og sprauta plöntur með „vatnsbindandi efnum“ til að takmarka uppgufun. Hins vegar hefur ekki komið fram hvar nákvæmlega þessar tilraunir munu fara fram. Maður hressir sig við í grunnri á nálægt árbökkum Yangtze-ár.AP/Mark Schiefelbein Vatns- og rafmagnsskortur blasir við Yfirvöld í Sichuan- og Hubei-héröðum segja að þúsundir hektara akra hafi eyðilagst algjörlega og milljónir hektara orðið fyrir skemmdum. Þá lýstu yfirvöld í Hubei yfir neyðarástandi á laugardag og greindu frá því að þau hygðust koma íbúum til aðstoðar vegna þurrkanna. Yfirvöld í Sichuan hafa á sama tíma greint frá því að skortur á drykkjarhæfu vatni blasi við fyrir um 819 þúsund íbúa. Héraðið hefur fundið einna mest fyrir þurrkunum af því það fær 80 prósent orku sinnar frá vatnsaflsvirkjunum og uppistöðulón eru helmingi vatnsminni en venjulega. Yfirvöld í héraðinu hafa einnig hvatt framleiðendur og fyrirtæki til að „skilja eftir orku fyrir fólkið“. Skrifstofum og verslanamiðstöðvum var skipað að slökkva á ljósum og loftkælingu og í neðanjarðarlestarkerfi Chengdu, höfuðborg héraðsins, var slökkt á þúsundum ljósa á lestarstöðvum. Sprungur í uppþornuðum jarðvegi í Kína.AP/Mark Schiefelbein
Loftslagsmál Kína Vísindi Tengdar fréttir Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Hafa aldrei mælt meiri hita utan eyðimerkur Ekki hefur rignt minna í Kína að sumri til í um sextíu ár. verksmiðjum víða um landið hefur verið gert að loka dyrum sínum samhliða því að mikið vatn vantar í vatnsból orkuvera og Kínverjar kveikja á loftkælingum sínum í massavís. 19. ágúst 2022 13:40