„Þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. ágúst 2022 08:00 Arnar Pétursson var eðlilega léttur í lund eftir að hafa tryggt sér sigur í Reykjavíkurmaraþoninu í gær. Vísir/Stöð 2 Arnar Pétursson kom fyrstur í mark í Reykjavíkurmaraþoninu sem haldið var í gær í fyrsta skipti síðan 2019. Arnar var tilfinningaríkur þegar hann kom í mark og segir það algjörlega frábært að fá þetta lykilhlaup hlaupamenningar á Íslandi aftur inn í dagatalið. „Þetta var taktískt hlaup. Stundum er maður að hlaupa til að hafa gaman, en stundum er maður að hlaupa til að ná tíma. Í dag var þetta bara að hlaupa til að vinna og fá að setja þennan á sig,“ sagði Arnar léttur í samtali við Stöð 2 í gær um leið og hann benti á fallegan sigurkrans á höfði sér. „Þetta endaði bara í einhverjum geggjuðum endaspretti sem er það skemmtilegasta sem þú gerir. Að fá stemninguna hérna og fá alla með þér er ótrúlegt.“ „Maður var búinn að bíða og bíða eftir því hvenær maður ætti að fara af stað af því að við vorum búin að vera saman eiginlega allan tíman. Maður var bara að meta stöðuna á honum og meta stöðuna á mér, en síðan þegar maður kemur hérna þá bara fær maður einhverja auka bilaða orku og þá er ekkert annað en bara að negla á þetta.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir Reykjavíkurmaraþon Aðstæður í Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið voru ekki alveg eins góðar og best verður á kosið. Arnar segir vindinn hafa verið sérstaklega slæman og hrósar öllum sem komu í mark í gær. „Það var kalt en vindurinn líka drepur þetta stundum. Það var stundum sem manni fannst maður ekki vera að fara áfram þannig að þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna.“ Reykjavíkurmaraþonið hefur setið á hakanum undanfarin tvö ár þar sem kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn og Arnar segir það auðvitað frábært að fá að taka þátt á ný. „Þetta er bara lykilhlaup fyrir alla hlaupamenninguna og hlaupasamfélagið á Íslandi. Maður er bara hálf klökkur þegar maður kemur í mark og sér alla stemninguna í kringum þetta.“ „Það er geðveikt að fá að enda tímabilið á að taka bæði Laugaveginn og Reykjavíkurmaraþon. Það er bara geggjað,“ sagði Arnar klökkur. Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
„Þetta var taktískt hlaup. Stundum er maður að hlaupa til að hafa gaman, en stundum er maður að hlaupa til að ná tíma. Í dag var þetta bara að hlaupa til að vinna og fá að setja þennan á sig,“ sagði Arnar léttur í samtali við Stöð 2 í gær um leið og hann benti á fallegan sigurkrans á höfði sér. „Þetta endaði bara í einhverjum geggjuðum endaspretti sem er það skemmtilegasta sem þú gerir. Að fá stemninguna hérna og fá alla með þér er ótrúlegt.“ „Maður var búinn að bíða og bíða eftir því hvenær maður ætti að fara af stað af því að við vorum búin að vera saman eiginlega allan tíman. Maður var bara að meta stöðuna á honum og meta stöðuna á mér, en síðan þegar maður kemur hérna þá bara fær maður einhverja auka bilaða orku og þá er ekkert annað en bara að negla á þetta.“ Klippa: Arnar Pétursson eftir Reykjavíkurmaraþon Aðstæður í Reykjavíkurmaraþoninu þetta árið voru ekki alveg eins góðar og best verður á kosið. Arnar segir vindinn hafa verið sérstaklega slæman og hrósar öllum sem komu í mark í gær. „Það var kalt en vindurinn líka drepur þetta stundum. Það var stundum sem manni fannst maður ekki vera að fara áfram þannig að þetta eru bara hetjur allir sem eru að klára hérna.“ Reykjavíkurmaraþonið hefur setið á hakanum undanfarin tvö ár þar sem kórónuveirufaraldurinn setti strik í reikninginn og Arnar segir það auðvitað frábært að fá að taka þátt á ný. „Þetta er bara lykilhlaup fyrir alla hlaupamenninguna og hlaupasamfélagið á Íslandi. Maður er bara hálf klökkur þegar maður kemur í mark og sér alla stemninguna í kringum þetta.“ „Það er geðveikt að fá að enda tímabilið á að taka bæði Laugaveginn og Reykjavíkurmaraþon. Það er bara geggjað,“ sagði Arnar klökkur.
Reykjavíkurmaraþon Hlaup Reykjavík Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira