Mikil spenna og eftirvænting vegna Menningarnætur Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 20. ágúst 2022 12:13 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka taka af stað. Vísir/Steingrímur Dúi Menningarnótt verður haldin hátíðleg í dag í fyrsta skipti síðan 2019 og er margt um að vera í bænum. Bylgjutónleikar verða í Hljómskálagarði, Matarbílar götubita við Miðbakka og allskonar listgjörningar um allan bæ. Ætla má að mikill fjöldi leggi leið sína í bæinn í dag. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri menningarnætur segir að það sé mikil spenna og eftirvænting fyrir deginum. „Undirbúningurinn er búinn að ganga vel, það er búið að vera mikið að gera eins og oft fyrir Menningarnótt. Í ár höfum við fundið fyrir meiri áhuga en áður og það kannski skýrist út af því að síðast var Menningarnótt haldin 2019 þannig það er kominn tími til,“ segir Guðmundur. Hann segir metfjölda mögulegan en hundrað þúsund manns hafi mætt í bæinn á fyrri árum. „Þar sem að fólk hefur beðið lengi og hátíðarhöld hafa verið af skornum skammti þá finnst mér það alveg líklegt að það gæti bara orðið metfjöldi en eins og ég segi það hefur aldrei verið skortur á fólki á menningarnótt,“ segir Guðmundur. Dagskrá Menningarnætur er ekki af verri endanum, matarbílar, tónleikar og listgjörningar verða á víð og dreif um bæinn en menningarnótt verður formlega sett klukkan eitt í Hörpu. Guðmundur segir mikið um að vera í listasöfnum og opið verði til dæmis í Hússtjórnarskólanum en stórir tónleikar taki við í kvöld. „Bylgjan er með risastóra tónleika í Hljómskálagarði, Rás 2 Arnarhóli, DJ Margeir á Klapparstíg. Svo er ótrúlega mikið af minni krúttlegum atriðum á víð og dreif um bæinn og ég mæli með að fólk kíki á menningarnott.is þar er auðvelt að sjá dagskrána á hverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór vel af stað þrátt fyrir vind en Guðmundur er jákvæður yfir veðri dagsins og hvetur fólk til að mæta í bæinn með góða skapið. „Ég einmitt sé hérna út um gluggann í Ráðhúsinu að það er góð stemming í hlaupinu sem var að fara af stað og ég hef það eftir heimildum að það eigi bara eftir að lægja. Það er bara svolítið rok núna en ekkert svona sem hefur nein áhrif og nú sýnist mér glitta í sól þannig að við erum bara mjög bjartsýn og spennt fyrir deginum,“ segir Guðmundur að lokum. Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira
Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri menningarnætur segir að það sé mikil spenna og eftirvænting fyrir deginum. „Undirbúningurinn er búinn að ganga vel, það er búið að vera mikið að gera eins og oft fyrir Menningarnótt. Í ár höfum við fundið fyrir meiri áhuga en áður og það kannski skýrist út af því að síðast var Menningarnótt haldin 2019 þannig það er kominn tími til,“ segir Guðmundur. Hann segir metfjölda mögulegan en hundrað þúsund manns hafi mætt í bæinn á fyrri árum. „Þar sem að fólk hefur beðið lengi og hátíðarhöld hafa verið af skornum skammti þá finnst mér það alveg líklegt að það gæti bara orðið metfjöldi en eins og ég segi það hefur aldrei verið skortur á fólki á menningarnótt,“ segir Guðmundur. Dagskrá Menningarnætur er ekki af verri endanum, matarbílar, tónleikar og listgjörningar verða á víð og dreif um bæinn en menningarnótt verður formlega sett klukkan eitt í Hörpu. Guðmundur segir mikið um að vera í listasöfnum og opið verði til dæmis í Hússtjórnarskólanum en stórir tónleikar taki við í kvöld. „Bylgjan er með risastóra tónleika í Hljómskálagarði, Rás 2 Arnarhóli, DJ Margeir á Klapparstíg. Svo er ótrúlega mikið af minni krúttlegum atriðum á víð og dreif um bæinn og ég mæli með að fólk kíki á menningarnott.is þar er auðvelt að sjá dagskrána á hverjum tímapunkti,“ segir Guðmundur. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fór vel af stað þrátt fyrir vind en Guðmundur er jákvæður yfir veðri dagsins og hvetur fólk til að mæta í bæinn með góða skapið. „Ég einmitt sé hérna út um gluggann í Ráðhúsinu að það er góð stemming í hlaupinu sem var að fara af stað og ég hef það eftir heimildum að það eigi bara eftir að lægja. Það er bara svolítið rok núna en ekkert svona sem hefur nein áhrif og nú sýnist mér glitta í sól þannig að við erum bara mjög bjartsýn og spennt fyrir deginum,“ segir Guðmundur að lokum.
Menningarnótt Reykjavík Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti Sjá meira