„Hún steinliggur inni sem formaður“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 19. ágúst 2022 19:21 Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar bauð sig fram í formannsembætti flokksins í dag. „Hún steinliggur inni“ sagði Össur Skarphéðinsson við það tækifæri. Vísir/Vilhelm Kristrún Frostadóttir nýtt formannsefni Samfylkingarinnar ætlar að gera flokkinn að ráðandi afli á ný í íslenskri pólitík og höfða til venjulegs fólks. Húsfyllir var í Iðnó þegar hún tilkynnti um framboð sitt. Fyrrverandi formaður segir hana steinliggja inni. Kristrún gaf kost á sér í formannsembættið í Iðnó í dag. Hún er þrjátíu og fjögurra ára gömul og takist henni það verður hún langyngsta konan sem gegnir slíku embætti hjá rótgrónum stjórnmálaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var einnig 34 ára þegar hann tók við formannsembætti í Framsóknarflokknum árið 2009. Dagur B, Eggertsson borgarstjóri sem hefur einnig verið orðaður við formannsembætti hefur gefið út að hann sækist ekki eftir því. Kristrún var aðalhagfræðingur Kviku þar til hún bauð sig fram á þing í fyrra og náði svo kjöri. Strax þótti ljóst að hún væri ein helsta vonarstjarna flokksins enda mjög áberandi í síðustu kosningabaráttu hans. Logi Már Einarsson sem hefur gegnt formennski síðan haustið 2016 - lengst allra formanna flokksins - sagðist í júní ætla að stíga til hliðar á Landsfundi flokksins sem verður haldinn 28. október næstkomandi. Hann var staddur í Iðnó í dag þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt ásamt mörgu af áhrifafólki innan flokksins. Troðið var í Iðnó þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt.Vísir/Vilhelm Fagnað eins rokkstjörnu Mikil stemning var í Iðnó í dag og Kristrúnu nánast fagnað eins og rokkstjörnu þegar hún tilkynnti um framboðið. Kristrún ætlar aftir að koma Samfylkingunni inn í ríkisstjórn. „Við þurfum aftur að velta fyrir okkur hvernig við verðum aftur að ráðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Þar vil ég að við förum aftur í kjarnann og leggjum áherslu á kjör venjulegs fólks í landinu,“ sagði Kristrún. Össur Skarphéðinsson fyrsti formaður Samfylkingarinnar er hæstánægður með framboð hennar. „Ég er virkilega ánægður með hvað margir komu og sjá undirtektirnar. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að hún steinliggur inni sem formaður,“ segir Össur. Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Kristrún gaf kost á sér í formannsembættið í Iðnó í dag. Hún er þrjátíu og fjögurra ára gömul og takist henni það verður hún langyngsta konan sem gegnir slíku embætti hjá rótgrónum stjórnmálaflokki. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var einnig 34 ára þegar hann tók við formannsembætti í Framsóknarflokknum árið 2009. Dagur B, Eggertsson borgarstjóri sem hefur einnig verið orðaður við formannsembætti hefur gefið út að hann sækist ekki eftir því. Kristrún var aðalhagfræðingur Kviku þar til hún bauð sig fram á þing í fyrra og náði svo kjöri. Strax þótti ljóst að hún væri ein helsta vonarstjarna flokksins enda mjög áberandi í síðustu kosningabaráttu hans. Logi Már Einarsson sem hefur gegnt formennski síðan haustið 2016 - lengst allra formanna flokksins - sagðist í júní ætla að stíga til hliðar á Landsfundi flokksins sem verður haldinn 28. október næstkomandi. Hann var staddur í Iðnó í dag þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt ásamt mörgu af áhrifafólki innan flokksins. Troðið var í Iðnó þegar Kristrún tilkynnti um framboð sitt.Vísir/Vilhelm Fagnað eins rokkstjörnu Mikil stemning var í Iðnó í dag og Kristrúnu nánast fagnað eins og rokkstjörnu þegar hún tilkynnti um framboðið. Kristrún ætlar aftir að koma Samfylkingunni inn í ríkisstjórn. „Við þurfum aftur að velta fyrir okkur hvernig við verðum aftur að ráðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Þar vil ég að við förum aftur í kjarnann og leggjum áherslu á kjör venjulegs fólks í landinu,“ sagði Kristrún. Össur Skarphéðinsson fyrsti formaður Samfylkingarinnar er hæstánægður með framboð hennar. „Ég er virkilega ánægður með hvað margir komu og sjá undirtektirnar. Það liggur auðvitað ljóst fyrir að hún steinliggur inni sem formaður,“ segir Össur.
Samfylkingin Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Logi hættir sem formaður Samfylkingarinnar í haust Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur staðfest að hann muni hætta sem formaður flokksins í haust. Hann segist kveðja formennskuna sáttur en að á Landsfundi í haust þurfi að velja „öðruvísi manneskju“ en hann sjálfan. 17. júní 2022 23:29