Þegar embættismenn fara ekki að lögum Sævar Þór Jónsson skrifar 19. ágúst 2022 17:02 Fyrir nokkru fékk ég inn á borð til mín mál einstaklings sem sviptur var ökuréttindum. Hann var tekinn fyrir ölvunarakstur árið 2018 en málinu lauk ekki fyrr en með sektargerð í janúar 2020 vegna tafa málsins í höndum lögreglu. Þegar kom svo að því að viðkomandi ætlaði að sækja um ökuréttindi að nýju er honum tjáð að hann þurfi fyrst að ljúka sérstöku námskeiði hjá Samgöngustofu. Þannig var mál með vexti að 1. janúar 2020 höfðu ný umferðarlög tekið gildi sem gerðu það að skilyrði fyrir því að fá að ökuprófið aftur að setið væri sérstakt námskeið hjá Samgöngustofu, en slíkt var ekki skilyrði eldri laga sem í gildi voru þegar viðkomandi brot átti sér stað. Hafði umbjóðandi minn samband við lögreglu í júlí 2021 til að fá þessu breytt en lögreglan vísaði honum á Samgöngustofu. Hjá Samgöngustofu var honum svo aftur vísað á lögregluna. Þegar hann leitar á ný til lögreglunnar þá er honum bent á að tala við sýslumann, sýslumaður sagði honum svo enn á ný að hafa samband við lögreglu. Einstaklingurinn var því búinn að fara fram og til baka í kerfinu á milli embætta sem öll virtust vísa hvert á annað. Að vonum ákvað hann að leita til lögmanns. Eftir formleg bréfaskipti við lögregluna fengust þau svör í gegnum síma, ekki skriflega, að það væri alfarið í höndum Samgöngustofu að taka ákvörðun um það hvort viðkomandi þyrfti að sitja umrætt námskeið eður ei, til þess að fá ökuréttindi á ný. Formlegt svarbréf barst frá Samgöngustofu þar sem fram kom að ekki væri hægt að jafna umsókn um ný ökuréttindi við sjálf viðurlögin sem sviptingin felur í sér. Jafnframt að óski einstaklingur eftir því að fá ökuréttindi á ný beri að fara eftir þeim lögum sem gilda á þeim tíma sem slík umsókn berst og því ætti umbjóðandi minn að sitja námskeið sem nýju umferðalögin gerðu skilyrði um. Þessi ákvörðun Samgöngustofu var kærð Innviðaráðuneytis. Vegna tafa á úrslausn málsins hjá ráðuneytinu var svo send kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Ráðuneytið komst svo að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði þess að geta öðlast ökurétt að nýju gagnvart þeim sem hafa verið sviptir ökuréttindum og óska eftir að öðlast þau á ný, heldur sýslumanns eða eftir atvikum lögreglustjóra. Ráðuneytið tók einnig fram að samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins lægi fyrir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni á því hvort einstaklingar sem sviptir voru ökuskírteini í gildistíð eldri umferðarlaga þurfi að undirgangast námskeið hjá Samgöngustofu samkvæmt 3. mgr. 63. gr. umferðarlaga. Er nú þeim sem hafa verið sviptir í gildistíð eldri laga ekki gert að sækja sérstakt námskeið líkt og áður var krafist. Líkt og áður hefur verið rakið þá hefur ferlið frá því að umbjóðandi minn reyndi fyrst sjálfur að fá svör frá lögreglunni júlí 2021 og allt fram til júlí ári síðar verið langt og strangt. Hafði umbjóðandi minn áður leitað aðstoðar vegna málsins hjá lögreglu og sýslumanni en án árangurs. Það er svo ekki fyrr en að málið er komið til ráðuneytisins að í ljós kemur að hann þurfti ekki að sitja umrætt námskeið hjá Samgöngustofu, eins og hann hafði sjálfur alltaf haldið fram. Það virðist því hafa verið geðþóttaákvörðun embættismanna að setja honum þá kröfu að sitja umrætt námskeið án skýrar lagaheimlidir um slíkt. Það sem er svo einnig mjög alvarlegt í þessu er sú staðreynd að hann í reynd fékk enga afgreiðslu innan stjórnsýslunnar þegar hann óskaði eftir því. Honum er vísað fram og til baka og enginn virðist treysta sér til þess að takast á við röksemdir hans sem voru vel grundaðar og studdar lagatilvísunum. Það var þá ekki fyrr en málið var komið til ráðuneytisins og til umboðsmanns Alþingis að málið fór að fá úrvinnslu. Eftir situr spurningin um skilvirkni kerfisins og hvernig það er eiginlega að virka fyrir almenna borgara sem þurfa leiðbeiningar. Ef þetta mál er dæmigert fyrir málsmeðferðina er augljóst að fólk getur ekki leitað til stjórnsýslunnar án liðsinnis lögmanns. Þá má líka spyrja sig hvernig jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins er framfylgt því ofangreint dæmi gefur það til kynna að þeir sem hafa úthaldið og burði til að kaupa sér þjónustu lögmanna fá betri afgreiðslu á endanum. Er þetta kerfið sem við viljum hafa? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Umferðaröryggi Sævar Þór Jónsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru fékk ég inn á borð til mín mál einstaklings sem sviptur var ökuréttindum. Hann var tekinn fyrir ölvunarakstur árið 2018 en málinu lauk ekki fyrr en með sektargerð í janúar 2020 vegna tafa málsins í höndum lögreglu. Þegar kom svo að því að viðkomandi ætlaði að sækja um ökuréttindi að nýju er honum tjáð að hann þurfi fyrst að ljúka sérstöku námskeiði hjá Samgöngustofu. Þannig var mál með vexti að 1. janúar 2020 höfðu ný umferðarlög tekið gildi sem gerðu það að skilyrði fyrir því að fá að ökuprófið aftur að setið væri sérstakt námskeið hjá Samgöngustofu, en slíkt var ekki skilyrði eldri laga sem í gildi voru þegar viðkomandi brot átti sér stað. Hafði umbjóðandi minn samband við lögreglu í júlí 2021 til að fá þessu breytt en lögreglan vísaði honum á Samgöngustofu. Hjá Samgöngustofu var honum svo aftur vísað á lögregluna. Þegar hann leitar á ný til lögreglunnar þá er honum bent á að tala við sýslumann, sýslumaður sagði honum svo enn á ný að hafa samband við lögreglu. Einstaklingurinn var því búinn að fara fram og til baka í kerfinu á milli embætta sem öll virtust vísa hvert á annað. Að vonum ákvað hann að leita til lögmanns. Eftir formleg bréfaskipti við lögregluna fengust þau svör í gegnum síma, ekki skriflega, að það væri alfarið í höndum Samgöngustofu að taka ákvörðun um það hvort viðkomandi þyrfti að sitja umrætt námskeið eður ei, til þess að fá ökuréttindi á ný. Formlegt svarbréf barst frá Samgöngustofu þar sem fram kom að ekki væri hægt að jafna umsókn um ný ökuréttindi við sjálf viðurlögin sem sviptingin felur í sér. Jafnframt að óski einstaklingur eftir því að fá ökuréttindi á ný beri að fara eftir þeim lögum sem gilda á þeim tíma sem slík umsókn berst og því ætti umbjóðandi minn að sitja námskeið sem nýju umferðalögin gerðu skilyrði um. Þessi ákvörðun Samgöngustofu var kærð Innviðaráðuneytis. Vegna tafa á úrslausn málsins hjá ráðuneytinu var svo send kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Ráðuneytið komst svo að þeirri niðurstöðu að það væri ekki hlutverk Samgöngustofu að kveða á um skilyrði þess að geta öðlast ökurétt að nýju gagnvart þeim sem hafa verið sviptir ökuréttindum og óska eftir að öðlast þau á ný, heldur sýslumanns eða eftir atvikum lögreglustjóra. Ráðuneytið tók einnig fram að samkvæmt upplýsingum ráðuneytisins lægi fyrir að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi breytt lagalegri túlkun sinni á því hvort einstaklingar sem sviptir voru ökuskírteini í gildistíð eldri umferðarlaga þurfi að undirgangast námskeið hjá Samgöngustofu samkvæmt 3. mgr. 63. gr. umferðarlaga. Er nú þeim sem hafa verið sviptir í gildistíð eldri laga ekki gert að sækja sérstakt námskeið líkt og áður var krafist. Líkt og áður hefur verið rakið þá hefur ferlið frá því að umbjóðandi minn reyndi fyrst sjálfur að fá svör frá lögreglunni júlí 2021 og allt fram til júlí ári síðar verið langt og strangt. Hafði umbjóðandi minn áður leitað aðstoðar vegna málsins hjá lögreglu og sýslumanni en án árangurs. Það er svo ekki fyrr en að málið er komið til ráðuneytisins að í ljós kemur að hann þurfti ekki að sitja umrætt námskeið hjá Samgöngustofu, eins og hann hafði sjálfur alltaf haldið fram. Það virðist því hafa verið geðþóttaákvörðun embættismanna að setja honum þá kröfu að sitja umrætt námskeið án skýrar lagaheimlidir um slíkt. Það sem er svo einnig mjög alvarlegt í þessu er sú staðreynd að hann í reynd fékk enga afgreiðslu innan stjórnsýslunnar þegar hann óskaði eftir því. Honum er vísað fram og til baka og enginn virðist treysta sér til þess að takast á við röksemdir hans sem voru vel grundaðar og studdar lagatilvísunum. Það var þá ekki fyrr en málið var komið til ráðuneytisins og til umboðsmanns Alþingis að málið fór að fá úrvinnslu. Eftir situr spurningin um skilvirkni kerfisins og hvernig það er eiginlega að virka fyrir almenna borgara sem þurfa leiðbeiningar. Ef þetta mál er dæmigert fyrir málsmeðferðina er augljóst að fólk getur ekki leitað til stjórnsýslunnar án liðsinnis lögmanns. Þá má líka spyrja sig hvernig jafnræðisreglu stjórnsýsluréttarins er framfylgt því ofangreint dæmi gefur það til kynna að þeir sem hafa úthaldið og burði til að kaupa sér þjónustu lögmanna fá betri afgreiðslu á endanum. Er þetta kerfið sem við viljum hafa? Höfundur er lögmaður.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun