Við svona áfall virðast allir draumar og vonir úti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. ágúst 2022 14:13 Birta Þórhalladóttir hleypur fyrir Gleym mér ei. Bítið Berta Þórhalladóttir er á meðal þeirra sem hleypur tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun. Hún hleypur til styrktar samtökunum Gleym mér ei en Berta er ein þeirra sem hafa orðið fyrir því áfalli að missa barnið sitt. Berta varð árið 2016 ólétt af öðru barni þeirra hjóna sem fyrir eiga dreng á ellefta ári. „Þegar ég er komin á 34. viku þá fer ég af stað. Þá breytist lífið. Það kemur strákur með hraði, Theodór Nói, og hann andaði ekki. Við tóku þrír erfiðir dagar. Rússíbanaferð sem við fórum í,“ segir Berta. Fjölskyldan var búsett í Kaupmannahöfn. Berta segir þau sem betur fer hafa verið umvafin fjölskyldu sinni. Lífið verður hverfult „Þegar maður lendi í svona áfalli að missa barnið sitt þá virðast allir draumar og vonir úti. Lífið verður svolítið hverfult. Í mínu sorgarferli þá fann ég mig í þessum hlaupum. Að fara út að hlaupa,“ segir Berta. Hún tók sig til og skráði sig ári eftir áfallið í Reykjavíkurmaraþonið. „Þá fékk ég þennan æðri tilgang. Það gaf mér auka kraft. Ég var að heiðra minningu sonar míns. Fólk var að veita mér stuðning. Það er eitthvað svo fallegt við þetta.“ Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. GME er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. „Við erum með ýmsa viðburði og höldum utan um þá sem lenda í þessum áföllum. Gleym mér ei safnar líka fyrir minningarkössum sem við útbúum fyrir foreldra. Þetta er mjög dýrmæt gjöf fyrir foreldra sem verða fyrir svona áfalli. Svo hefur Gleymérei líka gefið Landspítalanum kælivöggur. Þá hefur maður lengri tíma með ungunum sínum,“ segir Berta. Mikilvægt að geta speglað sjálfa sig Reykjavíkurmaraþonið hefur verið blásið af undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldursins. Gleym mér ei hefur fundið fyrir því eins og fleiri samtök sem hlauparar styrkja með því að safna áheitum. Berta reiknar með að flestir sem lendi í svona áfalli leiti til samtakanna. Landspítalinn afhendi fólki kassa með upplýsingum um samtökin. „Það er mikilvægt að fá að tilheyra hópi sem hefur upplifað það sama og maður sjálfur. Að geta speglað sig.“ Berta hlakkar til hlaupsins og ekki síst tilfinningarinnar að hlaupinu loknu. Sæluvímu með smá strengi. „Maður verður svo ánægður með sjálfa sig að hafa gert þetta.“ Reykjavíkurmaraþon Sorg Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Berta varð árið 2016 ólétt af öðru barni þeirra hjóna sem fyrir eiga dreng á ellefta ári. „Þegar ég er komin á 34. viku þá fer ég af stað. Þá breytist lífið. Það kemur strákur með hraði, Theodór Nói, og hann andaði ekki. Við tóku þrír erfiðir dagar. Rússíbanaferð sem við fórum í,“ segir Berta. Fjölskyldan var búsett í Kaupmannahöfn. Berta segir þau sem betur fer hafa verið umvafin fjölskyldu sinni. Lífið verður hverfult „Þegar maður lendi í svona áfalli að missa barnið sitt þá virðast allir draumar og vonir úti. Lífið verður svolítið hverfult. Í mínu sorgarferli þá fann ég mig í þessum hlaupum. Að fara út að hlaupa,“ segir Berta. Hún tók sig til og skráði sig ári eftir áfallið í Reykjavíkurmaraþonið. „Þá fékk ég þennan æðri tilgang. Það gaf mér auka kraft. Ég var að heiðra minningu sonar míns. Fólk var að veita mér stuðning. Það er eitthvað svo fallegt við þetta.“ Gleym mér ei er félag sem er til staðar fyrir þá sem verða fyrir missi á meðgöngu eða stuttu eftir fæðingu þar sem lítil ljós eru varðveitt og lifa áfram í minningu. GME er styrktarfélag með þann tilgang að halda utan um styrktarsjóð sem notaður er til að styrkja ýmis málefni í tengslum við missi barns á meðgöngu og í/eftir fæðingu. „Við erum með ýmsa viðburði og höldum utan um þá sem lenda í þessum áföllum. Gleym mér ei safnar líka fyrir minningarkössum sem við útbúum fyrir foreldra. Þetta er mjög dýrmæt gjöf fyrir foreldra sem verða fyrir svona áfalli. Svo hefur Gleymérei líka gefið Landspítalanum kælivöggur. Þá hefur maður lengri tíma með ungunum sínum,“ segir Berta. Mikilvægt að geta speglað sjálfa sig Reykjavíkurmaraþonið hefur verið blásið af undanfarin tvö ár vegna heimsfaraldursins. Gleym mér ei hefur fundið fyrir því eins og fleiri samtök sem hlauparar styrkja með því að safna áheitum. Berta reiknar með að flestir sem lendi í svona áfalli leiti til samtakanna. Landspítalinn afhendi fólki kassa með upplýsingum um samtökin. „Það er mikilvægt að fá að tilheyra hópi sem hefur upplifað það sama og maður sjálfur. Að geta speglað sig.“ Berta hlakkar til hlaupsins og ekki síst tilfinningarinnar að hlaupinu loknu. Sæluvímu með smá strengi. „Maður verður svo ánægður með sjálfa sig að hafa gert þetta.“
Reykjavíkurmaraþon Sorg Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira