Sport

Nýliðinn tók „Billie Jean" með MJ og úr varð geggjuð sena í Hard Knocks

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
 Aidan Hutchinson er ekki bara frábær leikmaður því hann er mikill karakter líka.
 Aidan Hutchinson er ekki bara frábær leikmaður því hann er mikill karakter líka. Getty/Michael Owens

Árlega verða til stjörnur í Hard Knocks þáttunum og í ár er nýliði Detroit Lions liðsins, Aidan Hutchinson, svo sannarlega einn af þeim.

Detroit Lions er liðið sem er tekið fyrir í Hard Knocks þáttunum að þessu sinni en þá má sjá á Stöð 2 Sport. Annar þáttur af fimm verður frumsýndur í kvöld en í fyrsta þættinum var það umræddur Hutchinson sem sló í gegn.

Hutchinson er 22 ára gamall og spilar sem varnarlínumaður. Hann spilaði með Michigan skólanum og var valinn annar í nýliðavalinu síðasta vor. Kappinn hefur því alla burði til að vera mjög öflugur leikmaður í NFL-deildinni en hann er líka þrælskemmtilegur.

Þegar kom að nýliðaprófinu hjá Lions þá fór Hutchinson fyrir framan liðsfélaga sína og söng „Billie Jean" með Michael Jackson án þess að hafa tónlistina undir.

Í byrjun fóru liðsfélagar hans að hlæja af honum en það leið ekki langur tími þar Hutchinson var búinn að búa til frábæra stemmningu í salnum og hafði fengið alla til að taka undir. Senuna má sjá hér fyrir neðan.

Hard Knocks þættirnir eru orðnir fastir liður á undirbúningstímabili NFL-deildarinnar en þar fá sjónvarpsmenn að vera fluga á vegg hjá einu félagið á meðan menn undirbúa sig fyrir átök tímabilsins.

Þar eru menn að keppa um stöðu í liðinu, nóg af athyglisverðum bakgrunnssögum og gott innsýn í hvað þarf til að komast að hjá NFL-liði.

Þættirnir eru sýndir á föstudagskvöldum á Stöð 2 Sport 2. Annar þátturinn er í kvöld og hefst sýning hans klukkan 19.25.

Það má finna alla þættina á Efnisveitu Stöðvar tvö Sport sem má nálgast meðal annars hér.


NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×