Fer framtíðin auðveldlega framhjá okkur? Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. ágúst 2022 07:32 Árið er 1967, róstursamt ár í mannkynssögunni, þeirri stuttu. Í erlendum fréttum var það helst að Sex daga stríðið í júní það ár, tók sex virka daga; Víetnamstríðið varð sífellt minna vinsælt í heimalandi árásarliðsins; Dr. Martin Luther King talaði fyrir friði og hvatti ungt fólk til að elska friðinn. Og Ítalskir ferðamenn fóru lofsamlegum orðum um Ísland og íslendinga í marshefti ítalska kvennablaðsins Arianna[1]. Ítalskir eru í kvennablaðinu hvattir til taka sér ferð á hendur til Íslands í töfrandi hreinleika forsögulegra tíma og upplifa hinn dramatíska skáldskap bíblíulegra atburða. Atburði sem þeir ítölsku ferðafrömuðir lýstu sem svo að þannig hefði jörðin litið út eftir sköpunina og að þannig myndi hún líta út daginn sem búið yrði að sprengja síðustu kjarnorkusprengjuna. Af innlendum vettvangi var það helst að frétta þetta ár samkvæmt fjölmiðlum þeirra tíma, hliðvarðanna svokölluðu, að Surtseyjargosinu lauk og að strákagöng og brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi voru opnuð fyrir umferð. Eyjapeyjar gátu þá tekið gleði sína á ný, spilað áfram tveggja liða heimsmeistaramót án þess að eiga það á hættu að þriðja liðið bættist við sem kosta myndu undanúrslitaleiki og auka rifrildi. Siglfirðingar urðu vitrari, ekki heimskari líkt og mun gerast hjá okkurSelfyssingum þegar að ný Selfossbrú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Og loks gátu Öræfingar riðið í hina áttina, óhræddir. Neil Armstrong og félagar á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Það sem fáir útvöldu vissu Þetta sama ár, 1967 gerðist það að Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi síðari hóp væntanlegra Apollo tunglfara til æfinga og þjálfunar hingað til Íslands, fyrri hópurinn hafði verið sendur hingað til lands tveimur árum fyrr. Markmið æfinganna á Íslandi var að auka skilning tunglfaranna á jarðfræði, svo þeir gætu valið betur þau sýni sem þeir fluttu heim frá Tunglinu. Það sem fáir útvaldir vissu fyrir rúmum fimmtíu árum síðan og fáeinum misserum síðan, en trössuðu að láta vita af eins og þeir sögðust ætla að gera og kemur nú fyrir sjónir almennings vegna óþols undirritaðs, er að seinni hópurinn sem að Neil Armstrong, fyrsti maðurinn sem steig á tunglið, tilheyrði kom við á Selfossi sunnudaginn 9. júlí 1967 næstum því tveimur árum upp á dag áður heldur en að hann steig á tunglið fyrstur manna og mælti þau frægu orð að þetta væru lítil skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið. Af myndunum að dæma sem að tilheyra einkasafni/dánarbúi ljósmyndarans sem ferðaðist með hópnum sem að var að undirbúa tungllendinguna 1969 er að sjá að Neil sé í verulega þungum þönkum yfir því hvort að hann eigi að fá sér pylsu eða ís. Hvað heldur þú? Hvort fékk hann sér pylsu eða ís? Og hver er unga stúlkan á neðri myndinni? Ætli unga stúlkan sé á þessum tíma meðvituð um hve merkileg tímamót í þróun og getu mannsins séu á næsta leyti er hún gæðir sér þarna á karamellu? Eða fór framtíðin á þessum tíma bara auðveldlega framhjá henni, eins og svo getur gerst hjá okkur öllum í nútíðinni? Neil Armstrong að bíða afgreiðslu eftir pulsu/pylsu eða ís á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Höfundur er Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur fyrrv. bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og Selfyssingur. [1] https://timarit.is/page/2629095#page/n7/mode/2up Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Árið er 1967, róstursamt ár í mannkynssögunni, þeirri stuttu. Í erlendum fréttum var það helst að Sex daga stríðið í júní það ár, tók sex virka daga; Víetnamstríðið varð sífellt minna vinsælt í heimalandi árásarliðsins; Dr. Martin Luther King talaði fyrir friði og hvatti ungt fólk til að elska friðinn. Og Ítalskir ferðamenn fóru lofsamlegum orðum um Ísland og íslendinga í marshefti ítalska kvennablaðsins Arianna[1]. Ítalskir eru í kvennablaðinu hvattir til taka sér ferð á hendur til Íslands í töfrandi hreinleika forsögulegra tíma og upplifa hinn dramatíska skáldskap bíblíulegra atburða. Atburði sem þeir ítölsku ferðafrömuðir lýstu sem svo að þannig hefði jörðin litið út eftir sköpunina og að þannig myndi hún líta út daginn sem búið yrði að sprengja síðustu kjarnorkusprengjuna. Af innlendum vettvangi var það helst að frétta þetta ár samkvæmt fjölmiðlum þeirra tíma, hliðvarðanna svokölluðu, að Surtseyjargosinu lauk og að strákagöng og brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi voru opnuð fyrir umferð. Eyjapeyjar gátu þá tekið gleði sína á ný, spilað áfram tveggja liða heimsmeistaramót án þess að eiga það á hættu að þriðja liðið bættist við sem kosta myndu undanúrslitaleiki og auka rifrildi. Siglfirðingar urðu vitrari, ekki heimskari líkt og mun gerast hjá okkurSelfyssingum þegar að ný Selfossbrú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Og loks gátu Öræfingar riðið í hina áttina, óhræddir. Neil Armstrong og félagar á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Það sem fáir útvöldu vissu Þetta sama ár, 1967 gerðist það að Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi síðari hóp væntanlegra Apollo tunglfara til æfinga og þjálfunar hingað til Íslands, fyrri hópurinn hafði verið sendur hingað til lands tveimur árum fyrr. Markmið æfinganna á Íslandi var að auka skilning tunglfaranna á jarðfræði, svo þeir gætu valið betur þau sýni sem þeir fluttu heim frá Tunglinu. Það sem fáir útvaldir vissu fyrir rúmum fimmtíu árum síðan og fáeinum misserum síðan, en trössuðu að láta vita af eins og þeir sögðust ætla að gera og kemur nú fyrir sjónir almennings vegna óþols undirritaðs, er að seinni hópurinn sem að Neil Armstrong, fyrsti maðurinn sem steig á tunglið, tilheyrði kom við á Selfossi sunnudaginn 9. júlí 1967 næstum því tveimur árum upp á dag áður heldur en að hann steig á tunglið fyrstur manna og mælti þau frægu orð að þetta væru lítil skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið. Af myndunum að dæma sem að tilheyra einkasafni/dánarbúi ljósmyndarans sem ferðaðist með hópnum sem að var að undirbúa tungllendinguna 1969 er að sjá að Neil sé í verulega þungum þönkum yfir því hvort að hann eigi að fá sér pylsu eða ís. Hvað heldur þú? Hvort fékk hann sér pylsu eða ís? Og hver er unga stúlkan á neðri myndinni? Ætli unga stúlkan sé á þessum tíma meðvituð um hve merkileg tímamót í þróun og getu mannsins séu á næsta leyti er hún gæðir sér þarna á karamellu? Eða fór framtíðin á þessum tíma bara auðveldlega framhjá henni, eins og svo getur gerst hjá okkur öllum í nútíðinni? Neil Armstrong að bíða afgreiðslu eftir pulsu/pylsu eða ís á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Höfundur er Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur fyrrv. bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og Selfyssingur. [1] https://timarit.is/page/2629095#page/n7/mode/2up
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun