Segir Bjarna sölsa undir sig annarra manna fé Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2022 07:53 Gunnar Smári fer hörðum orðum um fjármálaráðherra í aðsendri grein á Vísi Vísir Formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær að vandamálið með Sósíalista væri að á endanum klári þeir annarra manna fé. Gunnar Smári Egilsson, félagi í Sósíalistaflokki Íslands, segir hlutunum öfugt farið; að Sjálfstæðisflokkurinn sölsi undir sig annarra manna fé. „Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær einni af sinni uppáhaldssetningum, um að vandinn við sósíalista sé að á endanum klára þeir annarra manna fé,“ svo hefst aðsend grein Gunnars Smára Egilssonar hér á Vísi sem ber heitið Svar við tísti Bjarna. Umrætt tíst má sjá hér að neðan: Vandinn við sósíalista er að á endanum klára þeir annarra manna fé. pic.twitter.com/pH7jD9qfmV— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) August 16, 2022 Gunnar Smári tekur ekki undir þessi orð Bjarna, sem eru raunar orð Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Þess í stað fer hann yfir umgengni Bjarna um annarra manna fé, hvernig hann sölsar það undir sig og sinn flokk, svo orð Gunnars Smára séu notuð. Vísar í gögn Gunnar Smári rekur hinar ýmsu upphæðir sem hann segir hafa runnið í vasa Sjálfstæðisflokksins frá því að Bjarni varð fjármálaráðherra árið 2013. Þar nefnir hann til að mynda 99 milljónir króna sem laun þingmanna flokksins hafa hækkað um, 255 milljónir króna sem tveir „viðbótarráðherrar“ Sjálfstæðisflokksins kosta ríkissjóð og hina ýmsu styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegið á tímabilinu. Ítarlega yfirferð Gunnars Smára má lesa í pistli hans hér að neðan: Bjarni hafi brennt upp sjóði eigin flokks Gunnar Smári segir að þegar Bjarni tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum árið 2009 hafi flokkurinn staðið vel fjárhagslega. Í árslok 2008 hafi hann skuldað 71 milljón króna að núvirði og átt rúmlega 1,1 milljarð króna í eigið fé, að mestu bundið í Valhöll. Í lok árs 2020 hafi hann hins vegar skuldað 506 milljónir króna að núvirði og eigið fé skroppið niður í 528 milljónir króna. „Yfirgengilega hækkun á framlögum hins opinbera til stjórnmálaflokka má rekja til þessara staðreyndar. Sjálfstæðisflokkur Bjarna vantaði fé og hann sótti það til ríkis og sveitarfélaga,“ segir Gunnar Smári. Þá segir hann að nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi selt byggingarrétt á lóð Valhallar geti Sjálfstæðisflokkurinn borgað upp tap sem hlotist hefur í formannstíð Bjarna. „Flokksfélagana vegna er ekki annað hægt en að vona að þeim auðnist að finna annan formann sem fer betur með fé,“ segir hann. Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35 Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
„Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins tísti í gær einni af sinni uppáhaldssetningum, um að vandinn við sósíalista sé að á endanum klára þeir annarra manna fé,“ svo hefst aðsend grein Gunnars Smára Egilssonar hér á Vísi sem ber heitið Svar við tísti Bjarna. Umrætt tíst má sjá hér að neðan: Vandinn við sósíalista er að á endanum klára þeir annarra manna fé. pic.twitter.com/pH7jD9qfmV— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) August 16, 2022 Gunnar Smári tekur ekki undir þessi orð Bjarna, sem eru raunar orð Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands. Þess í stað fer hann yfir umgengni Bjarna um annarra manna fé, hvernig hann sölsar það undir sig og sinn flokk, svo orð Gunnars Smára séu notuð. Vísar í gögn Gunnar Smári rekur hinar ýmsu upphæðir sem hann segir hafa runnið í vasa Sjálfstæðisflokksins frá því að Bjarni varð fjármálaráðherra árið 2013. Þar nefnir hann til að mynda 99 milljónir króna sem laun þingmanna flokksins hafa hækkað um, 255 milljónir króna sem tveir „viðbótarráðherrar“ Sjálfstæðisflokksins kosta ríkissjóð og hina ýmsu styrki sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur þegið á tímabilinu. Ítarlega yfirferð Gunnars Smára má lesa í pistli hans hér að neðan: Bjarni hafi brennt upp sjóði eigin flokks Gunnar Smári segir að þegar Bjarni tók við formennsku í Sjálfstæðisflokknum árið 2009 hafi flokkurinn staðið vel fjárhagslega. Í árslok 2008 hafi hann skuldað 71 milljón króna að núvirði og átt rúmlega 1,1 milljarð króna í eigið fé, að mestu bundið í Valhöll. Í lok árs 2020 hafi hann hins vegar skuldað 506 milljónir króna að núvirði og eigið fé skroppið niður í 528 milljónir króna. „Yfirgengilega hækkun á framlögum hins opinbera til stjórnmálaflokka má rekja til þessara staðreyndar. Sjálfstæðisflokkur Bjarna vantaði fé og hann sótti það til ríkis og sveitarfélaga,“ segir Gunnar Smári. Þá segir hann að nú þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafi selt byggingarrétt á lóð Valhallar geti Sjálfstæðisflokkurinn borgað upp tap sem hlotist hefur í formannstíð Bjarna. „Flokksfélagana vegna er ekki annað hægt en að vona að þeim auðnist að finna annan formann sem fer betur með fé,“ segir hann.
Sósíalistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35 Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31 Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Gunnar Smári segir Bjarna vilja Sósíalistaflokkinn feigan Gunnar Smári Egilsson, einn leiðtogi Sósíalista, hefur brugðist hart við frétt Vísis þess efnis að Bjarni Benediktsson vilji draga úr styrkjum til stjórnmálaflokka. 16. ágúst 2022 14:35
Bjarni vill verja Sjálfstæðisflokkinn fyrir lýðræðinu Í svo til öllum löndum ESB og EES, sem eru líklega þau lönd sem við viljum bera okkur saman við, gilda þær reglur að flokkar með viðlíka fylgi og Sósíalistaflokkurinn sitja við sama borð og Sjálfstæðisflokkurinn þegar kemur að opinberum stuðningi við stjórnmálasamtök. 16. ágúst 2022 14:31
Bjarni vill draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur skjóta skökku við að nýstofnaðir stjórnmálaflokkar búi yfir tugmilljóna sjóðum sem eru til komnir vegna framlaga úr ríkissjóði. 16. ágúst 2022 12:00