Nýtt fólk og nýir siðir í Kópavogi? Helga Þórólfsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 18:00 Nýr meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs tók fram að nú væri nýtt fólk að taka við og að með þeim kæmu nýir siðir, þrátt fyrir að sömu flokkar væru áfram við stjórn. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði að áhersla yrði lögð á að auka samráð, bæta upplýsingaflæði og að hlusta á sjónarmið bæjarbúa. Nú reynir á hvort nýtt fólk ætlar að temja sér nýja siði með því að hlusta á hugmyndir íbúa varðandi það hvernig Kársnesið á að líta út. Tillaga sem nú er til kynningar á hafnarsvæðinu og á rætur í vinnslutillögu fjárfesta sem keyptu fiskvinnslu- og iðnaðarhúsnæði þar, gerir ráð fyrir íbúðabyggð sem kallar á uppfyllingu til þess að pláss sé fyrir göngu- og hjólastíg við ströndina. Verði deiliskipulagstillagan á þessum og öðrum „þróunarreitum“ að veruleika er vandséð hvar land er eftir til afþreyingar og útivistar á Kársnesinu. Engin heildarmynd hefur verið kynnt íbúum og sú aðferðafræði að kynna og samþykkja einn og einn reit án þess að byggðin sem á að rísa á þessum reitum sé skoðuð í stærra samhengi, bíður uppá skipulagsslys. Þegar þannig er staðið að málum eru það fjárfestar/hagsmunaaðilar sem ákveða hvernig Kársnesið lítur út. Það er í hag þeirra sem hafa keypt dýrar lóðir og byggingar til niðurrifs að byggja sem mest, sem næst sjónum og selja húsnæðið á hverjum reit sem dýrast. Þeir bera enga ábyrgð á uppbyggingu innviða sem eiga að þjóna íbúum og það er ekki í þeirra verkahring að sjá til þess að pláss sé fyrir útivistarsvæði, framboð sé á þjónustu eða fjölbreyttu húsnæði. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af aukningu umferðar eða öðru sem heildarskipulag á svæðinu þarf að gera ráð fyrir. Íbúalýðræði var eitthvað sem allir flokkar í Kópavogi vildu samkvæmt því sem kom fram í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það var meðal annars svar við þeirri gagnrýni að þarfir og vilji íbúa Kópavogs mættu sín lítils í skipulagsmálum, þegar þarfirnar stangast á við hagsmuni fjársterkra aðila sem eiga í góðu sambandi við bæjaryfirvöld. Í Aðalskipulagi er gert ráð fyrir að gerðar verði hverfisáætlanir. Tilgangurinn með hverfisáætlunum er að leggja fram heildstæða stefnu um þróun byggðarinnar og skapa lýðheilsuvæn hverfi í góðu samráði við íbúa. Ekki bólar á hverfisáætlun Kársnessins þrátt fyrir að hún hafi verið í vinnslu í mörg ár. Haldinn var íbúafundur um hverfisáætlunina árið 2015 og þá kom meðal annars fram að íbúar vildu varðveita strandlengjuna, aðskilja göngu- og hjólastíga, fegra hafnarsvæðið og vildu að þar væru fjölbreytt afþreyingar- og útivistarsvæði. Áhugavert er að vita af hverju hverfisáætlunin fyrir Kársnesið hefur ekki verið kláruð og hvað varð um tillöguna Spot on Kársnes sem vann norræna samkeppni um þróun vistvænna, snjallra og lífvænlegra bæja og borga. Við íbúar verðum að geta treyst á að okkar kjörnu fulltrúar láti gera áætlanir fyrir hverfin eins og kveðið er á um í samþykktu aðalskipulagi. Einnig að þeir efni loforð sín um samráð við íbúa um hvernig byggðin eigi að vera, áður en hagsmunaaðilar fá samþykktar sínar útfærslur á íbúðabyggð á reit eftir reit, þar til ekkert svigrúm verður eftir fyrir það sem íbúar þurfa og vilja. Það er jákvætt að tillögur hafa tekið breytingum eftir athugasemdir íbúa, en mörgum spurningum er ósvarað og heildaráætlun hverfisins þarf að liggja fyrir áður en tillögur einstakra fjárfesta eða hagsmunaaðila eru samþykktar. Kópavogsbúar! Leggjum okkar af mörkum við að koma að í veg fyrir skipulagslys með því að skora á bæjaryfirvöld í Kópavogi að hefja þegar í stað vinnu við að klára nýtt hverfisskipulag fyrir Kársnes og láta af frekari deiliskipulagsvinnu þar til því verki er lokið. Hægt er að skrifa undir áskorunina með því að fara inná þessa slóð: https://listar.island.is/Stydjum/124 Höfundur er Kópavogsbúi og var í 5. sæti á framboðslista Vina Kópavogs í sveitastjórnarkosningunum í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nýr meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs tók fram að nú væri nýtt fólk að taka við og að með þeim kæmu nýir siðir, þrátt fyrir að sömu flokkar væru áfram við stjórn. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði að áhersla yrði lögð á að auka samráð, bæta upplýsingaflæði og að hlusta á sjónarmið bæjarbúa. Nú reynir á hvort nýtt fólk ætlar að temja sér nýja siði með því að hlusta á hugmyndir íbúa varðandi það hvernig Kársnesið á að líta út. Tillaga sem nú er til kynningar á hafnarsvæðinu og á rætur í vinnslutillögu fjárfesta sem keyptu fiskvinnslu- og iðnaðarhúsnæði þar, gerir ráð fyrir íbúðabyggð sem kallar á uppfyllingu til þess að pláss sé fyrir göngu- og hjólastíg við ströndina. Verði deiliskipulagstillagan á þessum og öðrum „þróunarreitum“ að veruleika er vandséð hvar land er eftir til afþreyingar og útivistar á Kársnesinu. Engin heildarmynd hefur verið kynnt íbúum og sú aðferðafræði að kynna og samþykkja einn og einn reit án þess að byggðin sem á að rísa á þessum reitum sé skoðuð í stærra samhengi, bíður uppá skipulagsslys. Þegar þannig er staðið að málum eru það fjárfestar/hagsmunaaðilar sem ákveða hvernig Kársnesið lítur út. Það er í hag þeirra sem hafa keypt dýrar lóðir og byggingar til niðurrifs að byggja sem mest, sem næst sjónum og selja húsnæðið á hverjum reit sem dýrast. Þeir bera enga ábyrgð á uppbyggingu innviða sem eiga að þjóna íbúum og það er ekki í þeirra verkahring að sjá til þess að pláss sé fyrir útivistarsvæði, framboð sé á þjónustu eða fjölbreyttu húsnæði. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af aukningu umferðar eða öðru sem heildarskipulag á svæðinu þarf að gera ráð fyrir. Íbúalýðræði var eitthvað sem allir flokkar í Kópavogi vildu samkvæmt því sem kom fram í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það var meðal annars svar við þeirri gagnrýni að þarfir og vilji íbúa Kópavogs mættu sín lítils í skipulagsmálum, þegar þarfirnar stangast á við hagsmuni fjársterkra aðila sem eiga í góðu sambandi við bæjaryfirvöld. Í Aðalskipulagi er gert ráð fyrir að gerðar verði hverfisáætlanir. Tilgangurinn með hverfisáætlunum er að leggja fram heildstæða stefnu um þróun byggðarinnar og skapa lýðheilsuvæn hverfi í góðu samráði við íbúa. Ekki bólar á hverfisáætlun Kársnessins þrátt fyrir að hún hafi verið í vinnslu í mörg ár. Haldinn var íbúafundur um hverfisáætlunina árið 2015 og þá kom meðal annars fram að íbúar vildu varðveita strandlengjuna, aðskilja göngu- og hjólastíga, fegra hafnarsvæðið og vildu að þar væru fjölbreytt afþreyingar- og útivistarsvæði. Áhugavert er að vita af hverju hverfisáætlunin fyrir Kársnesið hefur ekki verið kláruð og hvað varð um tillöguna Spot on Kársnes sem vann norræna samkeppni um þróun vistvænna, snjallra og lífvænlegra bæja og borga. Við íbúar verðum að geta treyst á að okkar kjörnu fulltrúar láti gera áætlanir fyrir hverfin eins og kveðið er á um í samþykktu aðalskipulagi. Einnig að þeir efni loforð sín um samráð við íbúa um hvernig byggðin eigi að vera, áður en hagsmunaaðilar fá samþykktar sínar útfærslur á íbúðabyggð á reit eftir reit, þar til ekkert svigrúm verður eftir fyrir það sem íbúar þurfa og vilja. Það er jákvætt að tillögur hafa tekið breytingum eftir athugasemdir íbúa, en mörgum spurningum er ósvarað og heildaráætlun hverfisins þarf að liggja fyrir áður en tillögur einstakra fjárfesta eða hagsmunaaðila eru samþykktar. Kópavogsbúar! Leggjum okkar af mörkum við að koma að í veg fyrir skipulagslys með því að skora á bæjaryfirvöld í Kópavogi að hefja þegar í stað vinnu við að klára nýtt hverfisskipulag fyrir Kársnes og láta af frekari deiliskipulagsvinnu þar til því verki er lokið. Hægt er að skrifa undir áskorunina með því að fara inná þessa slóð: https://listar.island.is/Stydjum/124 Höfundur er Kópavogsbúi og var í 5. sæti á framboðslista Vina Kópavogs í sveitastjórnarkosningunum í vor.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar