Nýtt fólk og nýir siðir í Kópavogi? Helga Þórólfsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 18:00 Nýr meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs tók fram að nú væri nýtt fólk að taka við og að með þeim kæmu nýir siðir, þrátt fyrir að sömu flokkar væru áfram við stjórn. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði að áhersla yrði lögð á að auka samráð, bæta upplýsingaflæði og að hlusta á sjónarmið bæjarbúa. Nú reynir á hvort nýtt fólk ætlar að temja sér nýja siði með því að hlusta á hugmyndir íbúa varðandi það hvernig Kársnesið á að líta út. Tillaga sem nú er til kynningar á hafnarsvæðinu og á rætur í vinnslutillögu fjárfesta sem keyptu fiskvinnslu- og iðnaðarhúsnæði þar, gerir ráð fyrir íbúðabyggð sem kallar á uppfyllingu til þess að pláss sé fyrir göngu- og hjólastíg við ströndina. Verði deiliskipulagstillagan á þessum og öðrum „þróunarreitum“ að veruleika er vandséð hvar land er eftir til afþreyingar og útivistar á Kársnesinu. Engin heildarmynd hefur verið kynnt íbúum og sú aðferðafræði að kynna og samþykkja einn og einn reit án þess að byggðin sem á að rísa á þessum reitum sé skoðuð í stærra samhengi, bíður uppá skipulagsslys. Þegar þannig er staðið að málum eru það fjárfestar/hagsmunaaðilar sem ákveða hvernig Kársnesið lítur út. Það er í hag þeirra sem hafa keypt dýrar lóðir og byggingar til niðurrifs að byggja sem mest, sem næst sjónum og selja húsnæðið á hverjum reit sem dýrast. Þeir bera enga ábyrgð á uppbyggingu innviða sem eiga að þjóna íbúum og það er ekki í þeirra verkahring að sjá til þess að pláss sé fyrir útivistarsvæði, framboð sé á þjónustu eða fjölbreyttu húsnæði. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af aukningu umferðar eða öðru sem heildarskipulag á svæðinu þarf að gera ráð fyrir. Íbúalýðræði var eitthvað sem allir flokkar í Kópavogi vildu samkvæmt því sem kom fram í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það var meðal annars svar við þeirri gagnrýni að þarfir og vilji íbúa Kópavogs mættu sín lítils í skipulagsmálum, þegar þarfirnar stangast á við hagsmuni fjársterkra aðila sem eiga í góðu sambandi við bæjaryfirvöld. Í Aðalskipulagi er gert ráð fyrir að gerðar verði hverfisáætlanir. Tilgangurinn með hverfisáætlunum er að leggja fram heildstæða stefnu um þróun byggðarinnar og skapa lýðheilsuvæn hverfi í góðu samráði við íbúa. Ekki bólar á hverfisáætlun Kársnessins þrátt fyrir að hún hafi verið í vinnslu í mörg ár. Haldinn var íbúafundur um hverfisáætlunina árið 2015 og þá kom meðal annars fram að íbúar vildu varðveita strandlengjuna, aðskilja göngu- og hjólastíga, fegra hafnarsvæðið og vildu að þar væru fjölbreytt afþreyingar- og útivistarsvæði. Áhugavert er að vita af hverju hverfisáætlunin fyrir Kársnesið hefur ekki verið kláruð og hvað varð um tillöguna Spot on Kársnes sem vann norræna samkeppni um þróun vistvænna, snjallra og lífvænlegra bæja og borga. Við íbúar verðum að geta treyst á að okkar kjörnu fulltrúar láti gera áætlanir fyrir hverfin eins og kveðið er á um í samþykktu aðalskipulagi. Einnig að þeir efni loforð sín um samráð við íbúa um hvernig byggðin eigi að vera, áður en hagsmunaaðilar fá samþykktar sínar útfærslur á íbúðabyggð á reit eftir reit, þar til ekkert svigrúm verður eftir fyrir það sem íbúar þurfa og vilja. Það er jákvætt að tillögur hafa tekið breytingum eftir athugasemdir íbúa, en mörgum spurningum er ósvarað og heildaráætlun hverfisins þarf að liggja fyrir áður en tillögur einstakra fjárfesta eða hagsmunaaðila eru samþykktar. Kópavogsbúar! Leggjum okkar af mörkum við að koma að í veg fyrir skipulagslys með því að skora á bæjaryfirvöld í Kópavogi að hefja þegar í stað vinnu við að klára nýtt hverfisskipulag fyrir Kársnes og láta af frekari deiliskipulagsvinnu þar til því verki er lokið. Hægt er að skrifa undir áskorunina með því að fara inná þessa slóð: https://listar.island.is/Stydjum/124 Höfundur er Kópavogsbúi og var í 5. sæti á framboðslista Vina Kópavogs í sveitastjórnarkosningunum í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Sveitarstjórnarmál Skipulag Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýr meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs tók fram að nú væri nýtt fólk að taka við og að með þeim kæmu nýir siðir, þrátt fyrir að sömu flokkar væru áfram við stjórn. Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri sagði að áhersla yrði lögð á að auka samráð, bæta upplýsingaflæði og að hlusta á sjónarmið bæjarbúa. Nú reynir á hvort nýtt fólk ætlar að temja sér nýja siði með því að hlusta á hugmyndir íbúa varðandi það hvernig Kársnesið á að líta út. Tillaga sem nú er til kynningar á hafnarsvæðinu og á rætur í vinnslutillögu fjárfesta sem keyptu fiskvinnslu- og iðnaðarhúsnæði þar, gerir ráð fyrir íbúðabyggð sem kallar á uppfyllingu til þess að pláss sé fyrir göngu- og hjólastíg við ströndina. Verði deiliskipulagstillagan á þessum og öðrum „þróunarreitum“ að veruleika er vandséð hvar land er eftir til afþreyingar og útivistar á Kársnesinu. Engin heildarmynd hefur verið kynnt íbúum og sú aðferðafræði að kynna og samþykkja einn og einn reit án þess að byggðin sem á að rísa á þessum reitum sé skoðuð í stærra samhengi, bíður uppá skipulagsslys. Þegar þannig er staðið að málum eru það fjárfestar/hagsmunaaðilar sem ákveða hvernig Kársnesið lítur út. Það er í hag þeirra sem hafa keypt dýrar lóðir og byggingar til niðurrifs að byggja sem mest, sem næst sjónum og selja húsnæðið á hverjum reit sem dýrast. Þeir bera enga ábyrgð á uppbyggingu innviða sem eiga að þjóna íbúum og það er ekki í þeirra verkahring að sjá til þess að pláss sé fyrir útivistarsvæði, framboð sé á þjónustu eða fjölbreyttu húsnæði. Þeir þurfa ekki að hafa áhyggjur af aukningu umferðar eða öðru sem heildarskipulag á svæðinu þarf að gera ráð fyrir. Íbúalýðræði var eitthvað sem allir flokkar í Kópavogi vildu samkvæmt því sem kom fram í kosningabaráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Það var meðal annars svar við þeirri gagnrýni að þarfir og vilji íbúa Kópavogs mættu sín lítils í skipulagsmálum, þegar þarfirnar stangast á við hagsmuni fjársterkra aðila sem eiga í góðu sambandi við bæjaryfirvöld. Í Aðalskipulagi er gert ráð fyrir að gerðar verði hverfisáætlanir. Tilgangurinn með hverfisáætlunum er að leggja fram heildstæða stefnu um þróun byggðarinnar og skapa lýðheilsuvæn hverfi í góðu samráði við íbúa. Ekki bólar á hverfisáætlun Kársnessins þrátt fyrir að hún hafi verið í vinnslu í mörg ár. Haldinn var íbúafundur um hverfisáætlunina árið 2015 og þá kom meðal annars fram að íbúar vildu varðveita strandlengjuna, aðskilja göngu- og hjólastíga, fegra hafnarsvæðið og vildu að þar væru fjölbreytt afþreyingar- og útivistarsvæði. Áhugavert er að vita af hverju hverfisáætlunin fyrir Kársnesið hefur ekki verið kláruð og hvað varð um tillöguna Spot on Kársnes sem vann norræna samkeppni um þróun vistvænna, snjallra og lífvænlegra bæja og borga. Við íbúar verðum að geta treyst á að okkar kjörnu fulltrúar láti gera áætlanir fyrir hverfin eins og kveðið er á um í samþykktu aðalskipulagi. Einnig að þeir efni loforð sín um samráð við íbúa um hvernig byggðin eigi að vera, áður en hagsmunaaðilar fá samþykktar sínar útfærslur á íbúðabyggð á reit eftir reit, þar til ekkert svigrúm verður eftir fyrir það sem íbúar þurfa og vilja. Það er jákvætt að tillögur hafa tekið breytingum eftir athugasemdir íbúa, en mörgum spurningum er ósvarað og heildaráætlun hverfisins þarf að liggja fyrir áður en tillögur einstakra fjárfesta eða hagsmunaaðila eru samþykktar. Kópavogsbúar! Leggjum okkar af mörkum við að koma að í veg fyrir skipulagslys með því að skora á bæjaryfirvöld í Kópavogi að hefja þegar í stað vinnu við að klára nýtt hverfisskipulag fyrir Kársnes og láta af frekari deiliskipulagsvinnu þar til því verki er lokið. Hægt er að skrifa undir áskorunina með því að fara inná þessa slóð: https://listar.island.is/Stydjum/124 Höfundur er Kópavogsbúi og var í 5. sæti á framboðslista Vina Kópavogs í sveitastjórnarkosningunum í vor.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun