Vilja biðlistabætur í borginni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. ágúst 2022 13:30 Sjálfstæðismenn lögðu tillöguna fram á síðasta borgarráðsfundi. Hildur Björnsdóttir er leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn. vísir/vilhelm Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. „Við lögðum það til á síðasta fundi borgarráðs að þeim börnum 12 mánaða og eldri sem ekki fengu leikskólaplássið sem þeim var lofað fengju svokallaðar biðlistabætur, 200 þúsund krónur á hvert barn. Og það væri þá ákveðin viðurkenning á því að borgin er ekki að veita börnum þá þjónustu sem þau eiga rétt á og hefur verið lofað,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. „Þetta er auðvitað ekki lausn á vandanum en þetta yrði allavega ákveðin málamiðlun til foreldra á meðan við erum að leysa þennan vanda.“ Spurð hvort þetta sé raunhæf leið eða hvort kostnaðurinn við hana yrði ekki of mikill segir Hildur: „Meirihlutinn var búinn að lofa því og gerir ráð fyrir að öll börn á þessum aldri verði búin að fá leikskólapláss fyrir lok þessa árs. Ég sé ekki að það gangi eftir og þá hlýtur að vera svigrúm fyrir þetta í fjármálaáætlunum borgarinnar því það er dýr þjónusta að veita barni leikskólaþjónustu. Og þessar bætur yrðu meira að segja ódýrari heldur en sú þjónusta.“ Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólamál, segir að sér lítist ekki endilega illa á þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna. „Við erum bara opin fyrir öllum hugmyndum til að reyna að bæta stöðuna. Okkar forgangsverkefni er hins vegar að fjölga plássunum. Það er það sem á endanum skiptir langmestu máli fyrir foreldra og sú vinna er í fullum gangi,“ segir Skúli. Skúli Helgason segir óviðráðanlegar aðstæður hafa valdið töfum á Ævintýraborgunum.Vísir/Einar Margir leikskólar að opna í ár Hann bendir á að í næstu viku opni nýr leikskóli við Kleppsveg fyrir 120 börn, undir lok septembermánaðar opni síðan fjórði nýi leikskólinn á árinu, stækkun á Múlaborg í Ármúlanum með 60 ný pláss. „Síðan eru önnur verkefni sem munu bætast þar við síðar á árinu. Þannig að við erum í þessum fasa að fjölga plássunum um tvö þúsund í heildina,“ segir Skúli. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að opnun þriggja leikskóla undir heitinu Ævintýraborgir hefði seinkað enn meira og myndu ekki opna fyrir byrjun næsta skólaárs. Ævintýraborg við Vörðuskóla opnar í desember miðað við áætlanir en Ævintýraborgir í Vogabyggð og við Nauthólsveg opna ekki fyrr en í október. Skúli segir að foreldrum hundrað barna hafi þegar verið lofað pláss við Nauthólsveg. 25 þeirra hafi verið komið inn í Ævintýraborg á Eggertsgötu, sem er eina Ævintýraborgin sem búið er að opna, en eftir standi 75 börn sem verið er að leita leiða fyrir. „Þetta er vinna sem við erum í þessa dagana, að skoða möguleika á því að flýta ferlinu. Ég á von á því að það skýrist síðar í vikunni,“ segir Skúli. Ástæða seinkunarinnar sé sú að leikskólarnir séu svokölluð einingahús sem eru flutt inn að utan. Aðstæður á heimsmarkaði og skortur á stáli hafi valdið því að afhendingarferlinu hafi seinkað. Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Leikskólar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira
„Við lögðum það til á síðasta fundi borgarráðs að þeim börnum 12 mánaða og eldri sem ekki fengu leikskólaplássið sem þeim var lofað fengju svokallaðar biðlistabætur, 200 þúsund krónur á hvert barn. Og það væri þá ákveðin viðurkenning á því að borgin er ekki að veita börnum þá þjónustu sem þau eiga rétt á og hefur verið lofað,“ segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni. „Þetta er auðvitað ekki lausn á vandanum en þetta yrði allavega ákveðin málamiðlun til foreldra á meðan við erum að leysa þennan vanda.“ Spurð hvort þetta sé raunhæf leið eða hvort kostnaðurinn við hana yrði ekki of mikill segir Hildur: „Meirihlutinn var búinn að lofa því og gerir ráð fyrir að öll börn á þessum aldri verði búin að fá leikskólapláss fyrir lok þessa árs. Ég sé ekki að það gangi eftir og þá hlýtur að vera svigrúm fyrir þetta í fjármálaáætlunum borgarinnar því það er dýr þjónusta að veita barni leikskólaþjónustu. Og þessar bætur yrðu meira að segja ódýrari heldur en sú þjónusta.“ Skúli Helgason, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður stýrihóps um leikskólamál, segir að sér lítist ekki endilega illa á þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna. „Við erum bara opin fyrir öllum hugmyndum til að reyna að bæta stöðuna. Okkar forgangsverkefni er hins vegar að fjölga plássunum. Það er það sem á endanum skiptir langmestu máli fyrir foreldra og sú vinna er í fullum gangi,“ segir Skúli. Skúli Helgason segir óviðráðanlegar aðstæður hafa valdið töfum á Ævintýraborgunum.Vísir/Einar Margir leikskólar að opna í ár Hann bendir á að í næstu viku opni nýr leikskóli við Kleppsveg fyrir 120 börn, undir lok septembermánaðar opni síðan fjórði nýi leikskólinn á árinu, stækkun á Múlaborg í Ármúlanum með 60 ný pláss. „Síðan eru önnur verkefni sem munu bætast þar við síðar á árinu. Þannig að við erum í þessum fasa að fjölga plássunum um tvö þúsund í heildina,“ segir Skúli. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að opnun þriggja leikskóla undir heitinu Ævintýraborgir hefði seinkað enn meira og myndu ekki opna fyrir byrjun næsta skólaárs. Ævintýraborg við Vörðuskóla opnar í desember miðað við áætlanir en Ævintýraborgir í Vogabyggð og við Nauthólsveg opna ekki fyrr en í október. Skúli segir að foreldrum hundrað barna hafi þegar verið lofað pláss við Nauthólsveg. 25 þeirra hafi verið komið inn í Ævintýraborg á Eggertsgötu, sem er eina Ævintýraborgin sem búið er að opna, en eftir standi 75 börn sem verið er að leita leiða fyrir. „Þetta er vinna sem við erum í þessa dagana, að skoða möguleika á því að flýta ferlinu. Ég á von á því að það skýrist síðar í vikunni,“ segir Skúli. Ástæða seinkunarinnar sé sú að leikskólarnir séu svokölluð einingahús sem eru flutt inn að utan. Aðstæður á heimsmarkaði og skortur á stáli hafi valdið því að afhendingarferlinu hafi seinkað.
Skóla - og menntamál Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Leikskólar Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sjá meira