„Mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði“ Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2022 14:01 Arnar Gunnlaugsson settist niður með Gunnlaugi Jónssyni til að fara yfir málin fyrir risaleik kvöldsins. Stöð 2 Sport Risaleikur Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld kemur strax í kjölfarið á Evrópuævintýrum liðanna. Þjálfarar liðanna fagna því. Það verður hitað vel upp fyrir leikinn á Stöð 2 Sport í kvöld, þar sem bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan 18.30. Þar má sjá viðtöl sem Gunnlaugur Jónsson tók við þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson en brot úr þeim má sjá hér að neðan. „Mér líst mjög vel á þetta. Við komum fullir tilhlökkunar og kraftmiklir inn í þennan leik,“ segir Óskar Hrafn sem síðasta fimmtudagskvöld stýrði Blikum í Tyrklandi, þar sem þeir luku keppni í Sambandsdeild Evrópu. Stíf leikjatörn og ferðalög að undanförnu trufla Óskar ekki: „Við erum ekki að velta fyrir okkur erfiðu ferðalagi – vorum á æfingu í gær, æfingu í dag og borðuðum saman. Undirbúningurinn er eins góður og á verður kosið. Víkingarnir eru undir sömu sæng settir. Það verður enginn þreyttur þegar flautað verður á. Þessi leikur er þess eðlis að öll þreyta hverfur eins og dögg fyrir sólu,“ segir Óskar. Klippa: Gulli Jóns ræddi við Arnar og Óskar Arnar tekur í sama streng, eftir að hans menn í Víkingi féllu úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengingu gegn Lech Poznan í Póllandi síðasta fimmtudag. „Það er mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði. Ef þetta væri leikur við lið í fallbaráttu, ég tala nú ekki um á útivelli, þá hefði hausinn á mönnum… sjálfsvorkunn þeirra hefði kannski verið of mikil til að takast á við það að halda fullri einbeitingu,“ segir Arnar. „Það að þetta sé stórleikur, mikið í húfi og við verðum að vinna, ýtir undir einbeitingarlevelið sem til þarf. Ég fagna því að þetta sé stórleikur og að það sé svo líka stórleikur í bikarnum á fimmtudag. Ég sé ekkert nema jákvætt við þetta,“ segir Arnar en viðtölin við þá Óskar má sjá í heild sinni á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá leik Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.30 og leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum kvöldsins í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira
Það verður hitað vel upp fyrir leikinn á Stöð 2 Sport í kvöld, þar sem bein útsending frá Kópavogsvelli hefst klukkan 18.30. Þar má sjá viðtöl sem Gunnlaugur Jónsson tók við þá Óskar Hrafn Þorvaldsson og Arnar Gunnlaugsson en brot úr þeim má sjá hér að neðan. „Mér líst mjög vel á þetta. Við komum fullir tilhlökkunar og kraftmiklir inn í þennan leik,“ segir Óskar Hrafn sem síðasta fimmtudagskvöld stýrði Blikum í Tyrklandi, þar sem þeir luku keppni í Sambandsdeild Evrópu. Stíf leikjatörn og ferðalög að undanförnu trufla Óskar ekki: „Við erum ekki að velta fyrir okkur erfiðu ferðalagi – vorum á æfingu í gær, æfingu í dag og borðuðum saman. Undirbúningurinn er eins góður og á verður kosið. Víkingarnir eru undir sömu sæng settir. Það verður enginn þreyttur þegar flautað verður á. Þessi leikur er þess eðlis að öll þreyta hverfur eins og dögg fyrir sólu,“ segir Óskar. Klippa: Gulli Jóns ræddi við Arnar og Óskar Arnar tekur í sama streng, eftir að hans menn í Víkingi féllu úr leik í Sambandsdeildinni eftir framlengingu gegn Lech Poznan í Póllandi síðasta fimmtudag. „Það er mjög gott að fá stórleik eftir svona vonbrigði. Ef þetta væri leikur við lið í fallbaráttu, ég tala nú ekki um á útivelli, þá hefði hausinn á mönnum… sjálfsvorkunn þeirra hefði kannski verið of mikil til að takast á við það að halda fullri einbeitingu,“ segir Arnar. „Það að þetta sé stórleikur, mikið í húfi og við verðum að vinna, ýtir undir einbeitingarlevelið sem til þarf. Ég fagna því að þetta sé stórleikur og að það sé svo líka stórleikur í bikarnum á fimmtudag. Ég sé ekkert nema jákvætt við þetta,“ segir Arnar en viðtölin við þá Óskar má sjá í heild sinni á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending frá leik Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19.15 á Stöð 2 Sport. Upphitun hefst klukkan 18.30 og leikurinn verður svo gerður upp ásamt öðrum leikjum kvöldsins í Stúkunni. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Sjá meira